Kjartan Henry virðist ósáttur og skýtur á Viðar Örn og landsliðsvalið Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. mars 2019 10:45 Kjartan Henry Finnbogason vill klæðast bláu oftar. vísir/getty Kjartan Henry Finnbogason, framherji Vejle í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta, virðist vera nokkuð ósáttur við að fá ekki tækifæri með íslenska landsliðinu í næsta verkefni gegn Andorra og Frakklandi, sérstaklega í ljósi þess að mikil framherjakrísa er í hópnum. Ísland mætir Andorra á föstudagskvöldið í undankeppni EM allsstaðar 2020. Aðeins voru valdir tveir framherjar í hópinn til að byrja með en það voru þer Alfreð Finnbogason, sem óvíst var að gæti verið með, og Björn Bergmann Sigurðarson. Alfreð er klár í slaginn en Björn Bergmann þurfti að fara heim í dag vegna meiðsla.Viðar Örn Kjartansson er kominn aftur.vísir/gettyViðar Örn Kjartansson, sem að hætti í landsliðinu í lok október á síðasta ári, var kallaður inn í hópinn en hann þakkaði fyrir sig með landsliðinu á Instagram-síðu sinni 20. október 2018. Landsliðsþjálfararnir viðurkenndu þó á dögunum að þeir voru búnir að heyra í honum hljóðið og halda dyrunum opnum fyrir framherjann. Viðar er búinn að vera í basli undanfarna mánuði en hann datt út úr liðinu hjá Rostov í Rússlandi auk þess að glíma við meiðsli en hann hefur ekki spilað mótsleik síðan 5. desember og ekki skorað mark síðan 26. september í bikarleik á móti 3. deildarliði í Rússlandi. Hann gekk í raðir Hammarby á lánssamningi í byrjun vikunnar til að fara að spila aftur reglulega en hann skoraði grimmt í Svíþjóð með Malmö fyrr á sínum ferli. Þegar að fréttirnar bárust fyrst af Viðari Erni setti Kjartan Henry einfalda færslu á Twitter þar sem sjá má emoji-kall með rennilás fyrir munninn. Framherjinn greinilega ósáttur en vildi ekkert segja.— Kjartan Henry (@kjahfin) March 19, 2019 Hann bætti svo um betur nú rétt áðan þegar að hann setti brot úr myndbandinu við lagið Sigta salta með Steinda Jr. en þar segir Steindi þau fleygu orð: „Ég er hættur við að hætta við að hætta við.“ Líklegast skot á Viðar Örn og ákvörðun landsliðsþjálfaranna.pic.twitter.com/AXQ3Pj8kHA — Kjartan Henry (@kjahfin) March 20, 2019 Viðar Örn á að baki 19 landsleiki og hefur skorað í þeim tvö mörk en þau komu bæði í vináttuleikjum á móti Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Katar á útivelli. Almennt hefur landsliðsferilinn Viðars ekki verið góður og fór hann hvorki á EM 2016 né HM 2018. Kjartan Henry hefur skorað sama fjölda marka í ellefu landsleikjum. Þau komu í vináttuleikjum gegn Kína og Tékklandi en hann þótti standa sig vel í þeim leikjum sem að hann spilaði. Þá er Kjartan búinn að spila sex leiki á árinu 2019, þar af fimm í byrjunarliði og skoraði tvö mörk, síðast í lok febrúar. Hann spilaði síðast um helgina en komnir eru þrír og hálfur mánuður síðan að Viðar Örn spilaði mótsleik. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Hamren gerir upp haustið: Margir sögðu mér að þetta væri ómögulegt starf Erik Hamren hefur enn sömu trú á því að Ísland geti áfram náð góðum árangri á alþjóðavettvangi knattspyrnunnar, rétt eins og hann gerði þegar hann tók við starfi landsliðsþjálfara í haust. 20. mars 2019 09:30 Rúnar: Allt annað lið en ég spilaði við 2012 Rúnar Már Sigurjónsson spilaði sinn fyrsta landsleik og skoraði líka sitt fyrsta landsliðsmark gegn Andorra fyrir sjö árum síðan. 20. mars 2019 06:00 Djúpur skurður þýðir að Björn Bergmann er úr leik Björn Bergmann Sigurðarson er á heimleið og verður ekki með Íslandi í landsleikjunum á móti Andorra og Frakklandi. 20. mars 2019 10:15 Aron Einar: Ef þig langar ekki aftur á EM þá geturðu hætt Aron Einar Gunnarsson hefur ekki velt því sérstaklega fyrir sér hvort að hungrið og drifkrafturinn sé enn til staðar í íslenska landsliðinu. 20. mars 2019 08:00 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sjá meira
Kjartan Henry Finnbogason, framherji Vejle í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta, virðist vera nokkuð ósáttur við að fá ekki tækifæri með íslenska landsliðinu í næsta verkefni gegn Andorra og Frakklandi, sérstaklega í ljósi þess að mikil framherjakrísa er í hópnum. Ísland mætir Andorra á föstudagskvöldið í undankeppni EM allsstaðar 2020. Aðeins voru valdir tveir framherjar í hópinn til að byrja með en það voru þer Alfreð Finnbogason, sem óvíst var að gæti verið með, og Björn Bergmann Sigurðarson. Alfreð er klár í slaginn en Björn Bergmann þurfti að fara heim í dag vegna meiðsla.Viðar Örn Kjartansson er kominn aftur.vísir/gettyViðar Örn Kjartansson, sem að hætti í landsliðinu í lok október á síðasta ári, var kallaður inn í hópinn en hann þakkaði fyrir sig með landsliðinu á Instagram-síðu sinni 20. október 2018. Landsliðsþjálfararnir viðurkenndu þó á dögunum að þeir voru búnir að heyra í honum hljóðið og halda dyrunum opnum fyrir framherjann. Viðar er búinn að vera í basli undanfarna mánuði en hann datt út úr liðinu hjá Rostov í Rússlandi auk þess að glíma við meiðsli en hann hefur ekki spilað mótsleik síðan 5. desember og ekki skorað mark síðan 26. september í bikarleik á móti 3. deildarliði í Rússlandi. Hann gekk í raðir Hammarby á lánssamningi í byrjun vikunnar til að fara að spila aftur reglulega en hann skoraði grimmt í Svíþjóð með Malmö fyrr á sínum ferli. Þegar að fréttirnar bárust fyrst af Viðari Erni setti Kjartan Henry einfalda færslu á Twitter þar sem sjá má emoji-kall með rennilás fyrir munninn. Framherjinn greinilega ósáttur en vildi ekkert segja.— Kjartan Henry (@kjahfin) March 19, 2019 Hann bætti svo um betur nú rétt áðan þegar að hann setti brot úr myndbandinu við lagið Sigta salta með Steinda Jr. en þar segir Steindi þau fleygu orð: „Ég er hættur við að hætta við að hætta við.“ Líklegast skot á Viðar Örn og ákvörðun landsliðsþjálfaranna.pic.twitter.com/AXQ3Pj8kHA — Kjartan Henry (@kjahfin) March 20, 2019 Viðar Örn á að baki 19 landsleiki og hefur skorað í þeim tvö mörk en þau komu bæði í vináttuleikjum á móti Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Katar á útivelli. Almennt hefur landsliðsferilinn Viðars ekki verið góður og fór hann hvorki á EM 2016 né HM 2018. Kjartan Henry hefur skorað sama fjölda marka í ellefu landsleikjum. Þau komu í vináttuleikjum gegn Kína og Tékklandi en hann þótti standa sig vel í þeim leikjum sem að hann spilaði. Þá er Kjartan búinn að spila sex leiki á árinu 2019, þar af fimm í byrjunarliði og skoraði tvö mörk, síðast í lok febrúar. Hann spilaði síðast um helgina en komnir eru þrír og hálfur mánuður síðan að Viðar Örn spilaði mótsleik.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Hamren gerir upp haustið: Margir sögðu mér að þetta væri ómögulegt starf Erik Hamren hefur enn sömu trú á því að Ísland geti áfram náð góðum árangri á alþjóðavettvangi knattspyrnunnar, rétt eins og hann gerði þegar hann tók við starfi landsliðsþjálfara í haust. 20. mars 2019 09:30 Rúnar: Allt annað lið en ég spilaði við 2012 Rúnar Már Sigurjónsson spilaði sinn fyrsta landsleik og skoraði líka sitt fyrsta landsliðsmark gegn Andorra fyrir sjö árum síðan. 20. mars 2019 06:00 Djúpur skurður þýðir að Björn Bergmann er úr leik Björn Bergmann Sigurðarson er á heimleið og verður ekki með Íslandi í landsleikjunum á móti Andorra og Frakklandi. 20. mars 2019 10:15 Aron Einar: Ef þig langar ekki aftur á EM þá geturðu hætt Aron Einar Gunnarsson hefur ekki velt því sérstaklega fyrir sér hvort að hungrið og drifkrafturinn sé enn til staðar í íslenska landsliðinu. 20. mars 2019 08:00 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sjá meira
Hamren gerir upp haustið: Margir sögðu mér að þetta væri ómögulegt starf Erik Hamren hefur enn sömu trú á því að Ísland geti áfram náð góðum árangri á alþjóðavettvangi knattspyrnunnar, rétt eins og hann gerði þegar hann tók við starfi landsliðsþjálfara í haust. 20. mars 2019 09:30
Rúnar: Allt annað lið en ég spilaði við 2012 Rúnar Már Sigurjónsson spilaði sinn fyrsta landsleik og skoraði líka sitt fyrsta landsliðsmark gegn Andorra fyrir sjö árum síðan. 20. mars 2019 06:00
Djúpur skurður þýðir að Björn Bergmann er úr leik Björn Bergmann Sigurðarson er á heimleið og verður ekki með Íslandi í landsleikjunum á móti Andorra og Frakklandi. 20. mars 2019 10:15
Aron Einar: Ef þig langar ekki aftur á EM þá geturðu hætt Aron Einar Gunnarsson hefur ekki velt því sérstaklega fyrir sér hvort að hungrið og drifkrafturinn sé enn til staðar í íslenska landsliðinu. 20. mars 2019 08:00