Draumaferð til Tyrklands Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. júlí 2018 09:00 Tinna Óðinsdóttir er fyrirliði HK/Víkings í Pepsi-deildinni. vísir/Ernir Þegar 10 umferðir eru búnar af Pepsi-deild kvenna situr HK/Víkingur í 5. sæti með 13 stig, sjö stigum frá fallsæti. Í árlegri spá forráðamanna félaganna í Pepsi-deildinni var HK/Víkingi spáð falli. Tinna Óðinsdóttir, fyrirliði HK/Víkings, kveðst ánægð með uppskeruna hingað til en segir jafnframt að hún sé ekki framar vonum. „Við höfum náð stigum á móti liðum sem við bjuggumst alveg við að ná stigum af frá upphafi. Ég myndi ekki segja að þetta sé neitt framar vonum. En við erum ánægðar með að hafa klárað þessa leiki,“ sagði Tinna í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún ítrekaði mikilvægi þess að vinna sex stiga leikina gegn liðunum sem var spáð svipuðu gengi og HK/Víkingur fyrir tímabilið. „Það er mjög auðvelt að gíra sig upp fyrir leiki á móti stærri liðum. Aðaláskorunin voru leikirnir á móti liðunum sem ég myndi telja að væru neðar í deildinni. Það hefur gengið ágætlega en við töpuðum reyndar á móti Selfossi og náðum bara í eitt stig á móti Grindavík sem voru smá vonbrigði. Við rifum okkur svo upp úr því og unnum næstu þrjá leiki. En við töldum okkur alltaf vera jafn gott ef ekki betra en þessi lið.“ HK/Víkingur fór í æfingaferð til Tyrklands fyrir tímabilið sem heppnaðist afar vel. Þar fann liðið tvo tyrkneska leikmenn. Miðjumaðurinn Fatma Kara kom í vor og hefur reynst happafengur fyrir HK/Víking. Og í þessum mánuði bættist framherjinn Kader Hancar í hópinn en hún skoraði í sínum fyrsta leik fyrir HK/Víking. „Við áttum æfingaleiki á móti Besiktas og CSKA Moskvu. Við vorum með Besiktas á hóteli og Fatma hafði áhuga á að koma til okkar því tímabilið úti kláraðist í raun á sama tíma og okkar tímabil byrjaði. Þetta var mikil lukka. Fatma er þvílíkt góður leikmaður og Kader kom vel út í fyrsta leiknum,“ sagði Tinna um tyrkneska samherja sína. Þrátt fyrir gott gengi hingað til segir Tinna að aðalmarkmið HK/Víkings sé enn það sama; að halda sér í Pepsi-deildinni. Þetta er þriðja tímabil liðsins í efstu deild en í fyrri tvö skiptin féll það strax aftur niður í næstefstu deild. „Markmiðið er að halda okkur í deildinni. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Svo er allt annað plús. Við erum ánægð eins og staðan er núna og liðið hefur aldrei verið ofar í Íslandsmóti þannig að við leyfum okkur að njóta þess,“ sagði Tinna að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Þegar 10 umferðir eru búnar af Pepsi-deild kvenna situr HK/Víkingur í 5. sæti með 13 stig, sjö stigum frá fallsæti. Í árlegri spá forráðamanna félaganna í Pepsi-deildinni var HK/Víkingi spáð falli. Tinna Óðinsdóttir, fyrirliði HK/Víkings, kveðst ánægð með uppskeruna hingað til en segir jafnframt að hún sé ekki framar vonum. „Við höfum náð stigum á móti liðum sem við bjuggumst alveg við að ná stigum af frá upphafi. Ég myndi ekki segja að þetta sé neitt framar vonum. En við erum ánægðar með að hafa klárað þessa leiki,“ sagði Tinna í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún ítrekaði mikilvægi þess að vinna sex stiga leikina gegn liðunum sem var spáð svipuðu gengi og HK/Víkingur fyrir tímabilið. „Það er mjög auðvelt að gíra sig upp fyrir leiki á móti stærri liðum. Aðaláskorunin voru leikirnir á móti liðunum sem ég myndi telja að væru neðar í deildinni. Það hefur gengið ágætlega en við töpuðum reyndar á móti Selfossi og náðum bara í eitt stig á móti Grindavík sem voru smá vonbrigði. Við rifum okkur svo upp úr því og unnum næstu þrjá leiki. En við töldum okkur alltaf vera jafn gott ef ekki betra en þessi lið.“ HK/Víkingur fór í æfingaferð til Tyrklands fyrir tímabilið sem heppnaðist afar vel. Þar fann liðið tvo tyrkneska leikmenn. Miðjumaðurinn Fatma Kara kom í vor og hefur reynst happafengur fyrir HK/Víking. Og í þessum mánuði bættist framherjinn Kader Hancar í hópinn en hún skoraði í sínum fyrsta leik fyrir HK/Víking. „Við áttum æfingaleiki á móti Besiktas og CSKA Moskvu. Við vorum með Besiktas á hóteli og Fatma hafði áhuga á að koma til okkar því tímabilið úti kláraðist í raun á sama tíma og okkar tímabil byrjaði. Þetta var mikil lukka. Fatma er þvílíkt góður leikmaður og Kader kom vel út í fyrsta leiknum,“ sagði Tinna um tyrkneska samherja sína. Þrátt fyrir gott gengi hingað til segir Tinna að aðalmarkmið HK/Víkings sé enn það sama; að halda sér í Pepsi-deildinni. Þetta er þriðja tímabil liðsins í efstu deild en í fyrri tvö skiptin féll það strax aftur niður í næstefstu deild. „Markmiðið er að halda okkur í deildinni. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Svo er allt annað plús. Við erum ánægð eins og staðan er núna og liðið hefur aldrei verið ofar í Íslandsmóti þannig að við leyfum okkur að njóta þess,“ sagði Tinna að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira