Óli Kristjáns: Erum með lið sem vill keppa við Val Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 27. apríl 2019 19:09 Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH. vísir/skjáskot FH unnu í dag 2-0 á móti HK í fyrstu umferð Pepsi Max deildar karla. FH komust snemma yfir og þrátt fyrir að skapa sér ekki mikið af færum var sigurinn aldrei í hættu. „Ég er ánægður með sigurinn og spilamennskuna mest megnis af leiknum. Auðvitað eru kaflar sem við hefðum viljað nýta betur,” sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari FH ánægður eftir leik dagsins. „HK er með mjög skipulagt lið og í stöðunni 1-0 biðu þeir svolítið. Þeir vissu að þeir gætu komið sér aftur inn í leikinn en ég var rólegri eftir annað markið. Við verjumst ágætlega þeim áhlaupum sem HK komu með og það er gott að byrja mótið á 2-0 sigri.” HK voru meira með boltann í seinni hálfleik en Óli var ekki að hafa áhyggjur af því. „Miðað við hvernig leikurinn endaði þá er allt í lagi þó þeir hafi verið með boltann eitthvað.” Steven Lennon og Davíð Þór Viðarsson byrjuðu báðir á bekknum hjá FH í dag. Steven Lennon kom inná en Davíð sat allan leikinn. Þeir eru búnir að vera að glíma við meiðsli á undirbúningstímabilinu og eru að spila sig aftur inn í liðið. „Þeir eru hvorugur búnir að spila núna í 6 vikur. Þú hoppar ekkert inn í byrjunarliðið án þess að hafa verið að spila eitthvað. Þeir eru ekki komnir í form. Það er búið að vera smá eymsli á þeim og þeir eru ekki komnir í leikform. Við þurfum að gefa þeim mínútur hér og þar til að koma þeim í stand.” FH voru með völdin mest allan fyrri hálfleikinn og skoruðu í honum glæsilegt mark. „Í fyrri hálfleik voru kaflar sem voru fínir. Við vorum að leysa okkur ágætlega út úr pressunni þeirra. Við sköpuðum færi og gerðum frábært mark í fyrri hálfleik. Fyrra markið var virkilega vel spilað.” HK fengu fullt af föstum leikatriðum en sköpuðu sér aldrei færi úr þeim. FH vörnin var virkilega örugg í dag og hleyptu HK aldrei í þær stöður sem þeir vildu. „Við vörðumst föstum leikatriðum HK mjög vel. Við fengum ekki á okkur skyndisóknir. Úrslitin að fara með 3 stig út úr leiknum, skora 2 mörk og fá ekkert á sig er frekar jákvætt myndi ég segja.” Brandur Olsen skoraði frábært mark langt utan af velli til að koma FH í 2-0. Brandur vann boltann og var mjög fljótur að átta sig á að hann gæti skotið strax. „Hann er með ágætis spyrnufót. Hann sá að markmaðurinn var framarlega þegar hann vinnur boltann og var fljótur að átta sig. Virkilega góð mörk hjá okkur í dag.” FH fara á Origo-völlinn á miðvikudaginn þar sem þeir spila við Val í Mjólkurbikarnum. „Ég er mjög svo spenntur fyrir þessum leik. Þetta er verðugt verkefni, við erum með lið sem að vill keppa við Val. Það verður bara virkilega skemmtilegt fyrir okkur að spila við þá.” Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: FH - HK 2-0 | Auðvelt fyrir FH í fyrsta leik FH með þægilegan 2-0 sigur en Jónatan Ingi kom þeim yfir snemma í leiknum og eftir það var sigurinn aldrei í hættu. 27. apríl 2019 19:30 Brynjar Björn: Fólk þarf að fara að kaupa miða núna ef það ætlar að mæta Það var nokkuð bratt yfir Brynjari þrátt fyrir tap í Krikanum í kvöld. 27. apríl 2019 18:50 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
FH unnu í dag 2-0 á móti HK í fyrstu umferð Pepsi Max deildar karla. FH komust snemma yfir og þrátt fyrir að skapa sér ekki mikið af færum var sigurinn aldrei í hættu. „Ég er ánægður með sigurinn og spilamennskuna mest megnis af leiknum. Auðvitað eru kaflar sem við hefðum viljað nýta betur,” sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari FH ánægður eftir leik dagsins. „HK er með mjög skipulagt lið og í stöðunni 1-0 biðu þeir svolítið. Þeir vissu að þeir gætu komið sér aftur inn í leikinn en ég var rólegri eftir annað markið. Við verjumst ágætlega þeim áhlaupum sem HK komu með og það er gott að byrja mótið á 2-0 sigri.” HK voru meira með boltann í seinni hálfleik en Óli var ekki að hafa áhyggjur af því. „Miðað við hvernig leikurinn endaði þá er allt í lagi þó þeir hafi verið með boltann eitthvað.” Steven Lennon og Davíð Þór Viðarsson byrjuðu báðir á bekknum hjá FH í dag. Steven Lennon kom inná en Davíð sat allan leikinn. Þeir eru búnir að vera að glíma við meiðsli á undirbúningstímabilinu og eru að spila sig aftur inn í liðið. „Þeir eru hvorugur búnir að spila núna í 6 vikur. Þú hoppar ekkert inn í byrjunarliðið án þess að hafa verið að spila eitthvað. Þeir eru ekki komnir í form. Það er búið að vera smá eymsli á þeim og þeir eru ekki komnir í leikform. Við þurfum að gefa þeim mínútur hér og þar til að koma þeim í stand.” FH voru með völdin mest allan fyrri hálfleikinn og skoruðu í honum glæsilegt mark. „Í fyrri hálfleik voru kaflar sem voru fínir. Við vorum að leysa okkur ágætlega út úr pressunni þeirra. Við sköpuðum færi og gerðum frábært mark í fyrri hálfleik. Fyrra markið var virkilega vel spilað.” HK fengu fullt af föstum leikatriðum en sköpuðu sér aldrei færi úr þeim. FH vörnin var virkilega örugg í dag og hleyptu HK aldrei í þær stöður sem þeir vildu. „Við vörðumst föstum leikatriðum HK mjög vel. Við fengum ekki á okkur skyndisóknir. Úrslitin að fara með 3 stig út úr leiknum, skora 2 mörk og fá ekkert á sig er frekar jákvætt myndi ég segja.” Brandur Olsen skoraði frábært mark langt utan af velli til að koma FH í 2-0. Brandur vann boltann og var mjög fljótur að átta sig á að hann gæti skotið strax. „Hann er með ágætis spyrnufót. Hann sá að markmaðurinn var framarlega þegar hann vinnur boltann og var fljótur að átta sig. Virkilega góð mörk hjá okkur í dag.” FH fara á Origo-völlinn á miðvikudaginn þar sem þeir spila við Val í Mjólkurbikarnum. „Ég er mjög svo spenntur fyrir þessum leik. Þetta er verðugt verkefni, við erum með lið sem að vill keppa við Val. Það verður bara virkilega skemmtilegt fyrir okkur að spila við þá.”
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: FH - HK 2-0 | Auðvelt fyrir FH í fyrsta leik FH með þægilegan 2-0 sigur en Jónatan Ingi kom þeim yfir snemma í leiknum og eftir það var sigurinn aldrei í hættu. 27. apríl 2019 19:30 Brynjar Björn: Fólk þarf að fara að kaupa miða núna ef það ætlar að mæta Það var nokkuð bratt yfir Brynjari þrátt fyrir tap í Krikanum í kvöld. 27. apríl 2019 18:50 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Leik lokið: FH - HK 2-0 | Auðvelt fyrir FH í fyrsta leik FH með þægilegan 2-0 sigur en Jónatan Ingi kom þeim yfir snemma í leiknum og eftir það var sigurinn aldrei í hættu. 27. apríl 2019 19:30
Brynjar Björn: Fólk þarf að fara að kaupa miða núna ef það ætlar að mæta Það var nokkuð bratt yfir Brynjari þrátt fyrir tap í Krikanum í kvöld. 27. apríl 2019 18:50