Ólafía Þórunn endaði í 11. sæti í Frakklandi Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 9. september 2018 15:17 Ólafía missti dampinn örlítið í lokin en það skilaði henni engu að síður 11. sætinu Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lauk leik í dag á Lacoste Ladies Open de France mótinu en mótið er hluti af LET Evrópumótaröðinni en hún endaði í 11. sæti. Ólafía lék á einu höggi undir pari í dag og samtals lék hún á sjö höggum undir pari. Hún var fimm höggum á eftir Caroline Hedwall sem sigraði mótið eftir stórkostlegan lokahring, en sú sænska lék á 9 höggum undir pari í dag. Ólafía spilaði flott golf framan af í dag og eftir fyrri níu holurnar var hún á tveimur höggum undir pari. Hún fékk fugla á 2. og 9. holu vallarins. Á 11. holu nældi Ólafía sér í annan fugl en fyrsti skolli dagsins kom svo á næstu holu. Hún bætti hins vegar fyrir það og fékk fugl á 14. holu. Þegar fjórar holur voru eftir var Ólafía í toppbaráttu en þá var hún í fjórða sæti. En þá komu tveir skollar í röð, á 15. og 16. holu og féll hún niður í 11. sæti. Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lauk leik í dag á Lacoste Ladies Open de France mótinu en mótið er hluti af LET Evrópumótaröðinni en hún endaði í 11. sæti. Ólafía lék á einu höggi undir pari í dag og samtals lék hún á sjö höggum undir pari. Hún var fimm höggum á eftir Caroline Hedwall sem sigraði mótið eftir stórkostlegan lokahring, en sú sænska lék á 9 höggum undir pari í dag. Ólafía spilaði flott golf framan af í dag og eftir fyrri níu holurnar var hún á tveimur höggum undir pari. Hún fékk fugla á 2. og 9. holu vallarins. Á 11. holu nældi Ólafía sér í annan fugl en fyrsti skolli dagsins kom svo á næstu holu. Hún bætti hins vegar fyrir það og fékk fugl á 14. holu. Þegar fjórar holur voru eftir var Ólafía í toppbaráttu en þá var hún í fjórða sæti. En þá komu tveir skollar í röð, á 15. og 16. holu og féll hún niður í 11. sæti.
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira