Átta atvinnukylfingar fá úthlutað úr afrekssjóði kylfinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2018 17:00 Flottur hópur íslenskra kylfinga. Forskot.is Íslenskir kylfingar hafa verið að gera það gott á síðustu árum og þeir eiga líka góðan að í afrekssjóði kylfinga. Nýverið var úthlutað úr Forskoti afrekssjóði kylfinga en alls átta atvinnukylfingar styrk úr sjóðnum að þessu sinni. Þetta er í sjöunda sinn sem íslenskir kylfingar fá úthlutað úr Forskoti afrekssjóði sem var stofnaður árið 2012. Forskot styrkir að þessu sinni fimm karla og þrjár konur. Kylfingarnir sem fá styrk að þessu sinni eru: Andri Þór Björnsson (GR) Axel Bóasson (GK) Birgir Leifur Hafþórsson (GKG) Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK). Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR) Haraldur Franklín Magnús (GR) Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR) Valdís Þóra Jónsdóttir (GL) Aðstandendur sjóðsins segja í frétt á forskot.is að þeir séu ánægðir með að íslenskt afreksgolf hefur verið í stöðugri framför frá stofnun hans. Árið 2018 eru tveir íslenskir atvinnukylfingar, leika á sterkustu mótaröðunum en það eru konurnar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir. Þetta er annað árið í röð þar sem þær tvær eru á sterkustu atvinnumótaröðunum. Ólafía er með keppnisrétt á LPGA mótaröðinni í Bandaríkjunum og Valdís á LET Evrópumótaröðinni. Birgir Leifur Hafþórsson og Axel Bóasson eru báðir með keppnisrétt á næst sterkustu mótaröð Evrópu, Áskorendamótaröðinni (Challenge Tour). Þetta er í fyrsta sinn sem tveir íslenskir karlar eru með keppnisrétt á þessari mótaröð á sama tíma. Stofnendur Forskots afrekssjóðs eru Eimskip, Valitor, Golfsamband Íslands, Íslandsbanki og Icelandair Group. Vörður tryggingar bættist í hópinn árið 2016 og Bláa Lónið árið 2017. Sjóðurinn hefur frá upphafi haft það að markmiði að styðja við þá kylfinga, atvinnumenn sem og áhugamenn, sem stefna á að komast í fremstu röð í heiminum í golfíþróttinni. Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Íslenskir kylfingar hafa verið að gera það gott á síðustu árum og þeir eiga líka góðan að í afrekssjóði kylfinga. Nýverið var úthlutað úr Forskoti afrekssjóði kylfinga en alls átta atvinnukylfingar styrk úr sjóðnum að þessu sinni. Þetta er í sjöunda sinn sem íslenskir kylfingar fá úthlutað úr Forskoti afrekssjóði sem var stofnaður árið 2012. Forskot styrkir að þessu sinni fimm karla og þrjár konur. Kylfingarnir sem fá styrk að þessu sinni eru: Andri Þór Björnsson (GR) Axel Bóasson (GK) Birgir Leifur Hafþórsson (GKG) Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK). Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR) Haraldur Franklín Magnús (GR) Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR) Valdís Þóra Jónsdóttir (GL) Aðstandendur sjóðsins segja í frétt á forskot.is að þeir séu ánægðir með að íslenskt afreksgolf hefur verið í stöðugri framför frá stofnun hans. Árið 2018 eru tveir íslenskir atvinnukylfingar, leika á sterkustu mótaröðunum en það eru konurnar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir. Þetta er annað árið í röð þar sem þær tvær eru á sterkustu atvinnumótaröðunum. Ólafía er með keppnisrétt á LPGA mótaröðinni í Bandaríkjunum og Valdís á LET Evrópumótaröðinni. Birgir Leifur Hafþórsson og Axel Bóasson eru báðir með keppnisrétt á næst sterkustu mótaröð Evrópu, Áskorendamótaröðinni (Challenge Tour). Þetta er í fyrsta sinn sem tveir íslenskir karlar eru með keppnisrétt á þessari mótaröð á sama tíma. Stofnendur Forskots afrekssjóðs eru Eimskip, Valitor, Golfsamband Íslands, Íslandsbanki og Icelandair Group. Vörður tryggingar bættist í hópinn árið 2016 og Bláa Lónið árið 2017. Sjóðurinn hefur frá upphafi haft það að markmiði að styðja við þá kylfinga, atvinnumenn sem og áhugamenn, sem stefna á að komast í fremstu röð í heiminum í golfíþróttinni.
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira