Golfhringur vina endaði með hnífstungu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. apríl 2018 23:30 Myndin tengist fréttinni nákvæmlega ekki neitt fyrir utan að þarna er maður að spila golf. vísir/getty Ástrali á miðjum aldri hefði betur sleppt því að fara í golf með tveimur vinum sínum eftir að þeir voru búnir að fá sér nokkra gráa. Hann var nefnilega orðinn of ölvaður og endaði golfhringinn með því að ráðast á vini sína. Hinir tveir voru að kvarta yfir hegðun hans á vellinum er hann labbaði út í golfbíl, náði í hníf og réðst á vini sína. Hvað hann var að gera með hníf í bílnum veit enginn. Hann stakk annan vininn í lærið og hitti beint í slagæð. Sá missti mikið blóð og þurfti að vera fluttur á spítala með þyrlu. „Hann var búinn að missa þrjá lítra af blóði og var aðeins mínútum frá því að deyja,“ sagði dómarinn er málið var tekið fyrir. Dómarinn sýndi vininum með hnífinn enga miskunn og dæmdi hann í 20 mánaða fangelsi. Sá er hann stakk hafði verið besti vinur hans í 25 ára en engum sögum fer af því hvort þeir séu enn vinir. Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ástrali á miðjum aldri hefði betur sleppt því að fara í golf með tveimur vinum sínum eftir að þeir voru búnir að fá sér nokkra gráa. Hann var nefnilega orðinn of ölvaður og endaði golfhringinn með því að ráðast á vini sína. Hinir tveir voru að kvarta yfir hegðun hans á vellinum er hann labbaði út í golfbíl, náði í hníf og réðst á vini sína. Hvað hann var að gera með hníf í bílnum veit enginn. Hann stakk annan vininn í lærið og hitti beint í slagæð. Sá missti mikið blóð og þurfti að vera fluttur á spítala með þyrlu. „Hann var búinn að missa þrjá lítra af blóði og var aðeins mínútum frá því að deyja,“ sagði dómarinn er málið var tekið fyrir. Dómarinn sýndi vininum með hnífinn enga miskunn og dæmdi hann í 20 mánaða fangelsi. Sá er hann stakk hafði verið besti vinur hans í 25 ára en engum sögum fer af því hvort þeir séu enn vinir.
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira