Stóra stundin rennur upp Hjörvar Ólafsson skrifar 24. maí 2018 08:00 Sara Björk átti stóran þátt í því að tryggja Wolfsburg í úrslitaleikinn. vísir/getty Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, og liðsfélagar hennar hjá Wolfsburg munu í dag mæta Lyon í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, en leikurinn fer fram í Kiev í Úkraínu. Wolfsburg getur fullkomnað þrennuna með sigri í þessum leik, en liðið hefur nú þegar tryggt sér þýska meistaratitilinn og um síðustu helgi varð liðið bikarmeistari eftir sigur gegn Bayern München í bikarúrslitaleik þar sem vítaspyrnukeppni þurfti til þess að útkljá úrslitin. Sara Björk sem verður að öllum líkindum fyrsti íslenski leikmaðurinn til þess að spila í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu hefur svo sannarlega lagt sín lóð á vogarskálina til þess að koma liðinu í úrslitaleikinn. Hún hefur skorað sex mörk fyrir Wolfsburg til þessa í keppninni og þykir það býsna gott í ljósi þess að hún spilar alla jafna í hlutverki djúps miðjumanns. „Ég finn vel fyrir því hversu stór leikur þetta og það er mikill fiðringur í mér fyrir þessum leik. Þetta er klárlega stærsti leikurinn á ferli mínum og mig hefur dreymt um að spila þennan leik síðan ég var lítil stúlka. Það er hálf óraunverulegt að það sé að koma að þessu, en þegar út á völlinn er komið er þetta bara fótbolti og ég má ekki gleyma því að njóta þessarar stóru stundar,“ segir Sara Björk í samtali við Fréttablaðið. Wolfsburg fær tækifæri til þess að vinna keppnina í þriðja skipti í sögu félagsins, en liðið bar sigur úr býtum í keppninni árin 2013 og 2014. Wolfsburg á harma að hefna gegn Lyon, en síðustu tvö ár hefur franska liðið haft betur gegn Wolfsburg á mismunandi stigum keppninnar. Lyon hafði betur eftir vítaspyrnukeppni í úrslitaleik fyrir tveimur árum og sló svo þýska liðið út í átta liða úrslitum keppninnar síðasta vor. „Ég tel að við séum með sterkara lið en á síðasta tímabili og séum betur í stakk búnar til þess að hafa betur en Lyon að þessu sinni. Leikir liðanna undanfarin ár hafa verið jafnir og ég held að það verði sama uppi á teningnum að þessu sinni. Það eru fjölmargir góðir leikmenn í báðum liðum og ég held að það verði hátt tempó í leiknum og hann verði mjög skemmtilegur. Vonandi fer hann á þann hátt sem við óskum okkur,“ segir Sara Björk aðspurð að því hvernig hún búist við því að leikurinn þróist. Wolfsburg mun líklega leggja áherslu á að koma þýsku landsliðskonunni Alexöndru Popp og dönsku landsliðskonunni Pernille Harder eins mikið inn í leikinn og mögulegt er. Pernille hefur skorað sjö mörk í jafn mörgum leikjum í keppninni og þar að auki lagt upp sex mörk fyrir samherja sína. Alexandra hefur átt jafn margar stoðsendingar og Pernille og skorað fjögur mörk sjálf. Wolfsburg mun að öllum líkindum leggja ríka áherslu á það á liðsfundi sínum hvernig mögulegt er að Ada Hegerberg og Carmille Abily komist í takt við leikinn. Þá þarf Wolfsburg að finna leiðir til þess að komast framhjá Wendie Renard, hinum sterka varnarmanni Lyon. „Ég finn vel fyrir því hversu mikill áhugi er heima fyrir leiknum og vinir mínir og fjölskylda munu vera límd við skjárinn síðdegis í dag. Það kemur svo nokkuð stór hópur frá Wolfsburg til þess að styðja okkur á leiknum. Spennan mun magnast eftir því sem nær dregur að leiknum og það verður mjög gaman að taka þátt í þessum leik og ég er stolt að því að vera fulltrúi Íslands á þessu stóra sviði. Það er mikilvægt fyrir unga leikmenn að sjá að þetta sé hægt,“ segir Sara Björk um stemminguna í kringum leikinn. Hann hefst klukkan 16.00 og það er vonandi að um sexleytið verði Sara Björk fyrsta íslenska konan til að lyfta Meistaradeildarbikarnum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, og liðsfélagar hennar hjá Wolfsburg munu í dag mæta Lyon í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, en leikurinn fer fram í Kiev í Úkraínu. Wolfsburg getur fullkomnað þrennuna með sigri í þessum leik, en liðið hefur nú þegar tryggt sér þýska meistaratitilinn og um síðustu helgi varð liðið bikarmeistari eftir sigur gegn Bayern München í bikarúrslitaleik þar sem vítaspyrnukeppni þurfti til þess að útkljá úrslitin. Sara Björk sem verður að öllum líkindum fyrsti íslenski leikmaðurinn til þess að spila í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu hefur svo sannarlega lagt sín lóð á vogarskálina til þess að koma liðinu í úrslitaleikinn. Hún hefur skorað sex mörk fyrir Wolfsburg til þessa í keppninni og þykir það býsna gott í ljósi þess að hún spilar alla jafna í hlutverki djúps miðjumanns. „Ég finn vel fyrir því hversu stór leikur þetta og það er mikill fiðringur í mér fyrir þessum leik. Þetta er klárlega stærsti leikurinn á ferli mínum og mig hefur dreymt um að spila þennan leik síðan ég var lítil stúlka. Það er hálf óraunverulegt að það sé að koma að þessu, en þegar út á völlinn er komið er þetta bara fótbolti og ég má ekki gleyma því að njóta þessarar stóru stundar,“ segir Sara Björk í samtali við Fréttablaðið. Wolfsburg fær tækifæri til þess að vinna keppnina í þriðja skipti í sögu félagsins, en liðið bar sigur úr býtum í keppninni árin 2013 og 2014. Wolfsburg á harma að hefna gegn Lyon, en síðustu tvö ár hefur franska liðið haft betur gegn Wolfsburg á mismunandi stigum keppninnar. Lyon hafði betur eftir vítaspyrnukeppni í úrslitaleik fyrir tveimur árum og sló svo þýska liðið út í átta liða úrslitum keppninnar síðasta vor. „Ég tel að við séum með sterkara lið en á síðasta tímabili og séum betur í stakk búnar til þess að hafa betur en Lyon að þessu sinni. Leikir liðanna undanfarin ár hafa verið jafnir og ég held að það verði sama uppi á teningnum að þessu sinni. Það eru fjölmargir góðir leikmenn í báðum liðum og ég held að það verði hátt tempó í leiknum og hann verði mjög skemmtilegur. Vonandi fer hann á þann hátt sem við óskum okkur,“ segir Sara Björk aðspurð að því hvernig hún búist við því að leikurinn þróist. Wolfsburg mun líklega leggja áherslu á að koma þýsku landsliðskonunni Alexöndru Popp og dönsku landsliðskonunni Pernille Harder eins mikið inn í leikinn og mögulegt er. Pernille hefur skorað sjö mörk í jafn mörgum leikjum í keppninni og þar að auki lagt upp sex mörk fyrir samherja sína. Alexandra hefur átt jafn margar stoðsendingar og Pernille og skorað fjögur mörk sjálf. Wolfsburg mun að öllum líkindum leggja ríka áherslu á það á liðsfundi sínum hvernig mögulegt er að Ada Hegerberg og Carmille Abily komist í takt við leikinn. Þá þarf Wolfsburg að finna leiðir til þess að komast framhjá Wendie Renard, hinum sterka varnarmanni Lyon. „Ég finn vel fyrir því hversu mikill áhugi er heima fyrir leiknum og vinir mínir og fjölskylda munu vera límd við skjárinn síðdegis í dag. Það kemur svo nokkuð stór hópur frá Wolfsburg til þess að styðja okkur á leiknum. Spennan mun magnast eftir því sem nær dregur að leiknum og það verður mjög gaman að taka þátt í þessum leik og ég er stolt að því að vera fulltrúi Íslands á þessu stóra sviði. Það er mikilvægt fyrir unga leikmenn að sjá að þetta sé hægt,“ segir Sara Björk um stemminguna í kringum leikinn. Hann hefst klukkan 16.00 og það er vonandi að um sexleytið verði Sara Björk fyrsta íslenska konan til að lyfta Meistaradeildarbikarnum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira