Geri ráð fyrir að klára skólann Kristinn Páll Teitsson skrifar 19. mars 2019 11:00 Jón Axel Guðmundsson. Vísir/Getty Bakvörðurinn Jón Axel Guðmundsson átti frábært tímabil með liði Davidson Wildcats sem komst ekki í úrslitakeppni bandaríska háskólakörfuboltans, marsfárið (e. March Madness), svokallaða en fram undan eru leikir í annarri úrslitakeppni fyrir þau lið sem komust ekki í marsfárið. Grindvíkingurinn varð annar Íslendingurinn til að taka þátt karlamegin í marsfárinu í fyrra og vakti athygli þegar Davidson stóð í stjörnum prýddu liði Kentucky-háskólans. Þetta var þriðja tímabil Jóns með liði Davidson Wildcats og var hann í stærra hlutverki þetta árið. „Persónulega átti ég gott tímabil og liðið líka, við unnum 24 leiki en það dugði ekki til í ár. Það vantaði upp á einhverja 2-3 leiki sem við áttum að gera betur í, þá værum við held ég inni. Við erum með að mörgu leyti nýtt lið, margir sem voru ekki í jafn stóru hlutverki í fyrra og við erum enn að læra að spila saman,“ sagði Jón Axel. Fram undan eru leikir í NIT-úrslitakeppninni þar sem 32 bestu lið landsins sem komust ekki í marsfárið fá þátttökurétt. Undanúrslita- og úrslitaleikurinn fara fram Madison Square Garden, Mekka körfuboltans í Bandaríkjunum. Jón var valinn besti leikmaður A-10-deildarinnar á tímabilinu. „Maður varð strax afar ánægður að uppskera eftir alla þá vinnu sem ég lagði í að bæta mig. Ég lagði hart að mér um sumarið og í vetur við að æfa aukalega og það skilaði sér inni á vellinum. Við unnum í því að bæta sýn mína í sóknarleiknum og maður sem hefur unnið með Steph Curry getur hjálpað manni að bæta sig,“ sagði Jón Axel sem hefur nokkrum sinnum hitt Curry, sem fylgist vandlega með gamla skólanum sínum. „Það er alltaf frábært að hitta Steph, hann er einstakur persónuleiki og þegar hann kemur á leiki kemur hann yfirleitt inn í klefa að spjalla um lífið og tilveruna ásamt því að deila reynslusögum. Hann fylgist með flestum leikjunum okkar og kemur af og til á leikina. Þá gefur hann sér tíma og veitir manni ráð um hvernig hægt er að bæta sig.“ Jón Axel varð fyrr í vetur sá fyrsti í liði Davidson í 46 ár sem náði þrefaldri tvennu í einum leik. Heilt yfir var Jón Axel með 17,2 stig, 7,3 fráköst og 4,7 stoðsendingar að meðaltali í leik og bætti sig í stigum og fráköstum á milli ára. „Það er skemmtilegt að vita af því að maður skildi eftir arfleifð í sögubækur skólans, smá minnismerki með nafni manns,“ sagði Jón léttur, aðspurður út í afrekið. Jón Axel gerir ráð fyrir að snúa aftur á næsta ári. „Í dag eru bara tveir möguleikar, að setja nafnið í hattinn í nýliðavali NBA-deildarinnar eða að klára skólann hérna. Það er bara eitt ár eftir og ég þarf að huga að því hvað tekur við eftir ferilinn. Maður veit aldrei hvernig ferilinn fer og það er betra að vera kominn með gráðu fyrir það. Ég á von á því að ég verði hérna á næsta ári frekar en að fara til Evrópu.“ Draumurinn er að komast einn daginn í NBA-deildina. „Markmiðið er að komast í NBA-deildina einn daginn. Það hefur alltaf verið draumur manns að komast þangað. Ég þarf bara að halda áfram að bæta mig og spila eins og ég hef verið að spila og þá sjáum við hvað gerist.“ Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Tindastóll | Hvernig koma liðin út úr hléinu? LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Sjá meira
Bakvörðurinn Jón Axel Guðmundsson átti frábært tímabil með liði Davidson Wildcats sem komst ekki í úrslitakeppni bandaríska háskólakörfuboltans, marsfárið (e. March Madness), svokallaða en fram undan eru leikir í annarri úrslitakeppni fyrir þau lið sem komust ekki í marsfárið. Grindvíkingurinn varð annar Íslendingurinn til að taka þátt karlamegin í marsfárinu í fyrra og vakti athygli þegar Davidson stóð í stjörnum prýddu liði Kentucky-háskólans. Þetta var þriðja tímabil Jóns með liði Davidson Wildcats og var hann í stærra hlutverki þetta árið. „Persónulega átti ég gott tímabil og liðið líka, við unnum 24 leiki en það dugði ekki til í ár. Það vantaði upp á einhverja 2-3 leiki sem við áttum að gera betur í, þá værum við held ég inni. Við erum með að mörgu leyti nýtt lið, margir sem voru ekki í jafn stóru hlutverki í fyrra og við erum enn að læra að spila saman,“ sagði Jón Axel. Fram undan eru leikir í NIT-úrslitakeppninni þar sem 32 bestu lið landsins sem komust ekki í marsfárið fá þátttökurétt. Undanúrslita- og úrslitaleikurinn fara fram Madison Square Garden, Mekka körfuboltans í Bandaríkjunum. Jón var valinn besti leikmaður A-10-deildarinnar á tímabilinu. „Maður varð strax afar ánægður að uppskera eftir alla þá vinnu sem ég lagði í að bæta mig. Ég lagði hart að mér um sumarið og í vetur við að æfa aukalega og það skilaði sér inni á vellinum. Við unnum í því að bæta sýn mína í sóknarleiknum og maður sem hefur unnið með Steph Curry getur hjálpað manni að bæta sig,“ sagði Jón Axel sem hefur nokkrum sinnum hitt Curry, sem fylgist vandlega með gamla skólanum sínum. „Það er alltaf frábært að hitta Steph, hann er einstakur persónuleiki og þegar hann kemur á leiki kemur hann yfirleitt inn í klefa að spjalla um lífið og tilveruna ásamt því að deila reynslusögum. Hann fylgist með flestum leikjunum okkar og kemur af og til á leikina. Þá gefur hann sér tíma og veitir manni ráð um hvernig hægt er að bæta sig.“ Jón Axel varð fyrr í vetur sá fyrsti í liði Davidson í 46 ár sem náði þrefaldri tvennu í einum leik. Heilt yfir var Jón Axel með 17,2 stig, 7,3 fráköst og 4,7 stoðsendingar að meðaltali í leik og bætti sig í stigum og fráköstum á milli ára. „Það er skemmtilegt að vita af því að maður skildi eftir arfleifð í sögubækur skólans, smá minnismerki með nafni manns,“ sagði Jón léttur, aðspurður út í afrekið. Jón Axel gerir ráð fyrir að snúa aftur á næsta ári. „Í dag eru bara tveir möguleikar, að setja nafnið í hattinn í nýliðavali NBA-deildarinnar eða að klára skólann hérna. Það er bara eitt ár eftir og ég þarf að huga að því hvað tekur við eftir ferilinn. Maður veit aldrei hvernig ferilinn fer og það er betra að vera kominn með gráðu fyrir það. Ég á von á því að ég verði hérna á næsta ári frekar en að fara til Evrópu.“ Draumurinn er að komast einn daginn í NBA-deildina. „Markmiðið er að komast í NBA-deildina einn daginn. Það hefur alltaf verið draumur manns að komast þangað. Ég þarf bara að halda áfram að bæta mig og spila eins og ég hef verið að spila og þá sjáum við hvað gerist.“
Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Tindastóll | Hvernig koma liðin út úr hléinu? LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Sjá meira