Farðu í Adidas skóna þína eða við sektum þig um 139 milljónir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2018 09:00 Rafinha. Vísir/Getty Rafael Alcantara do Nascimento, sem oftast er kallaður bara Rafinha, er leikmaður Barcelona og brasilíska landsliðsins. Hann vissi ekki betur en að samningur sinn við Adidas væri runninn út en góða gamla smáa letrið fór framhjá kappanum. Rafinha hélt að samningur sinn við þýska íþróttavöruframleiðandann Adidas hafi runnið út í sumar og fór hann í framhaldinu að spila í Mizuno skóm. Forráðamenn Adidas töldu á sér brotið og lögsóttu hann. Núna er staðan þannig að Rafinha þarf að fara í Adidas skóna sína eða hann verður sektaður um eina milljón evra sem eru rúmlega 139 milljónir íslenskra króna.Rafinha has been issued an ultimatum... wear Adidas boots again, or face a fine of up to 1m euros. ➡ https://t.co/bwR5OiER4kpic.twitter.com/dlD2MUkdDo — BBC Sport (@BBCSport) December 19, 2018„Þó að hann sé ekki lögfræðingur þá ætti hann að vita um hvað styrktarsamningar snúast,“ sagði dómarinn áður en hann gaf fyrrnefndan úrskurð. Málið var tekið fyrir í dómstól í Amsterdam þar sem samningurinn var undirritaður. Rafinha þarf að greiða tíu þúsund evrur fyrir hvern dag sem hann fylgir ekki umræddum samningi og sú upphæð getur mest farið upp í eina milljón evra. Rafinha þurfti einnig að borga fyrir allan lögfræðikostnað vegna málsins. Hann slapp reyndar ágætlega því Adidas sóttist eftir því að Rafinha greiddi hundrað þúsund evrur fyrir hvern dag síðan 1. júlí þegar hann hætti að virða samning sinn. Rafinha hefur verið óheppinn með meiðsli og sleit nýverið krossband í hné. Hann heldur því fram að hann hafi ekki fengið neinn stuðning frá Adidas í meiðslum sínum og að umrædd fimm ára endurnýjun á Adidas samingnum hafi verið falin í smáa letrinum í samningnum,. Rafinha er 25 ára gamall og hefur verið hjá Barcelona alla sína tíð. Hann er yngri bróðir Thiago Alcantara sem lék einnig með Barcelona en er núna hjá Bayern München. Spænski boltinn Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira
Rafael Alcantara do Nascimento, sem oftast er kallaður bara Rafinha, er leikmaður Barcelona og brasilíska landsliðsins. Hann vissi ekki betur en að samningur sinn við Adidas væri runninn út en góða gamla smáa letrið fór framhjá kappanum. Rafinha hélt að samningur sinn við þýska íþróttavöruframleiðandann Adidas hafi runnið út í sumar og fór hann í framhaldinu að spila í Mizuno skóm. Forráðamenn Adidas töldu á sér brotið og lögsóttu hann. Núna er staðan þannig að Rafinha þarf að fara í Adidas skóna sína eða hann verður sektaður um eina milljón evra sem eru rúmlega 139 milljónir íslenskra króna.Rafinha has been issued an ultimatum... wear Adidas boots again, or face a fine of up to 1m euros. ➡ https://t.co/bwR5OiER4kpic.twitter.com/dlD2MUkdDo — BBC Sport (@BBCSport) December 19, 2018„Þó að hann sé ekki lögfræðingur þá ætti hann að vita um hvað styrktarsamningar snúast,“ sagði dómarinn áður en hann gaf fyrrnefndan úrskurð. Málið var tekið fyrir í dómstól í Amsterdam þar sem samningurinn var undirritaður. Rafinha þarf að greiða tíu þúsund evrur fyrir hvern dag sem hann fylgir ekki umræddum samningi og sú upphæð getur mest farið upp í eina milljón evra. Rafinha þurfti einnig að borga fyrir allan lögfræðikostnað vegna málsins. Hann slapp reyndar ágætlega því Adidas sóttist eftir því að Rafinha greiddi hundrað þúsund evrur fyrir hvern dag síðan 1. júlí þegar hann hætti að virða samning sinn. Rafinha hefur verið óheppinn með meiðsli og sleit nýverið krossband í hné. Hann heldur því fram að hann hafi ekki fengið neinn stuðning frá Adidas í meiðslum sínum og að umrædd fimm ára endurnýjun á Adidas samingnum hafi verið falin í smáa letrinum í samningnum,. Rafinha er 25 ára gamall og hefur verið hjá Barcelona alla sína tíð. Hann er yngri bróðir Thiago Alcantara sem lék einnig með Barcelona en er núna hjá Bayern München.
Spænski boltinn Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira