Comcast yfirbauð Fox í baráttunni hatrömmu um Sky Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2018 21:59 Enska úrvalsdeildin er ein þekktasta vara Sky. Vísir/Getty Bandaríski fjölvarpsrisinn Comcast mun kaupa 61 prósenta hlut í breska sjónvarpsfyrirtækinu Sky eftir að Comcast yfirbauð 21 Century Fox á uppboði breskra samkeppnisyfirvalda á hlutunum. Félögin hafa hart barist um hlutina sem nú voru á uppboði það sem af er ári. BBC greinir frá. Eftir að félögin tvö höfðu sent inn fjölmörg boð í Sky ákváðu samkeppnisyfirvöld að besta leiðin til þess að leiða málið til lykta væri svokallað blint uppboð (e. blind auction). Fengu bæði fyrirtæki því tækifæri til þess að senda inn sitt tilboð í lokuðu umslagi. Það tilboð sem yrði hærra fengi að gera hluthöfum tilboð í hin 61 prósenta hlut. Þegar tilboðin voru opnuð kom í ljós að Comcast hafði boðið 38,8 milljarða dollara, um 3.700 milljarða króna, í ráðandi hlut í Sky. Tilboð 21 Century Fox var um tíu prósent lægra. Ljóst er því að Comcast hækkaði síðasta tilboð sitt fyrir uppboðið til muna en í sumar bauð Comcast 30 milljarða dollara, um 3.300 milljarða króna. Sky hefur þegar ráðlagt hluthöfum sínum að ganga að tilboði Comcast. Sky var af fyrirtækjunum talinn álitlegur kostur þar sem um 23 milljónir eru áskrifendur að sjónvarpsþjónustu fyrirtækisins. Þar vegur þyngst sýningarréttur á ensku úrvalsdeildinni sem hefur skilað fyrirtækinu miklum hagnaði.Í umfjöllun Verge um uppboðið segir að með þessu hafi Comcast tekist að skjóta 21 Century Fox, og þá Disney, sem nýverið keypti Fox, ref fyrir rass en bæði Comcast og Disney hafa að undanförnu leitað leiða til þess að mæta aukinni samkeppni frá Netflix og Amazon. Fox á nú þegar 39 prósenta hlut í Sky en óvíst er hvort fyrirtækið muni selja eða halda hlut sínum nú þegar Comcast mun kaupa hin 61 prósentin. Amazon Disney Fjölmiðlar Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bandaríski fjölvarpsrisinn Comcast mun kaupa 61 prósenta hlut í breska sjónvarpsfyrirtækinu Sky eftir að Comcast yfirbauð 21 Century Fox á uppboði breskra samkeppnisyfirvalda á hlutunum. Félögin hafa hart barist um hlutina sem nú voru á uppboði það sem af er ári. BBC greinir frá. Eftir að félögin tvö höfðu sent inn fjölmörg boð í Sky ákváðu samkeppnisyfirvöld að besta leiðin til þess að leiða málið til lykta væri svokallað blint uppboð (e. blind auction). Fengu bæði fyrirtæki því tækifæri til þess að senda inn sitt tilboð í lokuðu umslagi. Það tilboð sem yrði hærra fengi að gera hluthöfum tilboð í hin 61 prósenta hlut. Þegar tilboðin voru opnuð kom í ljós að Comcast hafði boðið 38,8 milljarða dollara, um 3.700 milljarða króna, í ráðandi hlut í Sky. Tilboð 21 Century Fox var um tíu prósent lægra. Ljóst er því að Comcast hækkaði síðasta tilboð sitt fyrir uppboðið til muna en í sumar bauð Comcast 30 milljarða dollara, um 3.300 milljarða króna. Sky hefur þegar ráðlagt hluthöfum sínum að ganga að tilboði Comcast. Sky var af fyrirtækjunum talinn álitlegur kostur þar sem um 23 milljónir eru áskrifendur að sjónvarpsþjónustu fyrirtækisins. Þar vegur þyngst sýningarréttur á ensku úrvalsdeildinni sem hefur skilað fyrirtækinu miklum hagnaði.Í umfjöllun Verge um uppboðið segir að með þessu hafi Comcast tekist að skjóta 21 Century Fox, og þá Disney, sem nýverið keypti Fox, ref fyrir rass en bæði Comcast og Disney hafa að undanförnu leitað leiða til þess að mæta aukinni samkeppni frá Netflix og Amazon. Fox á nú þegar 39 prósenta hlut í Sky en óvíst er hvort fyrirtækið muni selja eða halda hlut sínum nú þegar Comcast mun kaupa hin 61 prósentin.
Amazon Disney Fjölmiðlar Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira