Ólafía flaug í gegnum niðurskurðinn á fimm fuglum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. júlí 2018 18:07 Ólafía Þórunn spilar áfram í Ohio um helgina vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði frábærlega á öðrum hring Marathon Classic mótsins á LPGA mótaröðinni í golfi í dag og er örugg í gegnum niðurskurðinn á mótinu. Fyrsti hringurinn í gær var mjög stöðugur hjá Ólafíu og kláraði hún hann á einu höggi undir pari. Hringurinn í dag byrjaði mjög vel, Ólafía fékk pör á fyrstu fjórum holunum áður en hún sló fyrir tveimur fuglum á næstu þremur holum og kláraði fyrri níu holurnar á tveimur höggum undir pari. Seinni níu voru nokkur rússíbanareið, hún fékk tvo skolla og þrjá fugla, og kom í hús á þremur höggum undir pari í dag, samtals fjórum höggum undir pari í heildina í mótinu. Þegar Ólafía lauk keppni var hún jöfn í 15. - 24. sæti, fjórum höggum frá Thidapa Suwannapura og Caroline Hedwall sem deila forystunni. Því skal þó haldið til haga að Ólafía var á meðal fyrstu kvenna út í morgun og því eiga margir keppendur eftir að ljúka keppni. Ólafía er þó örugg í gegnum niðurskurðinn, sem er við parið. Ólafía hefur ekki átt góðu gengi að fagna undanfarið og er þetta aðeins í annað skiptið sem hún kemst í gegnum niðurskurðinn síðan í byrjun maímánaðar. Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði frábærlega á öðrum hring Marathon Classic mótsins á LPGA mótaröðinni í golfi í dag og er örugg í gegnum niðurskurðinn á mótinu. Fyrsti hringurinn í gær var mjög stöðugur hjá Ólafíu og kláraði hún hann á einu höggi undir pari. Hringurinn í dag byrjaði mjög vel, Ólafía fékk pör á fyrstu fjórum holunum áður en hún sló fyrir tveimur fuglum á næstu þremur holum og kláraði fyrri níu holurnar á tveimur höggum undir pari. Seinni níu voru nokkur rússíbanareið, hún fékk tvo skolla og þrjá fugla, og kom í hús á þremur höggum undir pari í dag, samtals fjórum höggum undir pari í heildina í mótinu. Þegar Ólafía lauk keppni var hún jöfn í 15. - 24. sæti, fjórum höggum frá Thidapa Suwannapura og Caroline Hedwall sem deila forystunni. Því skal þó haldið til haga að Ólafía var á meðal fyrstu kvenna út í morgun og því eiga margir keppendur eftir að ljúka keppni. Ólafía er þó örugg í gegnum niðurskurðinn, sem er við parið. Ólafía hefur ekki átt góðu gengi að fagna undanfarið og er þetta aðeins í annað skiptið sem hún kemst í gegnum niðurskurðinn síðan í byrjun maímánaðar.
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira