Sveiflukenndur lokahringur hjá Ólafíu í Kanada Ísak Jasonarson skrifar 26. ágúst 2018 19:45 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag lokahringinn á CP Women's Open mótinu á LPGA mótaröðinni á einu höggi yfir pari. Hún endaði því mótið á einu höggi yfir pari í heildina og í 64. sæti. Ólafía Þórunn hóf leik á 10. teig á lokahringnum og lék sínar fyrri níu holur á tveimur höggum yfir pari eftir skrautlega byrjun þar sem hún fékk tvo skolla, einn tvöfaldan skolla og tvo fugla. Á seinni níu bætti Ólafía svo við sig tveimur skollum og þremur fuglum og kláraði hringinn á einu höggi yfir pari. Ólafía lék með Tiffany Chan og Cristie Kerr í dag en sú síðarnefnda er tvöfaldur risameistari og einn sigursælasti kylfingur mótaraðarinnar undanfarin ár. Kerr lék lokahringinn á 4 höggum undir pari. Þegar fréttin er skrifuð er Ólafía jöfn í 64. sæti en örfáir kylfingar eiga eftir að ljúka leik. Árangur hennar hefur lítil áhrif á stöðu hennar á stigalistanum því hún mun fara niður um eitt sæti á listanum þegar hann verður uppfærður eftir mótið. Ólafía situr því í 138. sæti á stigalistanum en 100 efstu halda þátttökurétti sínum á mótaröðinni í árslok.
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag lokahringinn á CP Women's Open mótinu á LPGA mótaröðinni á einu höggi yfir pari. Hún endaði því mótið á einu höggi yfir pari í heildina og í 64. sæti. Ólafía Þórunn hóf leik á 10. teig á lokahringnum og lék sínar fyrri níu holur á tveimur höggum yfir pari eftir skrautlega byrjun þar sem hún fékk tvo skolla, einn tvöfaldan skolla og tvo fugla. Á seinni níu bætti Ólafía svo við sig tveimur skollum og þremur fuglum og kláraði hringinn á einu höggi yfir pari. Ólafía lék með Tiffany Chan og Cristie Kerr í dag en sú síðarnefnda er tvöfaldur risameistari og einn sigursælasti kylfingur mótaraðarinnar undanfarin ár. Kerr lék lokahringinn á 4 höggum undir pari. Þegar fréttin er skrifuð er Ólafía jöfn í 64. sæti en örfáir kylfingar eiga eftir að ljúka leik. Árangur hennar hefur lítil áhrif á stöðu hennar á stigalistanum því hún mun fara niður um eitt sæti á listanum þegar hann verður uppfærður eftir mótið. Ólafía situr því í 138. sæti á stigalistanum en 100 efstu halda þátttökurétti sínum á mótaröðinni í árslok.
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira