Keppni frestað og Ólafía þarf að bíða til morguns Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. maí 2018 17:13 Ólafía í Texas fyrr í mánuðinum. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir þarf að bíða til morguns áður en hún kemst að því hvort hún komist í gegnum niðurskurðinn á Kingsmill mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni í golfi. Ólafía kláraði sinn annan hring í gærkvöld, en hún var ein af þeim fyrstu til þess að fara af stað í gærmorgun. Eftir frábæra spilamennsku allan hringinn brugðust síðustu tvær holurnar, skolli og tvöfaldur skolli settu skor hennar á parið sem er einu höggi frá niðurskurðarlínunni en hún er eins og er við eitt högg undir parið. Keppni var hætt í gær þegar enn áttu um 60 keppendur eftir að ljúka sínum hring. Svakalegar rigningar hafa verið í Virginíu í dag og eftir að rástíma þessara síðustu kylfinga á öðrum hring hafði verið frestað ítrekað hefur nú verið ákveðið að ekkert golf verði spilað í dag. Hætt hefur verið við fjórða hring mótsins og aðeins 54 holur spilaðar. Síðustu kylfingar annars hrings munu fara af stað um 11:30 að íslenskum tíma á morgun og þriðji og síðasti hringur á að hefjast um 14:30. Ólafía þarf að treysta á það að aðstæðurnar geri kyflingum erfitt fyrir svo niðurskurðarlínan færist á hærra skor og hún fái að spila síðasta hringinn. Útsending frá mótinu á að hefjast klukkan 21:00 annað kvöld á Stöð 2 Sport 4.UPDATE: Unfortunately weather continues to affect us and we cannot play golf today. The @KingsmillLPGA will be reduced to 54 holes. Round 2 will resume tomorrow (Sunday) at 7:30am. We hope to start the final round at 10:30am. — LPGA (@LPGA) May 19, 2018 Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir þarf að bíða til morguns áður en hún kemst að því hvort hún komist í gegnum niðurskurðinn á Kingsmill mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni í golfi. Ólafía kláraði sinn annan hring í gærkvöld, en hún var ein af þeim fyrstu til þess að fara af stað í gærmorgun. Eftir frábæra spilamennsku allan hringinn brugðust síðustu tvær holurnar, skolli og tvöfaldur skolli settu skor hennar á parið sem er einu höggi frá niðurskurðarlínunni en hún er eins og er við eitt högg undir parið. Keppni var hætt í gær þegar enn áttu um 60 keppendur eftir að ljúka sínum hring. Svakalegar rigningar hafa verið í Virginíu í dag og eftir að rástíma þessara síðustu kylfinga á öðrum hring hafði verið frestað ítrekað hefur nú verið ákveðið að ekkert golf verði spilað í dag. Hætt hefur verið við fjórða hring mótsins og aðeins 54 holur spilaðar. Síðustu kylfingar annars hrings munu fara af stað um 11:30 að íslenskum tíma á morgun og þriðji og síðasti hringur á að hefjast um 14:30. Ólafía þarf að treysta á það að aðstæðurnar geri kyflingum erfitt fyrir svo niðurskurðarlínan færist á hærra skor og hún fái að spila síðasta hringinn. Útsending frá mótinu á að hefjast klukkan 21:00 annað kvöld á Stöð 2 Sport 4.UPDATE: Unfortunately weather continues to affect us and we cannot play golf today. The @KingsmillLPGA will be reduced to 54 holes. Round 2 will resume tomorrow (Sunday) at 7:30am. We hope to start the final round at 10:30am. — LPGA (@LPGA) May 19, 2018
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira