Sumar stóru félagsskiptanna í íslenska körfuboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2018 14:30 Brynjar Þór Björnsson og Darri Hilmarsson lyfta Íslandsbikarnum á dögunum. Vísir/bára Fjórir toppleikmenn í Domino´s deild karla í körfubolta hafa farið á milli liða í deildinni í sumar þar af þrír þeirra til liðs sem þeir mættu í úrslitakeppninni síðasta vor. Leikmennirnir fjórir eru Brynjar Þór Björnsson, Dagur Kár Jónsson, Danero Axel Thomas og Sigtryggur Arnar Björnsson. Sigtryggur Arnar var sá síðasti af þeim til að fara á milli liða þegar hann fékk sig lausann frá Tindastól og samdi við Grindvíkinga. Dagur Kár, Danero og Arnar voru allir á topp tíu í framlagi íslenskra leikmanna í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð og Brynjar Þór var fyrirliði fimmfaldra Íslandsmeistara KR. Til viðbótar hafa líka þrír aðrir öflugir leikmenn farið á milli liða í deildinni. Miðherjinn Ragnar Ágúst Nathanaelsson fór frá Njarðvík í Val, framherjinn Ólafur Helgi Jónsson fór frá Þór Þorlákshöfn í Njarðvík og framherjinn Kristinn Marinósson fór frá ÍR í Hauka. Vísir ætlar nú að skoða aðeins þessa fjóru stærstu sem hafa farið á milli félaga á þessu viðburðarríka sumri í íslenska körfuboltanum.Sigtryggur Arnar Björnson var einn af lykilmönnum Tindastóls á síðasta tímabilivísir/báraSigtryggur Arnar Björnsson25 ára bakvörðurGamla liðið: TindastóllNýja liðið: Grindavík - Hjálpaði Tindastól að slá Grindavík út úr úrslitakeppinniMeðaltölin á öllu Íslandsmótinu 2017-18 (deild+úrslitak.) 19,4 stig í leik 4,0 fráköst í leik 3,3 stoðsendingar í leik7. sæti í framlagi Íslendinga í deildinni (17,3 í leik)10. sæti í framlagi Íslendinga í úrslitakeppninni (16,5 í leik) Átti frábært fyrsta tímabil með Tindastóls og fáir bjuggust við öðru en að hann yrði áfram hjá liðinu. Ekkert varð hinsvegar að því og Arnar spilar með sínu þriðja liði á þremur árum. Fór auðveldlega úr því að vera besti maðurinn í einu lélegasta liði deildarinnar í að vera besti maðurinn í einu besta liði deildarinnar.Brynjar Þór Björnsson í búningi Tindastóls.tindastóllBrynjar Þór Björnsson30 ára bakvörðurGamla liðið: KRNýja liðið: Tindastóll - Lyfti Íslandsbikarnum fimmta árið í röð eftir sigur á Tindastól í lokaúrslitumMeðaltölin á öllu Íslandsmótinu 2017-18 (deild+úrslitak.) 12,5 stig í leik 3,0 fráköst í leik 2,5 stoðsendingar í leik33. sæti í framlagi Íslendinga í deildinni (10,4 í leik)19. sæti í framlagi Íslendinga í úrslitakeppninni (10,8 í leik) Meiddist skömmu fyrir úrslitakeppni en kom til baka og fór fyrir frábærum endaspretti KR-liðsins. Skoraði 31 stig og 7 þrista í tveimur síðustu leikjum KR á móti Tindastól í úrslitaeinvíginu. Leikjhæsti og stigahæsti KR-ingur sögunnar.Danero Axel Thomas í leik með ÍR.vísir/andri marinóDanero Axel Thomas32 ára framherjiGamla liðið: ÍRNýja liðið: Tindastóll - Átti frábært einvígi með ÍR á móti Tindastól í undanúrslitum úrslitakeppninnarMeðaltölin á öllu Íslandsmótinu 2017-18 (deild+úrslitak.) 16,1 stig í leik 6,5 fráköst í leik 2,7 stoðsendingar í leik16. sæti í framlagi Íslendinga í deildinni (14,7 í leik)4. sæti í framlagi Íslendinga í úrslitakeppninni (21,0 í leik) Átti frábært tímabil með ÍR-liðinu og sýndi síðan að hann gat tekið að sér stærra hlutverk í forföllum Ryan Taylor. Danero var með 28,3 stig, 13 fráköst og 34 framlagsstig að meðaltali í leikjunum þremur þar sem Ryan var í leikbanni. Stólarnir fengu að kynnast þessum Danero frá fyrstu hendi og buðu honum samning.Dagur Kár Jónsson í leik með Grindvíkingum.vísir/anton brinkDagur Kár Jónsson23 ára bakvörðurGamla liðið: GrindavíkNýja liðið: Stjarnan - Snýr aftur til baka til uppeldisfélagsins sínsMeðaltölin á öllu Íslandsmótinu 2017-18 (deild+úrslitak.) 16,6 stig í leik 3,5 fráköst í leik 6,7 stoðsendingar í leik14. sæti í framlagi Íslendinga í deildinni (14,7 í leik)5. sæti í framlagi Íslendinga í úrslitakeppninni (19,7 í leik) Kominn aftur heim í Garðabæinn eftir þriggja ára fjarveru í Bandaríkjunum og Grindavík. Fékk á sig mikla ábyrgð í Grindavíkurliðinu á síðasta tímabili og bætti sig sem leikmaður frá tímabilinu á undan. Orðinn mjög öflugur leikstjórnandi sem fær nú tækifæri til að stýra sóknarleiknum hjá sínu uppeldisfélagi.vísir Dominos-deild karla Mest lesið „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Fjórir toppleikmenn í Domino´s deild karla í körfubolta hafa farið á milli liða í deildinni í sumar þar af þrír þeirra til liðs sem þeir mættu í úrslitakeppninni síðasta vor. Leikmennirnir fjórir eru Brynjar Þór Björnsson, Dagur Kár Jónsson, Danero Axel Thomas og Sigtryggur Arnar Björnsson. Sigtryggur Arnar var sá síðasti af þeim til að fara á milli liða þegar hann fékk sig lausann frá Tindastól og samdi við Grindvíkinga. Dagur Kár, Danero og Arnar voru allir á topp tíu í framlagi íslenskra leikmanna í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð og Brynjar Þór var fyrirliði fimmfaldra Íslandsmeistara KR. Til viðbótar hafa líka þrír aðrir öflugir leikmenn farið á milli liða í deildinni. Miðherjinn Ragnar Ágúst Nathanaelsson fór frá Njarðvík í Val, framherjinn Ólafur Helgi Jónsson fór frá Þór Þorlákshöfn í Njarðvík og framherjinn Kristinn Marinósson fór frá ÍR í Hauka. Vísir ætlar nú að skoða aðeins þessa fjóru stærstu sem hafa farið á milli félaga á þessu viðburðarríka sumri í íslenska körfuboltanum.Sigtryggur Arnar Björnson var einn af lykilmönnum Tindastóls á síðasta tímabilivísir/báraSigtryggur Arnar Björnsson25 ára bakvörðurGamla liðið: TindastóllNýja liðið: Grindavík - Hjálpaði Tindastól að slá Grindavík út úr úrslitakeppinniMeðaltölin á öllu Íslandsmótinu 2017-18 (deild+úrslitak.) 19,4 stig í leik 4,0 fráköst í leik 3,3 stoðsendingar í leik7. sæti í framlagi Íslendinga í deildinni (17,3 í leik)10. sæti í framlagi Íslendinga í úrslitakeppninni (16,5 í leik) Átti frábært fyrsta tímabil með Tindastóls og fáir bjuggust við öðru en að hann yrði áfram hjá liðinu. Ekkert varð hinsvegar að því og Arnar spilar með sínu þriðja liði á þremur árum. Fór auðveldlega úr því að vera besti maðurinn í einu lélegasta liði deildarinnar í að vera besti maðurinn í einu besta liði deildarinnar.Brynjar Þór Björnsson í búningi Tindastóls.tindastóllBrynjar Þór Björnsson30 ára bakvörðurGamla liðið: KRNýja liðið: Tindastóll - Lyfti Íslandsbikarnum fimmta árið í röð eftir sigur á Tindastól í lokaúrslitumMeðaltölin á öllu Íslandsmótinu 2017-18 (deild+úrslitak.) 12,5 stig í leik 3,0 fráköst í leik 2,5 stoðsendingar í leik33. sæti í framlagi Íslendinga í deildinni (10,4 í leik)19. sæti í framlagi Íslendinga í úrslitakeppninni (10,8 í leik) Meiddist skömmu fyrir úrslitakeppni en kom til baka og fór fyrir frábærum endaspretti KR-liðsins. Skoraði 31 stig og 7 þrista í tveimur síðustu leikjum KR á móti Tindastól í úrslitaeinvíginu. Leikjhæsti og stigahæsti KR-ingur sögunnar.Danero Axel Thomas í leik með ÍR.vísir/andri marinóDanero Axel Thomas32 ára framherjiGamla liðið: ÍRNýja liðið: Tindastóll - Átti frábært einvígi með ÍR á móti Tindastól í undanúrslitum úrslitakeppninnarMeðaltölin á öllu Íslandsmótinu 2017-18 (deild+úrslitak.) 16,1 stig í leik 6,5 fráköst í leik 2,7 stoðsendingar í leik16. sæti í framlagi Íslendinga í deildinni (14,7 í leik)4. sæti í framlagi Íslendinga í úrslitakeppninni (21,0 í leik) Átti frábært tímabil með ÍR-liðinu og sýndi síðan að hann gat tekið að sér stærra hlutverk í forföllum Ryan Taylor. Danero var með 28,3 stig, 13 fráköst og 34 framlagsstig að meðaltali í leikjunum þremur þar sem Ryan var í leikbanni. Stólarnir fengu að kynnast þessum Danero frá fyrstu hendi og buðu honum samning.Dagur Kár Jónsson í leik með Grindvíkingum.vísir/anton brinkDagur Kár Jónsson23 ára bakvörðurGamla liðið: GrindavíkNýja liðið: Stjarnan - Snýr aftur til baka til uppeldisfélagsins sínsMeðaltölin á öllu Íslandsmótinu 2017-18 (deild+úrslitak.) 16,6 stig í leik 3,5 fráköst í leik 6,7 stoðsendingar í leik14. sæti í framlagi Íslendinga í deildinni (14,7 í leik)5. sæti í framlagi Íslendinga í úrslitakeppninni (19,7 í leik) Kominn aftur heim í Garðabæinn eftir þriggja ára fjarveru í Bandaríkjunum og Grindavík. Fékk á sig mikla ábyrgð í Grindavíkurliðinu á síðasta tímabili og bætti sig sem leikmaður frá tímabilinu á undan. Orðinn mjög öflugur leikstjórnandi sem fær nú tækifæri til að stýra sóknarleiknum hjá sínu uppeldisfélagi.vísir
Dominos-deild karla Mest lesið „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira