Vinn oftast best undir pressu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. nóvember 2018 13:00 Ásgerður Stefanía er farin úr Garðabænum. vísir/eyþór Valur fékk heldur betur góðan liðsstyrk um helgina þegar Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Lillý Rut Hlynsdóttir skrifuðu undir samning við félagið. Sú síðarnefnda kemur frá Þór/KA. Lillý, sem er 21 árs varnarmaður, hefur leikið 110 leiki með Þór/KA í Pepsi-deildinni og varð Íslandsmeistari með liðinu í fyrra. Hún hefur leikið fjölda leikja fyrir yngri landslið Íslands. Ásgerður, sem er 31 árs, kemur frá Stjörnunni þar sem hún hefur leikið síðan 2005 og verið fyrirliði undanfarin ár. Ásgerður átti ríkan þátt í því að Stjarnan komst í hóp bestu liða landsins og varð fjórum sinnum Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari með Garðabæjarliðinu. Nú taka hins vegar við nýjar áskoranir hjá henni. „Þetta heillaði mig strax þegar ég talaði við Pétur [Pétursson, þjálfara liðsins], bæði hans hugmyndir og svo félagið í heild sinni,“ sagði Ásgerður í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún segir að viðræður við Stjörnuna hafi ekki gengið upp. „Um tveimur vikum eftir tímabilið lá fyrir að ég myndi yfirgefa Stjörnuna. Þetta gekk bara ekki upp. Við vorum á mismunandi stað. Það er mikil endurnýjun í gangi hjá Stjörnunni og við náðum ekki saman,“ sagði Ásgerður. Ásgerður segir að Valur hafi verið eina liðið sem hún fór í alvöru viðræður við. „Það var eitthvað í boði en mér fannst Valur mest heillandi. Ég fór ekki í djúpar viðræður við önnur félög.“ Ásgerður hefur leikið með Stjörnunni í 13 ár, alls 218 leiki í efstu deild auk 40 bikarleikja. Síðustu ár hefur hún verið fyrirliði Stjörnunnar og andlit liðsins út á við. Hún segir að það hafi vissulega verið erfitt að yfirgefa Garðabæinn. „Mér finnst ótrúlega erfitt að kveðja félagið á þessum tímapunkti en stundum þarf maður að hugsa um sjálfan sig og í þessu tilfelli gerði ég það,“ sagði Ásgerður. „Þetta var stór og erfið ákvörðun. Einhver vitur maður sagði að erfiðustu ákvarðanirnar væru alltaf réttar og ég vona að það sé þannig. Ég hef leikið með Stjörnunni nær allan minn meistaraflokksferil og er félaginu og öllum í kringum það þakklát.“ Valur varð síðast Íslandsmeistari í kvennaflokki 2010. Biðin eftir titli á Hlíðarenda er því orðin ansi löng og því á að breyta. Ásgerður hjálpaði Stjörnunni að komast á toppinn á sínum tíma og vonast til að geta gert það sama hjá Val. „Það var spennandi að koma inn og reyna að ná í titil. Þetta er rosalega spennandi leikmannahópur. Auðvitað er það krefjandi verkefni að ná í þessa stóru titla,“ sagði Ásgerður sem segist eiga nóg eftir. „Mér finnst það. Ég hef sjaldan haft jafn mikinn eldmóð og kraft. Eflaust eru einhverjar efasemdarraddir um það eftir að ég kom til baka eftir barnsburð í fyrra. En ég vinn oftast best undir pressu,“ sagði Ásgerður sem fer á sína fyrstu æfingu með Val í dag. „Það verður örugglega mjög skrítið að mæta ekki á æfingu á Samsung-völlinn í nóvember. En ég þekki flestar í Valsliðinu; hef æft með þeim í landsliðinu og sumumþegar ég var hjá Kristianstad í Svíþjóð,“ sagði Ásgerður að endingu. Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Valur fékk heldur betur góðan liðsstyrk um helgina þegar Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Lillý Rut Hlynsdóttir skrifuðu undir samning við félagið. Sú síðarnefnda kemur frá Þór/KA. Lillý, sem er 21 árs varnarmaður, hefur leikið 110 leiki með Þór/KA í Pepsi-deildinni og varð Íslandsmeistari með liðinu í fyrra. Hún hefur leikið fjölda leikja fyrir yngri landslið Íslands. Ásgerður, sem er 31 árs, kemur frá Stjörnunni þar sem hún hefur leikið síðan 2005 og verið fyrirliði undanfarin ár. Ásgerður átti ríkan þátt í því að Stjarnan komst í hóp bestu liða landsins og varð fjórum sinnum Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari með Garðabæjarliðinu. Nú taka hins vegar við nýjar áskoranir hjá henni. „Þetta heillaði mig strax þegar ég talaði við Pétur [Pétursson, þjálfara liðsins], bæði hans hugmyndir og svo félagið í heild sinni,“ sagði Ásgerður í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún segir að viðræður við Stjörnuna hafi ekki gengið upp. „Um tveimur vikum eftir tímabilið lá fyrir að ég myndi yfirgefa Stjörnuna. Þetta gekk bara ekki upp. Við vorum á mismunandi stað. Það er mikil endurnýjun í gangi hjá Stjörnunni og við náðum ekki saman,“ sagði Ásgerður. Ásgerður segir að Valur hafi verið eina liðið sem hún fór í alvöru viðræður við. „Það var eitthvað í boði en mér fannst Valur mest heillandi. Ég fór ekki í djúpar viðræður við önnur félög.“ Ásgerður hefur leikið með Stjörnunni í 13 ár, alls 218 leiki í efstu deild auk 40 bikarleikja. Síðustu ár hefur hún verið fyrirliði Stjörnunnar og andlit liðsins út á við. Hún segir að það hafi vissulega verið erfitt að yfirgefa Garðabæinn. „Mér finnst ótrúlega erfitt að kveðja félagið á þessum tímapunkti en stundum þarf maður að hugsa um sjálfan sig og í þessu tilfelli gerði ég það,“ sagði Ásgerður. „Þetta var stór og erfið ákvörðun. Einhver vitur maður sagði að erfiðustu ákvarðanirnar væru alltaf réttar og ég vona að það sé þannig. Ég hef leikið með Stjörnunni nær allan minn meistaraflokksferil og er félaginu og öllum í kringum það þakklát.“ Valur varð síðast Íslandsmeistari í kvennaflokki 2010. Biðin eftir titli á Hlíðarenda er því orðin ansi löng og því á að breyta. Ásgerður hjálpaði Stjörnunni að komast á toppinn á sínum tíma og vonast til að geta gert það sama hjá Val. „Það var spennandi að koma inn og reyna að ná í titil. Þetta er rosalega spennandi leikmannahópur. Auðvitað er það krefjandi verkefni að ná í þessa stóru titla,“ sagði Ásgerður sem segist eiga nóg eftir. „Mér finnst það. Ég hef sjaldan haft jafn mikinn eldmóð og kraft. Eflaust eru einhverjar efasemdarraddir um það eftir að ég kom til baka eftir barnsburð í fyrra. En ég vinn oftast best undir pressu,“ sagði Ásgerður sem fer á sína fyrstu æfingu með Val í dag. „Það verður örugglega mjög skrítið að mæta ekki á æfingu á Samsung-völlinn í nóvember. En ég þekki flestar í Valsliðinu; hef æft með þeim í landsliðinu og sumumþegar ég var hjá Kristianstad í Svíþjóð,“ sagði Ásgerður að endingu.
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira