Bara eitt lið hefur afrekað það sem City þarf að gera í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2018 16:00 Barcelona liðið tímabilið 1985 til 1986. Vísir/Getty Liðsmenn Manchester City eru í djúpri holu þegar þeir fá Liverpool í heimsókn í Meistaradeildinni í kvöld en fyrir 32 árum þá tókst liði að koma til baka úr sömu stöðu í Evrópukeppni meistaraliða. Liverpool vann fyrri leikinn 3-0 á heimavelli sínum á Anfield í síðustu viku og býr nú bæði að því að vera með þriggja marka forskot og að City-liðinu hafi ekki tekist að skora útivallarmark. Þetta þýðir að það nægir Manchetser City ekki að vinna 4-1 eða 5-2 í kvöld því þá færi Liverpool áfram á mörkum á útivelli og það yrði að framlengja ef leikurinn endaði 3-0 fyrir City. Bara eitt lið í sögu Evrópukeppni meistaraliða hefur afrekað það sem City þarf að gera í kvöld en það var lið Barcelona tímabilið 1985-86.MANCHESTER CITY vs. LIVERPOOL The only precedent in the European Cup dates from the 1985-86 season, in the semifinals. Barcelona had lost 3-0 in Sweden and managed to reach the final after repeating the 3-0 at the Camp Nou and win the penalty shoot-out. pic.twitter.com/hodUEugWMO — MisterChip (English) (@MisterChiping) April 10, 2018 Sænska liðið IFK Gautaborg vann þá fyrri leikinn á móti Barcelona 3-0 á heimavelli sínum á Ullevi í Gautaborg. Barcelona vann seinni leikinn 3-0 á Camp Nou og úrslitin réðust síðan í vítakeppni. Barcelona klikkaði á víti á undan en það kom ekki að sök því Svíarnir klikkuðu á tveimur síðustu vítaspyrnum sínum og Börsungar unnu vítakeppnina 5-4. Pichi Alonso hafði verið hetja Barcelona í venjulegum leiktíma því hann skoraði öll þrjú mörk liðsins. Það voru einu þrjú mörkin hans á ferlinum í Evrópukeppni meistaraliða. Barcelona mætti Steua Búkarest í úrslitaleiknum sem endaði 0-0. Helmuth Duckadam, markvörður Steaua Búkarest, varði allar fjórar vítaspyrnur Barcelona í vítakeppninni og tryggði rúmenska félaginu þar með titilinn. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira
Liðsmenn Manchester City eru í djúpri holu þegar þeir fá Liverpool í heimsókn í Meistaradeildinni í kvöld en fyrir 32 árum þá tókst liði að koma til baka úr sömu stöðu í Evrópukeppni meistaraliða. Liverpool vann fyrri leikinn 3-0 á heimavelli sínum á Anfield í síðustu viku og býr nú bæði að því að vera með þriggja marka forskot og að City-liðinu hafi ekki tekist að skora útivallarmark. Þetta þýðir að það nægir Manchetser City ekki að vinna 4-1 eða 5-2 í kvöld því þá færi Liverpool áfram á mörkum á útivelli og það yrði að framlengja ef leikurinn endaði 3-0 fyrir City. Bara eitt lið í sögu Evrópukeppni meistaraliða hefur afrekað það sem City þarf að gera í kvöld en það var lið Barcelona tímabilið 1985-86.MANCHESTER CITY vs. LIVERPOOL The only precedent in the European Cup dates from the 1985-86 season, in the semifinals. Barcelona had lost 3-0 in Sweden and managed to reach the final after repeating the 3-0 at the Camp Nou and win the penalty shoot-out. pic.twitter.com/hodUEugWMO — MisterChip (English) (@MisterChiping) April 10, 2018 Sænska liðið IFK Gautaborg vann þá fyrri leikinn á móti Barcelona 3-0 á heimavelli sínum á Ullevi í Gautaborg. Barcelona vann seinni leikinn 3-0 á Camp Nou og úrslitin réðust síðan í vítakeppni. Barcelona klikkaði á víti á undan en það kom ekki að sök því Svíarnir klikkuðu á tveimur síðustu vítaspyrnum sínum og Börsungar unnu vítakeppnina 5-4. Pichi Alonso hafði verið hetja Barcelona í venjulegum leiktíma því hann skoraði öll þrjú mörk liðsins. Það voru einu þrjú mörkin hans á ferlinum í Evrópukeppni meistaraliða. Barcelona mætti Steua Búkarest í úrslitaleiknum sem endaði 0-0. Helmuth Duckadam, markvörður Steaua Búkarest, varði allar fjórar vítaspyrnur Barcelona í vítakeppninni og tryggði rúmenska félaginu þar með titilinn.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira