50 stig frá Johnson er KR fór á toppinn | Mikilvægur sigur Stjörnunnar Anton Ingi Leifsson skrifar 6. febrúar 2019 20:55 Danielle var afar öflug í kvöld. vísir/vilhelm KR er komið á toppinn í Dominos-deild kvenna eftir öruggan sigur á botnliði Breiðablik, 102-81, er liðin mættust í Kópavogi í kvöld en nítjánda umferðin fór öll fram í kvöld. KR byrjaði af miklum krafti og skoraði að vild í fyrsta leikhlutanum. Þær leiddu 36-20 eftir hann og svo 59-38 í hálfleik. Eftirleikurinn nokkur auðveldur og KR náði að dreifa álaginu í síðari hálfleik. Kiana Johnson átti stórkostlegan leik fyrir KR. Hún skoraði 50 stig, tók sextán fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Algjörlega biluð tölfræði. KR er jafnt Keflavík á toppi deildarinnar en með betri innbyrðis viðureignir. Í liði Blika var það einu sinni sem oftar Ivory Crawford sem var stigahæst með 21 stig, níu fráköst og fimm stoðsendingar en Breiðablik er á botni Dominos-deildarinnar með tvö stig. Allar líkur á að þær spili í B-deildinni á næstu leiktíð. Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan sigur á Haukum á heimavelli, 79-75, en með sigrinum er Stjarnan áfram í fimmta sætinu, tveimur stigum frá úrslitakeppnissæti. Haukar eru áfram í sjöunda sætinu með tíu stig. Danielle Victoria Rodriguez var frábær í liði Stjörnunar. Hún skoraði 28 stig og tók þar að auki þrettán fráköst og gaf sjö stoðendingar. Bríet Sif Hinriskdóttir gerði 21 stig. LeLe Hardy gerði tuttugu stig fyrir Hauka auk þess að rífa niður fjórtán fráköst. Hún gaf einnig sjö stoðsendingar en Eva Margrét Kristjánsdóttir gerði sextán stig og Þóra Kristín Jónsdóttir tólf. Snæfell er áfram í fjórða sætinu eftir að hafa burstað Skallagrím í slagnum um vesturlandið er Snæfell hafði að lokum betur, 79-42, eftir að staðan hafi verið 35-22 í hálfleik. Skallagrímur skoraði átta stig í fjórða leikhlutanum. Kristen Denise McCarthy var stigahæst hjá Snæfell með 26 stig og tók tuttugu fráköst en Gunnhildur Gunnarsdóttir gerði tíu. Shequila Joseph skoraði tólf stig fyrir Skallagrím sem er í sjötta sætinu með tólf stig.Staðan í heild sinni (fjögur efstu sætin fara í úrslit): 1. KR - 28 stig 2. Keflavík - 28 stig 3. Valur - 26 stig 4. Snæfell - 24 stig 5. Stjarnan - 22 stig 6. Skallagrímur - 12 stig 7. Haukar - 10 stig 8. Breiðablik - 2 stig Dominos-deild kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
KR er komið á toppinn í Dominos-deild kvenna eftir öruggan sigur á botnliði Breiðablik, 102-81, er liðin mættust í Kópavogi í kvöld en nítjánda umferðin fór öll fram í kvöld. KR byrjaði af miklum krafti og skoraði að vild í fyrsta leikhlutanum. Þær leiddu 36-20 eftir hann og svo 59-38 í hálfleik. Eftirleikurinn nokkur auðveldur og KR náði að dreifa álaginu í síðari hálfleik. Kiana Johnson átti stórkostlegan leik fyrir KR. Hún skoraði 50 stig, tók sextán fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Algjörlega biluð tölfræði. KR er jafnt Keflavík á toppi deildarinnar en með betri innbyrðis viðureignir. Í liði Blika var það einu sinni sem oftar Ivory Crawford sem var stigahæst með 21 stig, níu fráköst og fimm stoðsendingar en Breiðablik er á botni Dominos-deildarinnar með tvö stig. Allar líkur á að þær spili í B-deildinni á næstu leiktíð. Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan sigur á Haukum á heimavelli, 79-75, en með sigrinum er Stjarnan áfram í fimmta sætinu, tveimur stigum frá úrslitakeppnissæti. Haukar eru áfram í sjöunda sætinu með tíu stig. Danielle Victoria Rodriguez var frábær í liði Stjörnunar. Hún skoraði 28 stig og tók þar að auki þrettán fráköst og gaf sjö stoðendingar. Bríet Sif Hinriskdóttir gerði 21 stig. LeLe Hardy gerði tuttugu stig fyrir Hauka auk þess að rífa niður fjórtán fráköst. Hún gaf einnig sjö stoðsendingar en Eva Margrét Kristjánsdóttir gerði sextán stig og Þóra Kristín Jónsdóttir tólf. Snæfell er áfram í fjórða sætinu eftir að hafa burstað Skallagrím í slagnum um vesturlandið er Snæfell hafði að lokum betur, 79-42, eftir að staðan hafi verið 35-22 í hálfleik. Skallagrímur skoraði átta stig í fjórða leikhlutanum. Kristen Denise McCarthy var stigahæst hjá Snæfell með 26 stig og tók tuttugu fráköst en Gunnhildur Gunnarsdóttir gerði tíu. Shequila Joseph skoraði tólf stig fyrir Skallagrím sem er í sjötta sætinu með tólf stig.Staðan í heild sinni (fjögur efstu sætin fara í úrslit): 1. KR - 28 stig 2. Keflavík - 28 stig 3. Valur - 26 stig 4. Snæfell - 24 stig 5. Stjarnan - 22 stig 6. Skallagrímur - 12 stig 7. Haukar - 10 stig 8. Breiðablik - 2 stig
Dominos-deild kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira