Marcus Walker klárar úrslitakeppnina með KR Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. apríl 2018 08:00 Walker í bikarleiknum gegn Blikum í vetur. Þá minnti hann alla á hversu góður hann er. vísir/eyþór Íslandsmeistarar KR fengu heldur betur góðan liðsstyrk í morgun er Bandaríkjamaðurinn Marcus Walker lenti í Keflavík. Hann er kominn til þess að hjálpa sínu félagi í úrslitakeppninni. Walker, sem er 31 árs gamall, er enn skráður í KR og löglegur með liðinu enda lék hann með B-liði KR í bikarkeppninni fyrr í vetur. „Það er gott að eiga mikið af KR-ingum út í hinum stóra heimi,“ segir Böðvar Guðjónsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar KR, en KR-ingar stefna á að tefla Walker fram í fjórða leik liðsins gegn Haukum í kvöld. Walker verður eflaust þreyttur en mun samt spila eitthvað. Meiðsli Jóns Arnórs Stefánssonar er aðalástæðan fyrir því að KR-ingar hóa í sinn gamla félaga. Jón hefur lítið sem ekkert getað beitt sér í síðustu leikjum og staðan á honum lofar ekki góðu fyrir framhaldið. Í bikarleiknum gegn Blikum í vetur þá var Walker með 42 stig, 7 þrista og 6 stoðsendingar í 100-108 tapi á móti Breiðabliki í bikarnum.Walker fagnar í síðasta leik sínum með KR í Íslandsmótinu árið 2011.vísir/antonMarcus Walker hefur því skorað 40 stig í síðustu tveimur leikjum sínum í búningi KR því hann skoraði líka 40 stig í lokaleiknum í úrslitakeppninni vorið 2011. KR vann þá titilinn í fjórða leik í Garðabænum og auk stiganna 40 var Marcus með 8 stolna bolta, 6 fráköst og 6 stoðsendingar. Frammistaða Marcus Walker í úrslitakeppninni 2011 var mögnuð. Hann skoraði 30,2 stig að meðaltali og hækkaði meðalskor sitt um sjö stig frá því í deildarkeppninni (23,2). Marcus hitti úr 49 prósent þriggja stiga skota sinna í úrslitakeppninni fyrir sjö árum og setti niður 3,5 þrista að meðaltali í leik. Hann var einnig með 4,0 stoðsendingar og 2,5 stolna bolta að meðaltali í leik. Tveir leikmenn KR-liðsins í dag léku með Marcus Íslandsmeistaravorið 2011 en það eru þeir Brynjar Þór Björnsson og Pavel Ermolinskij. Finnur Atli Magnússon, sem er leikmaður Hauka í dag, var einnig með KR í þessari úrslitakeppni sem og Matthías Orri Sigurðarson sem leikur nú lykilhlutverk með ÍR-liðinu. Rimma KR og Hauka hefur verið frábær hingað til og koma Walker til KR-inga á aðeins eftir að gera rimmu liðanna enn meira spennandi. KR-ingar ætla að byrja upphitun fyrir leikinn snemma í dag. Kveikt verður á grillunum klukkan 17.00 og stuðningsmenn geta því byrjað að þjappa sér saman snemma. Miðasala á leikinn er hafin á netinu og má kaupa miða á leikinn hér. Dominos-deild karla Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Íslandsmeistarar KR fengu heldur betur góðan liðsstyrk í morgun er Bandaríkjamaðurinn Marcus Walker lenti í Keflavík. Hann er kominn til þess að hjálpa sínu félagi í úrslitakeppninni. Walker, sem er 31 árs gamall, er enn skráður í KR og löglegur með liðinu enda lék hann með B-liði KR í bikarkeppninni fyrr í vetur. „Það er gott að eiga mikið af KR-ingum út í hinum stóra heimi,“ segir Böðvar Guðjónsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar KR, en KR-ingar stefna á að tefla Walker fram í fjórða leik liðsins gegn Haukum í kvöld. Walker verður eflaust þreyttur en mun samt spila eitthvað. Meiðsli Jóns Arnórs Stefánssonar er aðalástæðan fyrir því að KR-ingar hóa í sinn gamla félaga. Jón hefur lítið sem ekkert getað beitt sér í síðustu leikjum og staðan á honum lofar ekki góðu fyrir framhaldið. Í bikarleiknum gegn Blikum í vetur þá var Walker með 42 stig, 7 þrista og 6 stoðsendingar í 100-108 tapi á móti Breiðabliki í bikarnum.Walker fagnar í síðasta leik sínum með KR í Íslandsmótinu árið 2011.vísir/antonMarcus Walker hefur því skorað 40 stig í síðustu tveimur leikjum sínum í búningi KR því hann skoraði líka 40 stig í lokaleiknum í úrslitakeppninni vorið 2011. KR vann þá titilinn í fjórða leik í Garðabænum og auk stiganna 40 var Marcus með 8 stolna bolta, 6 fráköst og 6 stoðsendingar. Frammistaða Marcus Walker í úrslitakeppninni 2011 var mögnuð. Hann skoraði 30,2 stig að meðaltali og hækkaði meðalskor sitt um sjö stig frá því í deildarkeppninni (23,2). Marcus hitti úr 49 prósent þriggja stiga skota sinna í úrslitakeppninni fyrir sjö árum og setti niður 3,5 þrista að meðaltali í leik. Hann var einnig með 4,0 stoðsendingar og 2,5 stolna bolta að meðaltali í leik. Tveir leikmenn KR-liðsins í dag léku með Marcus Íslandsmeistaravorið 2011 en það eru þeir Brynjar Þór Björnsson og Pavel Ermolinskij. Finnur Atli Magnússon, sem er leikmaður Hauka í dag, var einnig með KR í þessari úrslitakeppni sem og Matthías Orri Sigurðarson sem leikur nú lykilhlutverk með ÍR-liðinu. Rimma KR og Hauka hefur verið frábær hingað til og koma Walker til KR-inga á aðeins eftir að gera rimmu liðanna enn meira spennandi. KR-ingar ætla að byrja upphitun fyrir leikinn snemma í dag. Kveikt verður á grillunum klukkan 17.00 og stuðningsmenn geta því byrjað að þjappa sér saman snemma. Miðasala á leikinn er hafin á netinu og má kaupa miða á leikinn hér.
Dominos-deild karla Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira