„Meistaradeildin er Disneyland fótboltans“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2018 14:00 Luciano Spalletti tekur af sér sjálfu með stuðningsmönnum Inter. Vísir/Getty Luciano Spalletti er mættur með lið Internazionale í Meistaradeildina og lætur eins og krakki í ævintýraheimi Disneyland. Svo lýsir hann allavega tilfinningunni sjálfur. Luciano Spalletti tók við liði Internazionale fyrir síðasta tímabil og kom því inn í Meistaradeildina í fyrsta sinn í sex ár eða síðan tímabilið 2011-12. Internazionale náði fjórða sætinu og hækkaði sig um þrjú sæti frá tímabilinu á undan. Fyrsti leikur Internazionale í Meistaradeildinni í ár er jafnframt fyrsti leikur Meistaradeildarinnar en liðið tekur á móti Tottenham á San Siro klukkan 16.55 í dag. Leikurinn verður sýndir beint á Stöð 2 Sport. „Meistaradeildin færir manni fallega upplifun eins og að vera staddur í skemmtigarði fótboltans,“ sagði Luciano Spalletti á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Það fallega við Meistaradeildina er að hún breytir leikvöngum í Disneyland fótboltans þar sem draumar allra geta ræst,“ sagði Spalletti.The music, the lights, the excitement! Luciano Spalletti has compared the Champions League to Disneyland!#UCLpic.twitter.com/G6yLUf6hXg — Goal (@goal) September 18, 2018Internazionale hefur aðeins náð í fjögur stig út úr fyrstu fjórum deildarleikjum tímabilsins og er í 15. sæti ítölsku deildarinnar. Það mætti halda að hugur Luciano Spalletti hafi kannski verið við Meistaradeildina í upphafi tímabilsins. Internazionale fór í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar þegar liðið var það síðast 2011-12 og datt þá út fyrir franska félaginu Marseille. Tveimur tímabilum fyrr, 2009-2010, þá vann Internazionale Meistaradeildina undir stjórn Jose Mourinho. Luciano Spalletti hefur stjórnað liðum í 51 leik í Meistaradeildinni og unnið 20 þeirra. Lengst komst hann lið AS Roma í átta liða úrslitin 2007 og 2008. Hann fór lengst með lið Zenit St. Petersburg í sextán liða úrslit. Síðasti Meistaradeildarleikur hans var með AS Roma á móti Real Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinar 8. mars 2016. Real Madrid vann 2-0 með mörkum Cristiano Ronaldo og James Rodríguez en spænska liðið fór síðan alla leið og vann Meistaradeildina. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira
Luciano Spalletti er mættur með lið Internazionale í Meistaradeildina og lætur eins og krakki í ævintýraheimi Disneyland. Svo lýsir hann allavega tilfinningunni sjálfur. Luciano Spalletti tók við liði Internazionale fyrir síðasta tímabil og kom því inn í Meistaradeildina í fyrsta sinn í sex ár eða síðan tímabilið 2011-12. Internazionale náði fjórða sætinu og hækkaði sig um þrjú sæti frá tímabilinu á undan. Fyrsti leikur Internazionale í Meistaradeildinni í ár er jafnframt fyrsti leikur Meistaradeildarinnar en liðið tekur á móti Tottenham á San Siro klukkan 16.55 í dag. Leikurinn verður sýndir beint á Stöð 2 Sport. „Meistaradeildin færir manni fallega upplifun eins og að vera staddur í skemmtigarði fótboltans,“ sagði Luciano Spalletti á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Það fallega við Meistaradeildina er að hún breytir leikvöngum í Disneyland fótboltans þar sem draumar allra geta ræst,“ sagði Spalletti.The music, the lights, the excitement! Luciano Spalletti has compared the Champions League to Disneyland!#UCLpic.twitter.com/G6yLUf6hXg — Goal (@goal) September 18, 2018Internazionale hefur aðeins náð í fjögur stig út úr fyrstu fjórum deildarleikjum tímabilsins og er í 15. sæti ítölsku deildarinnar. Það mætti halda að hugur Luciano Spalletti hafi kannski verið við Meistaradeildina í upphafi tímabilsins. Internazionale fór í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar þegar liðið var það síðast 2011-12 og datt þá út fyrir franska félaginu Marseille. Tveimur tímabilum fyrr, 2009-2010, þá vann Internazionale Meistaradeildina undir stjórn Jose Mourinho. Luciano Spalletti hefur stjórnað liðum í 51 leik í Meistaradeildinni og unnið 20 þeirra. Lengst komst hann lið AS Roma í átta liða úrslitin 2007 og 2008. Hann fór lengst með lið Zenit St. Petersburg í sextán liða úrslit. Síðasti Meistaradeildarleikur hans var með AS Roma á móti Real Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinar 8. mars 2016. Real Madrid vann 2-0 með mörkum Cristiano Ronaldo og James Rodríguez en spænska liðið fór síðan alla leið og vann Meistaradeildina.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira