Bjóst ekki við því að spila einn daginn fyrir íslenska landsliðið Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. nóvember 2018 08:30 Danero býst hér til að skjóta á æfingu landsliðsins í Valsheimilinu í gær. Fréttablaðið/sigtryggur ari Danero Thomas gæti leikið þriðja leik sinn fyrir íslenska landsliðið en þann fyrsta á heimavelli á fimmtudaginn þegar Ísland mætir Belgíu í Laugardalshöll. Íslenska liðið þarf nauðsynlega á sigri að halda í undankeppni EuroBasket 2021 þar sem Ísland er með Portúgal og Belgíu í riðli. Danero fékk íslenskan ríkisborgararétt í sumar og lék fyrstu leiki sína fyrir landsliðið í æfingarleikjum gegn Noregi í haust. Vandræði með skráningu persónuupplýsinga Danero ollu því að hann gat ekki tekið þátt í leiknum gegn Portúgal ytra stuttu síðar en búið er að ganga frá því í samstarfi við FIBA. Gæti hann því leikið fyrsta leik sinn í Laugardalshöll á fimmtudaginn verði hann valinn en þjálfarateymið þarf að velja á milli Danero eða Collins Pryor. Sjálfur kvaðst hann vera spenntur fyrir leiknum. „Ég get ekki beðið, þetta verður skemmtilegur dagur fyrir mig og fjölskyldu mína sem verður í stúkunni. Ísland er annað heimili mitt og strákarnir hafa tekið mér opnum örmum. Ég get ekki beðið eftir leiknum.“ Aðspurður sagðist hann ekki hafa búist við því að leika einn daginn fyrir íslenska landsliðið þegar hann samdi við KR árið 2012. Hann samdi í sumar við Tindastól, sjöunda félag hans á Íslandi. „Ég bjóst ekki við því að spila einn daginn fyrir Ísland en ég reyni að njóta þess. Ég klæðist þessari treyju með stolti og reyni að njóta stundarinnar. Það er undir mér komið að stýra tilfinningunum og einblína á það sem gerist inni á vellinum Það gæti þó reynst erfitt að læra þjóðsönginn,“ sagði hann hlæjandi. „Ég nýt þess að spila og æfa með þessum strákum og ég er að læra heilmargt á hverjum degi.“ Danero á von á erfiðum leik gegn Belgíu en Ísland þarf að vinna leikinn enda fer aðeins eitt lið áfram á lokastig undankeppninnar. „Það eru allir jákvæðir í hópnum, við mætum í þennan leik fullir sjálfstrausts og ef við gerum hlutina rétt getum við náð í góð úrslit. Þetta er stórleikur og við þurfum að vinna þennan leik. Það var svekkjandi að tapa í Portúgal en núna þurfum við að taka það sem við lærðum af því og vinna þennan leik til að bæta upp fyrir tapleikinn gegn Portúgal.“ Íslenska liðið saknar Martins Hermannssonar sem hefur verið í lykilhlutverki undanfarin ár. „Þegar einn leikmaður dettur út verður sá næsti að stíga upp. Það eru margir reynslumiklir leikmenn í þessum hóp sem er lykilatriði og það er undir okkur komið að finna lausnir. Við munum reyna að spila af hörku og halda hraða í leiknum, belgíska liðið vill hægja á leiknum en það er undir okkur komið að nýta okkur það.“ Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira
Danero Thomas gæti leikið þriðja leik sinn fyrir íslenska landsliðið en þann fyrsta á heimavelli á fimmtudaginn þegar Ísland mætir Belgíu í Laugardalshöll. Íslenska liðið þarf nauðsynlega á sigri að halda í undankeppni EuroBasket 2021 þar sem Ísland er með Portúgal og Belgíu í riðli. Danero fékk íslenskan ríkisborgararétt í sumar og lék fyrstu leiki sína fyrir landsliðið í æfingarleikjum gegn Noregi í haust. Vandræði með skráningu persónuupplýsinga Danero ollu því að hann gat ekki tekið þátt í leiknum gegn Portúgal ytra stuttu síðar en búið er að ganga frá því í samstarfi við FIBA. Gæti hann því leikið fyrsta leik sinn í Laugardalshöll á fimmtudaginn verði hann valinn en þjálfarateymið þarf að velja á milli Danero eða Collins Pryor. Sjálfur kvaðst hann vera spenntur fyrir leiknum. „Ég get ekki beðið, þetta verður skemmtilegur dagur fyrir mig og fjölskyldu mína sem verður í stúkunni. Ísland er annað heimili mitt og strákarnir hafa tekið mér opnum örmum. Ég get ekki beðið eftir leiknum.“ Aðspurður sagðist hann ekki hafa búist við því að leika einn daginn fyrir íslenska landsliðið þegar hann samdi við KR árið 2012. Hann samdi í sumar við Tindastól, sjöunda félag hans á Íslandi. „Ég bjóst ekki við því að spila einn daginn fyrir Ísland en ég reyni að njóta þess. Ég klæðist þessari treyju með stolti og reyni að njóta stundarinnar. Það er undir mér komið að stýra tilfinningunum og einblína á það sem gerist inni á vellinum Það gæti þó reynst erfitt að læra þjóðsönginn,“ sagði hann hlæjandi. „Ég nýt þess að spila og æfa með þessum strákum og ég er að læra heilmargt á hverjum degi.“ Danero á von á erfiðum leik gegn Belgíu en Ísland þarf að vinna leikinn enda fer aðeins eitt lið áfram á lokastig undankeppninnar. „Það eru allir jákvæðir í hópnum, við mætum í þennan leik fullir sjálfstrausts og ef við gerum hlutina rétt getum við náð í góð úrslit. Þetta er stórleikur og við þurfum að vinna þennan leik. Það var svekkjandi að tapa í Portúgal en núna þurfum við að taka það sem við lærðum af því og vinna þennan leik til að bæta upp fyrir tapleikinn gegn Portúgal.“ Íslenska liðið saknar Martins Hermannssonar sem hefur verið í lykilhlutverki undanfarin ár. „Þegar einn leikmaður dettur út verður sá næsti að stíga upp. Það eru margir reynslumiklir leikmenn í þessum hóp sem er lykilatriði og það er undir okkur komið að finna lausnir. Við munum reyna að spila af hörku og halda hraða í leiknum, belgíska liðið vill hægja á leiknum en það er undir okkur komið að nýta okkur það.“
Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira