Íslenska liðið Evrópumeistari í golfi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 11. ágúst 2018 16:58 Íslendingarnir með verðlaunin Vísir/Getty Ísland er Evrópumeistari í blandaðri liðakeppni í golfi eftir frábæra spilamennsku íslensku kylfinganna á Gleneagles golfsvæðinu í Skotlandi í dag. Keppni fór þannig fram að keppt var í liðum, karl og kona saman í pari og tvö pör í hverju liði. Keppt var í höggleik og skiptust kylfingarnir á höggum. Íslenska liðið var skipað þeim Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur og Axel Bóassyni annars vegar og Birgi Leif Hafþórssyni og Valdísi Þóru Jónsdóttur hins vegar. Ólafía og Axel byrjuðu frábærlega, fengu reyndar skolla á fyrstu holunni en fylgdu henni eftir með fjórum fuglum í röð. Á sama tíma voru Valdís og Birgir Leifur að leiða mjög stöðugt. Þegar stutt var liðið af keppninni var Ísland með þriggja högga forystu á toppi keppninnar, en samtals voru 11 lið í keppninni. Þá fór aðeins að halla undan fæti hjá báðum íslensku pörunum og spænska liðið Noemi Jimenez og Scott Ferandez lék á alls oddi og virtist ætla að sigla öruggum sigri í höfn. Íslensku kylfingarnir gáfust hins vegar ekki upp og áttu frábæran endasprett á meðan þau spænsku misstu flugið.Valdís og Birgir Leifur spiluðu virkilega velvísir/gettyValdís Þóra og Birgir Leifur kláruðu hringinn á þremur fuglum í röð, þar af stórglæsilegum fugli á 18. holunni. Birgir Leifur var óheppinn og innáhöggið hans lak af flötinni og niður í nokkuð erfiða stöðu. Skagamærin Valdís Þóra gerði sér hins vegar lítið fyrir og púttaði upp brekkuna og beint í holu, fugl og tvö högg undir pari á hringnum niðurstaðan hjá þeim. Ólafía og Axel fóru seinna af stað og áttu því nokkrar holur eftir þegar Valdís og Birgir höfðu lokið leik. Þau rétt misstu af erni á 16. holu en kláruðu auðveldan fugl og fyrir síðustu holuna, sem er par fimm, voru þau með eins höggs forystu og allir helstu keppinautarnir búnir að ljúka leik. Ólafía púttaði fyrir fugli en það fór rétt framhjá, auðvelt par og sigurinn svo gott sem í húfi. Eitt af ensku liðunum átti enn eftir að ljúka leik og þar var nýkrýndur sigurvegari Opna breska mótsins, Georgia Hall, að keppa. Hún var alveg líkleg til þess að stela sigrinum en náði því þó ekki og Ísland Evrópumeistari í blandaðri liðakeppni. Íslenska liðið kláraði leik samtals á þremur höggum undir pari. Í öðru sæti varð eitt af þremur liðum Bretlands á tveimur höggum undir pari og lið frá Svíþjóð og Spáni voru jöfn í þriðja á einu höggi undir pari. Þar sem veitt voru verðlaun um þrjú efstu sætin háðu þau bráðabana um bronsið. Þar vann sænska liðið eftir eina holu. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi keppni fer fram á þennan hátt, með blönduðum liðum karla og kvenna. Mótið er hluti af Meistaramóti Evrópu, sem einnig er að fara fram í fyrsta skipti, þar sem EM í mörgum íþróttagreinum eru haldin á sama tíma í Skotlandi og Berlín, Þýskalandi.Lokastaðanskjáskot/rúv Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ísland er Evrópumeistari í blandaðri liðakeppni í golfi eftir frábæra spilamennsku íslensku kylfinganna á Gleneagles golfsvæðinu í Skotlandi í dag. Keppni fór þannig fram að keppt var í liðum, karl og kona saman í pari og tvö pör í hverju liði. Keppt var í höggleik og skiptust kylfingarnir á höggum. Íslenska liðið var skipað þeim Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur og Axel Bóassyni annars vegar og Birgi Leif Hafþórssyni og Valdísi Þóru Jónsdóttur hins vegar. Ólafía og Axel byrjuðu frábærlega, fengu reyndar skolla á fyrstu holunni en fylgdu henni eftir með fjórum fuglum í röð. Á sama tíma voru Valdís og Birgir Leifur að leiða mjög stöðugt. Þegar stutt var liðið af keppninni var Ísland með þriggja högga forystu á toppi keppninnar, en samtals voru 11 lið í keppninni. Þá fór aðeins að halla undan fæti hjá báðum íslensku pörunum og spænska liðið Noemi Jimenez og Scott Ferandez lék á alls oddi og virtist ætla að sigla öruggum sigri í höfn. Íslensku kylfingarnir gáfust hins vegar ekki upp og áttu frábæran endasprett á meðan þau spænsku misstu flugið.Valdís og Birgir Leifur spiluðu virkilega velvísir/gettyValdís Þóra og Birgir Leifur kláruðu hringinn á þremur fuglum í röð, þar af stórglæsilegum fugli á 18. holunni. Birgir Leifur var óheppinn og innáhöggið hans lak af flötinni og niður í nokkuð erfiða stöðu. Skagamærin Valdís Þóra gerði sér hins vegar lítið fyrir og púttaði upp brekkuna og beint í holu, fugl og tvö högg undir pari á hringnum niðurstaðan hjá þeim. Ólafía og Axel fóru seinna af stað og áttu því nokkrar holur eftir þegar Valdís og Birgir höfðu lokið leik. Þau rétt misstu af erni á 16. holu en kláruðu auðveldan fugl og fyrir síðustu holuna, sem er par fimm, voru þau með eins höggs forystu og allir helstu keppinautarnir búnir að ljúka leik. Ólafía púttaði fyrir fugli en það fór rétt framhjá, auðvelt par og sigurinn svo gott sem í húfi. Eitt af ensku liðunum átti enn eftir að ljúka leik og þar var nýkrýndur sigurvegari Opna breska mótsins, Georgia Hall, að keppa. Hún var alveg líkleg til þess að stela sigrinum en náði því þó ekki og Ísland Evrópumeistari í blandaðri liðakeppni. Íslenska liðið kláraði leik samtals á þremur höggum undir pari. Í öðru sæti varð eitt af þremur liðum Bretlands á tveimur höggum undir pari og lið frá Svíþjóð og Spáni voru jöfn í þriðja á einu höggi undir pari. Þar sem veitt voru verðlaun um þrjú efstu sætin háðu þau bráðabana um bronsið. Þar vann sænska liðið eftir eina holu. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi keppni fer fram á þennan hátt, með blönduðum liðum karla og kvenna. Mótið er hluti af Meistaramóti Evrópu, sem einnig er að fara fram í fyrsta skipti, þar sem EM í mörgum íþróttagreinum eru haldin á sama tíma í Skotlandi og Berlín, Þýskalandi.Lokastaðanskjáskot/rúv
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira