Fyrrum markvörður Spánar ráðinn yfirmaður knattspyrnumála Arnar Geir Halldórsson skrifar 9. júlí 2018 16:30 Stokkað upp hjá spænska knattspyrnusambandinu eftir vonbrigðin á HM í Rússlandi vísir/getty Jose Francisco Molina hefur verið ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá spænska knattspyrnusambandinu en þetta var tilkynnt á blaðamannafundi sambandsins í morgun. Molina tekur við starfinu af Fernando Hierro en Hierro sinnti starfinu í aðdraganda HM í Rússlandi en tók svo að sér þjálfarastarf spænska landsliðsins þegar Julen Lopetegui var rekinn, tveimur dögum fyrir fyrsta leik Spánverja í mótinu. Hierro fór með spænska liðið í 16-liða úrslit þar sem það beið lægri hlut fyrir Rússlandi eftir vítaspyrnukeppni. Í kjölfarið ákvað Hierro að segja starfi sínu lausu hjá spænska knattspyrnusambandinu. Molina átti ágætan leikmannaferil í spænska boltanum en hann lék sem markvörður og var lengstum á mála hjá Atletico Madrid og Deportivo La Coruna.Hann spilaði níu landsleiki fyrir Spánverja á árunum 1996-2000. Hann er 47 ára gamall og hefur átt fremur skrautlegan þjálfaraferil. Hans fyrsta aðalþjálfarastarf var hjá Villarreal þar sem hann entist aðeins í fjóra mánuði. Þaðan fór hann til Getafe og stýrði B-liði félagsins. Í kjölfarið yfirgaf Molina heimalandið til að taka við Kitchee í Hong-Kong þar sem hann vann þrefalt á sínu eina tímabili með liðið. Hann tók svo við Atletico Kolkata í Indlandi og gerði liðið að Indlandsmeisturum 2016. Því næst lá leið Molina til Mexíkó þar sem hann tók við stjórnartaumunum hjá Atletico San Luis í B-deildinni. Það gekk vægast sagt illa og var Molina rekinn á miðju tímabili í febrúar síðastliðnum en er nú kominn í flott starf hjá spænska knattspyrnusambandinu. Spænskir fjölmiðlar höfðu áður greint frá því að annar fyrrum landsliðsmaður Spánar, Carlos Marchena, yrði ráðinn sem yfirmaður knattspyrnumála og kemur ráðning Molina því einhverjum á óvart. Molina er vel til vina við Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins, eftir að þeir léku saman með Levante.Allar líkur eru taldar á því að Luis Enrique verði næsti landsliðsþjálfari Spánverja og verður líklega tilkynnt um ráðninguna síðar í dag. Comienza la rueda de prensa de presentación de José Francisco Molina como nuevo director deportivo de la @RFEF. Síguela en directo en https://t.co/bOzaKKwQtR #BienvenidoMolina pic.twitter.com/tV79178TCV— Selección Española de Fútbol (@SeFutbol) July 9, 2018 Spænski boltinn Tengdar fréttir Hierro: Ég sé ekki eftir neinu Fernardo Hierro, þjálfari Spánar, segist ekki sjá eftir því að hafa tekið við Spánverjum aðeins tveimur dögum fyrir mót þrátt fyrir að vera á heimleið. 2. júlí 2018 07:00 Hierro hættir sem þjálfari spænska landsliðsins Spænska knattspyrnusambandið hefur gefið frá sér yfirlýsingu þess efnis að Fernando Hierro muni ekki halda áfram störfum sem þjálfari spænska landsliðsins. 8. júlí 2018 11:30 Enrique líklegastur til að taka við Spáni Spánverjar leita nú að nýjum landsliðsþjálfara eftir að ljóst var að Fernando Hierro verður ekki áfram. 9. júlí 2018 08:00 Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira
Jose Francisco Molina hefur verið ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá spænska knattspyrnusambandinu en þetta var tilkynnt á blaðamannafundi sambandsins í morgun. Molina tekur við starfinu af Fernando Hierro en Hierro sinnti starfinu í aðdraganda HM í Rússlandi en tók svo að sér þjálfarastarf spænska landsliðsins þegar Julen Lopetegui var rekinn, tveimur dögum fyrir fyrsta leik Spánverja í mótinu. Hierro fór með spænska liðið í 16-liða úrslit þar sem það beið lægri hlut fyrir Rússlandi eftir vítaspyrnukeppni. Í kjölfarið ákvað Hierro að segja starfi sínu lausu hjá spænska knattspyrnusambandinu. Molina átti ágætan leikmannaferil í spænska boltanum en hann lék sem markvörður og var lengstum á mála hjá Atletico Madrid og Deportivo La Coruna.Hann spilaði níu landsleiki fyrir Spánverja á árunum 1996-2000. Hann er 47 ára gamall og hefur átt fremur skrautlegan þjálfaraferil. Hans fyrsta aðalþjálfarastarf var hjá Villarreal þar sem hann entist aðeins í fjóra mánuði. Þaðan fór hann til Getafe og stýrði B-liði félagsins. Í kjölfarið yfirgaf Molina heimalandið til að taka við Kitchee í Hong-Kong þar sem hann vann þrefalt á sínu eina tímabili með liðið. Hann tók svo við Atletico Kolkata í Indlandi og gerði liðið að Indlandsmeisturum 2016. Því næst lá leið Molina til Mexíkó þar sem hann tók við stjórnartaumunum hjá Atletico San Luis í B-deildinni. Það gekk vægast sagt illa og var Molina rekinn á miðju tímabili í febrúar síðastliðnum en er nú kominn í flott starf hjá spænska knattspyrnusambandinu. Spænskir fjölmiðlar höfðu áður greint frá því að annar fyrrum landsliðsmaður Spánar, Carlos Marchena, yrði ráðinn sem yfirmaður knattspyrnumála og kemur ráðning Molina því einhverjum á óvart. Molina er vel til vina við Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins, eftir að þeir léku saman með Levante.Allar líkur eru taldar á því að Luis Enrique verði næsti landsliðsþjálfari Spánverja og verður líklega tilkynnt um ráðninguna síðar í dag. Comienza la rueda de prensa de presentación de José Francisco Molina como nuevo director deportivo de la @RFEF. Síguela en directo en https://t.co/bOzaKKwQtR #BienvenidoMolina pic.twitter.com/tV79178TCV— Selección Española de Fútbol (@SeFutbol) July 9, 2018
Spænski boltinn Tengdar fréttir Hierro: Ég sé ekki eftir neinu Fernardo Hierro, þjálfari Spánar, segist ekki sjá eftir því að hafa tekið við Spánverjum aðeins tveimur dögum fyrir mót þrátt fyrir að vera á heimleið. 2. júlí 2018 07:00 Hierro hættir sem þjálfari spænska landsliðsins Spænska knattspyrnusambandið hefur gefið frá sér yfirlýsingu þess efnis að Fernando Hierro muni ekki halda áfram störfum sem þjálfari spænska landsliðsins. 8. júlí 2018 11:30 Enrique líklegastur til að taka við Spáni Spánverjar leita nú að nýjum landsliðsþjálfara eftir að ljóst var að Fernando Hierro verður ekki áfram. 9. júlí 2018 08:00 Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira
Hierro: Ég sé ekki eftir neinu Fernardo Hierro, þjálfari Spánar, segist ekki sjá eftir því að hafa tekið við Spánverjum aðeins tveimur dögum fyrir mót þrátt fyrir að vera á heimleið. 2. júlí 2018 07:00
Hierro hættir sem þjálfari spænska landsliðsins Spænska knattspyrnusambandið hefur gefið frá sér yfirlýsingu þess efnis að Fernando Hierro muni ekki halda áfram störfum sem þjálfari spænska landsliðsins. 8. júlí 2018 11:30
Enrique líklegastur til að taka við Spáni Spánverjar leita nú að nýjum landsliðsþjálfara eftir að ljóst var að Fernando Hierro verður ekki áfram. 9. júlí 2018 08:00