Steinunn: Höfðum alltaf trú á því að við yrðum Íslandsmeistarar Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 26. apríl 2018 23:03 Steinunn himinlifandi í kvöld, fremst í flokki. vísir/vilhelm Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, var valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar er Fram tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð í kvöld. Steinunn var frábær í leiknum í kvöld og var himinlifandi við sinn árangur og sigurinn í kvöld. „Geðveik úrslitakeppni, geggjað einvígi, geggjuð spenna og gaman að klára þetta á heimavelli.“ „Okkur langaði þetta svo virkilega mikið. Þetta hafa verið baráttuleikir fram og tilbaka áhlaup frá báðum liðum. Okkar áhlaup kom á lokakaflanum í dag og það skilaði okkur sigrinum,“ sagði Steinunn en Fram átti frábæran lokakafla í kvöld þegar þær snéru leiknum úr 16-19 í 26-22. Það er langt síðan það hefur verið jafn mikil stemning á leik í Olís-deild kvenna og var í kvöld. Mikil læti voru í stuðningsmönnum beggja liða allt frá fyrstu mínútu og var vel mætt. „Þetta var ótrúlegur stuðningur og ég verð að hrósa Völsurum, þessi hópur hjá þeim var sturlað skemmtilegur. Þeir voru ekkert dónalegir, voru bara skemmtilegir og það má vel taka þá til fyrirmyndar. Framararnir voru frábærir líka, voru miklu fjölmennari en Valsmenn og létu vel í sér heyra.” „Þetta er svo ógeðslega skemmtilegt, ég veit hreinlega ekki hvað ég á að segja,“ sagði Steinunn sem átti erfitt með að lýsa tilfinningum sínum, en gleðin var allsráðandi hjá henni. Fram byrjaði mótið rólega en eftir áramót fór að myndast það ógna sterka lið sem hópurinn hafði uppá að bjóða. Steinunn sagði að leikmenn hefðu alltaf haft trú á þessum hópi þrátt fyrir að hafa misst lykilleikmenn í meiðsli. „Við höfðum alltaf trú á því að við myndum klára þetta mót en eftir að við endurheimtum liðið okkar allt til baka þá fór þetta að gerast,“ sagði Steinunn sem þurfti að lokum að hlaupa frá til að taka við verðlaunum. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Fram-stúlkur brutu bikarinn │ Myndasyrpa Fram varð Íslandsmeistari í 22. sinn í kvöld er liðið lagði Val að velli í fjórða leik liðanna í úrslitarimmunni um titilinn. 26. apríl 2018 22:36 Steinunn mikilvægasti leikmaðurinn Steinunn Björnsdóttir, varnar- og línumaður Fram, var valinn mikilvægasti leikmaður í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna. 26. apríl 2018 21:46 Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 26-22 │ Fram Íslandsmeistari annað árið í röð Fram tryggði sér 22. Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins með sigri á Val í fjórða leik liðanna í úrslitum Olís deildarinnar í handbolta í Safamýri í kvöld 26. apríl 2018 22:00 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, var valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar er Fram tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð í kvöld. Steinunn var frábær í leiknum í kvöld og var himinlifandi við sinn árangur og sigurinn í kvöld. „Geðveik úrslitakeppni, geggjað einvígi, geggjuð spenna og gaman að klára þetta á heimavelli.“ „Okkur langaði þetta svo virkilega mikið. Þetta hafa verið baráttuleikir fram og tilbaka áhlaup frá báðum liðum. Okkar áhlaup kom á lokakaflanum í dag og það skilaði okkur sigrinum,“ sagði Steinunn en Fram átti frábæran lokakafla í kvöld þegar þær snéru leiknum úr 16-19 í 26-22. Það er langt síðan það hefur verið jafn mikil stemning á leik í Olís-deild kvenna og var í kvöld. Mikil læti voru í stuðningsmönnum beggja liða allt frá fyrstu mínútu og var vel mætt. „Þetta var ótrúlegur stuðningur og ég verð að hrósa Völsurum, þessi hópur hjá þeim var sturlað skemmtilegur. Þeir voru ekkert dónalegir, voru bara skemmtilegir og það má vel taka þá til fyrirmyndar. Framararnir voru frábærir líka, voru miklu fjölmennari en Valsmenn og létu vel í sér heyra.” „Þetta er svo ógeðslega skemmtilegt, ég veit hreinlega ekki hvað ég á að segja,“ sagði Steinunn sem átti erfitt með að lýsa tilfinningum sínum, en gleðin var allsráðandi hjá henni. Fram byrjaði mótið rólega en eftir áramót fór að myndast það ógna sterka lið sem hópurinn hafði uppá að bjóða. Steinunn sagði að leikmenn hefðu alltaf haft trú á þessum hópi þrátt fyrir að hafa misst lykilleikmenn í meiðsli. „Við höfðum alltaf trú á því að við myndum klára þetta mót en eftir að við endurheimtum liðið okkar allt til baka þá fór þetta að gerast,“ sagði Steinunn sem þurfti að lokum að hlaupa frá til að taka við verðlaunum.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Fram-stúlkur brutu bikarinn │ Myndasyrpa Fram varð Íslandsmeistari í 22. sinn í kvöld er liðið lagði Val að velli í fjórða leik liðanna í úrslitarimmunni um titilinn. 26. apríl 2018 22:36 Steinunn mikilvægasti leikmaðurinn Steinunn Björnsdóttir, varnar- og línumaður Fram, var valinn mikilvægasti leikmaður í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna. 26. apríl 2018 21:46 Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 26-22 │ Fram Íslandsmeistari annað árið í röð Fram tryggði sér 22. Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins með sigri á Val í fjórða leik liðanna í úrslitum Olís deildarinnar í handbolta í Safamýri í kvöld 26. apríl 2018 22:00 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
Fram-stúlkur brutu bikarinn │ Myndasyrpa Fram varð Íslandsmeistari í 22. sinn í kvöld er liðið lagði Val að velli í fjórða leik liðanna í úrslitarimmunni um titilinn. 26. apríl 2018 22:36
Steinunn mikilvægasti leikmaðurinn Steinunn Björnsdóttir, varnar- og línumaður Fram, var valinn mikilvægasti leikmaður í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna. 26. apríl 2018 21:46
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 26-22 │ Fram Íslandsmeistari annað árið í röð Fram tryggði sér 22. Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins með sigri á Val í fjórða leik liðanna í úrslitum Olís deildarinnar í handbolta í Safamýri í kvöld 26. apríl 2018 22:00