Valdís Þóra áfram í forystu í Ástralíu Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. mars 2019 08:00 Valdís Þóra Jónsdóttir er í stuði í Ástralíu. Getty/Mark Runnacles Valdís Þóra Jónsdóttir er áfram í efsta sæti NSW Open-mótsins í golfi sem fram fer í Ástralíu en mótið er sameiginlegt verkefni evrópsku- og áströlsku mótaraðanna. Valdís fór á kostum á fyrsta hring og spilaði á átta höggum undir pari vallarins en í nótt fór hún holurnar 18 á 70 höggum eða einu höggi undir pari og er því í heildina á níu höggum undir pari. Hún bauð upp á líflegt skorkort á öðrum hring en hún fékk fjóra fugla, einn örn og fimm skolla og paraði aðeins átta brautir. Alltaf líf og fjör í kringum Skagamærina. Eftir tvo hringi er Valdís með tveggja högga forystu á Þjóðverjann Karolin Lampert sem er sjö höggum undir pari vallarins en þær Lynn Carlsson frá Svíþjóð og Meghan Maclaren frá Englandi eru þar á eftir á sex höggum undir pari.Staðan í mótinu. Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir er áfram í efsta sæti NSW Open-mótsins í golfi sem fram fer í Ástralíu en mótið er sameiginlegt verkefni evrópsku- og áströlsku mótaraðanna. Valdís fór á kostum á fyrsta hring og spilaði á átta höggum undir pari vallarins en í nótt fór hún holurnar 18 á 70 höggum eða einu höggi undir pari og er því í heildina á níu höggum undir pari. Hún bauð upp á líflegt skorkort á öðrum hring en hún fékk fjóra fugla, einn örn og fimm skolla og paraði aðeins átta brautir. Alltaf líf og fjör í kringum Skagamærina. Eftir tvo hringi er Valdís með tveggja högga forystu á Þjóðverjann Karolin Lampert sem er sjö höggum undir pari vallarins en þær Lynn Carlsson frá Svíþjóð og Meghan Maclaren frá Englandi eru þar á eftir á sex höggum undir pari.Staðan í mótinu.
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira