Sýndi ungur afburðagáfur Hjörvar Ólafsson skrifar 4. ágúst 2018 09:00 Kári var með 19,9 stig, 4,6 fráköst og 4,9 stoðsendingar að meðaltali í leik með Haukum í fyrra. Vísir/ANdri Körfubolti Kári Jónsson tók risastórt skref á ferli sínum þegar hann skrifaði undir sinn fyrsta atvinnumannasamning og það var ekkert smálið sem verður fyrsti vettvangur hans í frumraun hans sem atvinnumaður. Hafnfirðingurinn samdi nefnilega við spænska stórliðið Barcelona, en hann mun æfa og spila með B-liði félagsins sem leikur í spænsku B-deildinni fyrst um sinn. Kári, sem er tvítugur, lék undir stjórn Finns Freys Stefánssonar þegar hann sló í gegn með U-20 ára landsliðinu í fyrra og hittifyrra. Íslenska liðið fór upp úr B-deild mótsins árið 2016 og lenti svo í áttunda sæti í A-deildinni árið eftir. Finnur Freyr telur að góð spilamennska hans þar hafi vakið athygli útsendara Katalónanna. „Það var fljótlega ljóst að Kári hafði einstakar körfuboltagáfur og að hann skildi leikinn afburða vel. Ég byrjaði að kljást við hann í yngri flokkunum og maður sá það strax að hann myndi komast langt. Hann hafði gríðarlegan leikskilning og þegar ég þjálfaði hann í U-15 og U-16 ára landsliðunum var hann með mjög þroskaðar pælingar um taktík og hvernig leikmenn myndu blómstra inni á vellinum,“ sagði Finnur Freyr um Kára. „Kári sýndi það þegar hann spilaði með okkur á Evrópumóti leikmanna yngri en 20 ára að hann er í sama gæðaflokki og sterkustu leikmenn í Evrópu í hans aldursflokki. Þarna voru ekki þeir leikmenn sem voru komnir að hjá NBA-liðum, en sterkustu leikmenn sem leika í Evrópu á þessum aldri og Kári stóðst þeim fyllilega snúning. Það kom honum á kortið og hann er að njóta góðs af því. Auk þess sem sú staðreynd að við fórum tvívegis á EuroBasket í A-landsliðinu varð til þess að útsendarar fóru að líta til íslenskra leikmanna,“ sagði Finnur um þróun Kára sem leikmanns. „Það sem hann skortir aðallega er líkamlegur styrkur og því mun hann klárlega bæta við sig hjá Barcelona. Hann mun fara í gegnum sama módel og aðalliðið hjá B-liðinu og vera í umhverfi þar sem hann á alla möguleika á að taka næsta skref sem leikmaður. Það er auðvitað mikill munur á gæðum leikmanna í A- og B-liðunum, en það er samgangur á milli liða og hann er að fara að æfa að einhverju leyti með aðalliðinu og hann mun græða helling á því,“ sagði Finnur um þetta skref Kára. „Það er nokkuð langur vegur á milli þess að leika með B-liði Barcelona og að koma sér að hjá aðalliðinu. En vonandi notar Kári þetta sem stökkpall til þess að komast enn lengra. Það er hins vegar ekkert slor að vera farinn að leika í spænsku B-deildinni á þeim aldri sem hann er á og það verður spennandi að sjá hann leika þar næsta vetur. Honum eru allir vegir færir í framtíðinni ef hann heldur rétt á spilunum,“ sagði Finnur um komandi keppnistímabil hjá Kára. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Körfubolti Kári Jónsson tók risastórt skref á ferli sínum þegar hann skrifaði undir sinn fyrsta atvinnumannasamning og það var ekkert smálið sem verður fyrsti vettvangur hans í frumraun hans sem atvinnumaður. Hafnfirðingurinn samdi nefnilega við spænska stórliðið Barcelona, en hann mun æfa og spila með B-liði félagsins sem leikur í spænsku B-deildinni fyrst um sinn. Kári, sem er tvítugur, lék undir stjórn Finns Freys Stefánssonar þegar hann sló í gegn með U-20 ára landsliðinu í fyrra og hittifyrra. Íslenska liðið fór upp úr B-deild mótsins árið 2016 og lenti svo í áttunda sæti í A-deildinni árið eftir. Finnur Freyr telur að góð spilamennska hans þar hafi vakið athygli útsendara Katalónanna. „Það var fljótlega ljóst að Kári hafði einstakar körfuboltagáfur og að hann skildi leikinn afburða vel. Ég byrjaði að kljást við hann í yngri flokkunum og maður sá það strax að hann myndi komast langt. Hann hafði gríðarlegan leikskilning og þegar ég þjálfaði hann í U-15 og U-16 ára landsliðunum var hann með mjög þroskaðar pælingar um taktík og hvernig leikmenn myndu blómstra inni á vellinum,“ sagði Finnur Freyr um Kára. „Kári sýndi það þegar hann spilaði með okkur á Evrópumóti leikmanna yngri en 20 ára að hann er í sama gæðaflokki og sterkustu leikmenn í Evrópu í hans aldursflokki. Þarna voru ekki þeir leikmenn sem voru komnir að hjá NBA-liðum, en sterkustu leikmenn sem leika í Evrópu á þessum aldri og Kári stóðst þeim fyllilega snúning. Það kom honum á kortið og hann er að njóta góðs af því. Auk þess sem sú staðreynd að við fórum tvívegis á EuroBasket í A-landsliðinu varð til þess að útsendarar fóru að líta til íslenskra leikmanna,“ sagði Finnur um þróun Kára sem leikmanns. „Það sem hann skortir aðallega er líkamlegur styrkur og því mun hann klárlega bæta við sig hjá Barcelona. Hann mun fara í gegnum sama módel og aðalliðið hjá B-liðinu og vera í umhverfi þar sem hann á alla möguleika á að taka næsta skref sem leikmaður. Það er auðvitað mikill munur á gæðum leikmanna í A- og B-liðunum, en það er samgangur á milli liða og hann er að fara að æfa að einhverju leyti með aðalliðinu og hann mun græða helling á því,“ sagði Finnur um þetta skref Kára. „Það er nokkuð langur vegur á milli þess að leika með B-liði Barcelona og að koma sér að hjá aðalliðinu. En vonandi notar Kári þetta sem stökkpall til þess að komast enn lengra. Það er hins vegar ekkert slor að vera farinn að leika í spænsku B-deildinni á þeim aldri sem hann er á og það verður spennandi að sjá hann leika þar næsta vetur. Honum eru allir vegir færir í framtíðinni ef hann heldur rétt á spilunum,“ sagði Finnur um komandi keppnistímabil hjá Kára.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira