Gelson Martins til Atletico Madrid Arnar Geir Halldórsson skrifar 25. júlí 2018 11:30 Gelson Martins lék með Portúgal á HM í Rússlandi Portúgalski kantmaðurinn Gelson Martins er genginn til liðs við Evrópudeildarmeistara Atletico Madrid en tilkynnt var um þetta á heimasíðu spænska félagsins í morgun. Gelson Martins kemur á frjálsri sölu frá Sporting Lissabon í heimalandinu eftir að hafa rift samningi sínum við Sporting í kjölfar upplausnarástands hjá félaginu.Martins er 23 ára gamall og hefur leikið með aðalliði Sporting í portúgölsku úrvalsdeildinni undanfarin þrjú tímabil. Hann hefur skorað 27 mörk og gefið 30 stoðsendingar í 140 leikjum fyrir Sporting og á að auki 19 A-landsleiki fyrir Portúgal. Hann gerir fimm ára samning við Atletico Madrid sem ætlar sér að keppa við Real Madrid og Barcelona um spænska meistaratitilinn en liðið er einnig búið að ná sér í Thomas Lemar frá Monaco í sumar. Þá virðist Atletico ætla að halda öllum stjörnum sínum frá síðustu leiktíð. Antoine Griezmann mun ekki yfirgefa félagið og ekkert fararsnið virðist vera á Diego Godin og Jan Oblak þó þeir hafi verið orðaðir við önnur félög í sumar. Gömlu mennirnir, Gabi og Fernando Torres, yfirgáfu þó félagið í sumar og héldu á framandi slóðir; Gabi til Katar en Torres til Japan. Atletico hafnaði í 2.sæti spænsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð auk þess að vinna Evrópudeildina..@GelsonMartins_ se convierte en nuevo jugador del Atlético de Madrid. https://t.co/WtcwKqVnM0#AúpaAtleti pic.twitter.com/AHmoZ6hWMX— Atlético de Madrid (@Atleti) July 25, 2018 Spænski boltinn Tengdar fréttir Thomas Lemar samþykkir að ganga til liðs við Atletico Madrid Forráðamenn Atletico Madrid héldu til Rússlands og heimsóttu æfingabúðir franska landsliðsins þar sem þeir gengu frá samningum við einn nýjan leikmann og endurnýjuðu samninga við tvo. 19. júní 2018 21:30 Griezmann áfram hjá Atletico Antoine Griezmann, miðjumaður Atletico Madrid, mun ekki yfirgefa Atletico í sumar en þetta tilkynnti hann í kvöld. 14. júní 2018 20:04 Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira
Portúgalski kantmaðurinn Gelson Martins er genginn til liðs við Evrópudeildarmeistara Atletico Madrid en tilkynnt var um þetta á heimasíðu spænska félagsins í morgun. Gelson Martins kemur á frjálsri sölu frá Sporting Lissabon í heimalandinu eftir að hafa rift samningi sínum við Sporting í kjölfar upplausnarástands hjá félaginu.Martins er 23 ára gamall og hefur leikið með aðalliði Sporting í portúgölsku úrvalsdeildinni undanfarin þrjú tímabil. Hann hefur skorað 27 mörk og gefið 30 stoðsendingar í 140 leikjum fyrir Sporting og á að auki 19 A-landsleiki fyrir Portúgal. Hann gerir fimm ára samning við Atletico Madrid sem ætlar sér að keppa við Real Madrid og Barcelona um spænska meistaratitilinn en liðið er einnig búið að ná sér í Thomas Lemar frá Monaco í sumar. Þá virðist Atletico ætla að halda öllum stjörnum sínum frá síðustu leiktíð. Antoine Griezmann mun ekki yfirgefa félagið og ekkert fararsnið virðist vera á Diego Godin og Jan Oblak þó þeir hafi verið orðaðir við önnur félög í sumar. Gömlu mennirnir, Gabi og Fernando Torres, yfirgáfu þó félagið í sumar og héldu á framandi slóðir; Gabi til Katar en Torres til Japan. Atletico hafnaði í 2.sæti spænsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð auk þess að vinna Evrópudeildina..@GelsonMartins_ se convierte en nuevo jugador del Atlético de Madrid. https://t.co/WtcwKqVnM0#AúpaAtleti pic.twitter.com/AHmoZ6hWMX— Atlético de Madrid (@Atleti) July 25, 2018
Spænski boltinn Tengdar fréttir Thomas Lemar samþykkir að ganga til liðs við Atletico Madrid Forráðamenn Atletico Madrid héldu til Rússlands og heimsóttu æfingabúðir franska landsliðsins þar sem þeir gengu frá samningum við einn nýjan leikmann og endurnýjuðu samninga við tvo. 19. júní 2018 21:30 Griezmann áfram hjá Atletico Antoine Griezmann, miðjumaður Atletico Madrid, mun ekki yfirgefa Atletico í sumar en þetta tilkynnti hann í kvöld. 14. júní 2018 20:04 Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira
Thomas Lemar samþykkir að ganga til liðs við Atletico Madrid Forráðamenn Atletico Madrid héldu til Rússlands og heimsóttu æfingabúðir franska landsliðsins þar sem þeir gengu frá samningum við einn nýjan leikmann og endurnýjuðu samninga við tvo. 19. júní 2018 21:30
Griezmann áfram hjá Atletico Antoine Griezmann, miðjumaður Atletico Madrid, mun ekki yfirgefa Atletico í sumar en þetta tilkynnti hann í kvöld. 14. júní 2018 20:04