Woods rétt slapp í gegnum niðurskurðinn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. ágúst 2018 09:01 Tiger Woods Vísir/Getty Brooks Koepka hefur verið einn besti kylfingur ársins og vann tvö af fjórum risamótum sumarsins. Hann er jafn í forystu á fyrsta móti úrslitakeppninnar um FedEx bikarinn á PGA mótaröðinni. Koepka vann Opna bandaríska risamótið og PGA meistaramótið í sumar. Hann fór annan hring á Northern Trust mótinu á 65 höggum í gær, sem er sex undir pari og er Koepka því á tíu höggum undir pari í mótinu, líkt og Jamie Lovemark. Northern Trust mótið er fyrsta mótið af fjórum í úrslitakeppninni um FedEx bikarinn. 125 stigahæstu kylfingarnir til þessa á PGA mótaröðinni fengu þáttökurétt á mótinu. Á næsta mót komast 100 stigahæstu kylfingarnir, svo verður skorið niður í 70 og á lokamótinu fá aðeins 30 stigahæstu kylfingarnir þáttökurétt.Highlights from Round 2 at @TheNTGolf:@DJohnsonPGA@TigerWoods Adam Scott@BKoepka Jamie Lovemark@TommyFleetwood1pic.twitter.com/Z0CjTP4WYM — PGA TOUR (@PGATOUR) August 25, 2018 Tiger Woods rétt slapp í gegnum niðurskurðinn á mótinu, hann er á pari vallarins eftir að hafa verið í vandræðum með púttin í gær. Niðurskurðarlínan var við eitt högg yfir par. Woods var í 20. sæti FedEx stigalistans áður en mótið hófst og því ætti hann að vera öruggur um að lenda á meðal 100 efstu og ná inn á næsta mót í úrslitakeppninni, sama hvað hann gerir um helgina. Adam Scott frá Ástralíu átti besta hring gærdagsins, hann fór á 64 höggum eða sjö höggum undir pari. Glæsileg spilamennska hans skilaði honum á níu högg undir pari, einu höggi frá Koepka og Lovemark í fyrsta sætinu. Bein útsending frá þriðja keppnisdegi hefst á Golfstöðinni klukkan 17:00.Adam Scott made 9 putts outside 5 feet on Friday. Highlights from his 7-under 64 at @TheNTGolf: pic.twitter.com/RZxEbs0Oc1 — PGA TOUR (@PGATOUR) August 25, 2018 Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Brooks Koepka hefur verið einn besti kylfingur ársins og vann tvö af fjórum risamótum sumarsins. Hann er jafn í forystu á fyrsta móti úrslitakeppninnar um FedEx bikarinn á PGA mótaröðinni. Koepka vann Opna bandaríska risamótið og PGA meistaramótið í sumar. Hann fór annan hring á Northern Trust mótinu á 65 höggum í gær, sem er sex undir pari og er Koepka því á tíu höggum undir pari í mótinu, líkt og Jamie Lovemark. Northern Trust mótið er fyrsta mótið af fjórum í úrslitakeppninni um FedEx bikarinn. 125 stigahæstu kylfingarnir til þessa á PGA mótaröðinni fengu þáttökurétt á mótinu. Á næsta mót komast 100 stigahæstu kylfingarnir, svo verður skorið niður í 70 og á lokamótinu fá aðeins 30 stigahæstu kylfingarnir þáttökurétt.Highlights from Round 2 at @TheNTGolf:@DJohnsonPGA@TigerWoods Adam Scott@BKoepka Jamie Lovemark@TommyFleetwood1pic.twitter.com/Z0CjTP4WYM — PGA TOUR (@PGATOUR) August 25, 2018 Tiger Woods rétt slapp í gegnum niðurskurðinn á mótinu, hann er á pari vallarins eftir að hafa verið í vandræðum með púttin í gær. Niðurskurðarlínan var við eitt högg yfir par. Woods var í 20. sæti FedEx stigalistans áður en mótið hófst og því ætti hann að vera öruggur um að lenda á meðal 100 efstu og ná inn á næsta mót í úrslitakeppninni, sama hvað hann gerir um helgina. Adam Scott frá Ástralíu átti besta hring gærdagsins, hann fór á 64 höggum eða sjö höggum undir pari. Glæsileg spilamennska hans skilaði honum á níu högg undir pari, einu höggi frá Koepka og Lovemark í fyrsta sætinu. Bein útsending frá þriðja keppnisdegi hefst á Golfstöðinni klukkan 17:00.Adam Scott made 9 putts outside 5 feet on Friday. Highlights from his 7-under 64 at @TheNTGolf: pic.twitter.com/RZxEbs0Oc1 — PGA TOUR (@PGATOUR) August 25, 2018
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira