Ronaldo jafnaði met og er að stinga Messi af í Meistaradeildinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. mars 2018 09:30 Markahrókur mikill. vísir/getty Cristiano Ronaldo skoraði annað tveggja marka Real Madrid á Prinsavöllum í París í gærkvöldi þegar að liðið vann Paris Saint-Germain, 2-1, og komst tiltölulega þægilega áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Evrópumeistarar síðustu tveggja ára unnu fyrri leikinn, 3-1, og einvígið samanlagt, 5-2, en með markinu sem Ronaldo skoraði jafnaði hann fimmtán ára gamalt met hollenska markahróksins Ruuds van Nistelrooy, fyrrverandi leikmanns Manchester United. Ronaldo var nefnilega að skora í tólfta Meistaradeildarleiknum í röð, en hann er nú búinn að skora í hverjum einasta leik síðan að hann skoraði í undanúrslitunum gegn Juventus á síðasta ári.Portúgalinn gerði meira að segja enn betur en Nistelrooy og er búinn að skora fjórtán mörk í þessum tólf leikjum en Hollendingurinn skoraði tólf mörk í jafnmörgum leikjum þegar að hann setti metið árið 2003. Markaskor Cristiano Ronaldo í Meistaradeildinni er hreint með ólíkindum en hann hefur nú skorað 117 mörk í þessari sterkustu deild heims, þar af 102 í 96 leikjum fyrir Real Madrid. Hann er búinn að skora 19 mörkum meira en Lionel Messi í Meistaradeildinni, en það eru mörkin í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar sem gera hann líklega að besta leikmanni hennar frá upphafi. Ronaldo er nefnilega búinn að skora 57 mörk í útsláttarkeppninni en Lionel Messi aðeins 38. Næsti maður er svo Thomas Müller með 21 mark í útsláttarkeppninni.Cristiano Ronaldo's #UCL record at Real Madrid = pic.twitter.com/1NnIOfz1Xk— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 6, 2018 Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Jürgen Klopp: Liverpool á heima í Meistaradeildinni Rauði herinn fór auðveldlega í gegnum Porto í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 7. mars 2018 08:00 Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Sjá meira
Cristiano Ronaldo skoraði annað tveggja marka Real Madrid á Prinsavöllum í París í gærkvöldi þegar að liðið vann Paris Saint-Germain, 2-1, og komst tiltölulega þægilega áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Evrópumeistarar síðustu tveggja ára unnu fyrri leikinn, 3-1, og einvígið samanlagt, 5-2, en með markinu sem Ronaldo skoraði jafnaði hann fimmtán ára gamalt met hollenska markahróksins Ruuds van Nistelrooy, fyrrverandi leikmanns Manchester United. Ronaldo var nefnilega að skora í tólfta Meistaradeildarleiknum í röð, en hann er nú búinn að skora í hverjum einasta leik síðan að hann skoraði í undanúrslitunum gegn Juventus á síðasta ári.Portúgalinn gerði meira að segja enn betur en Nistelrooy og er búinn að skora fjórtán mörk í þessum tólf leikjum en Hollendingurinn skoraði tólf mörk í jafnmörgum leikjum þegar að hann setti metið árið 2003. Markaskor Cristiano Ronaldo í Meistaradeildinni er hreint með ólíkindum en hann hefur nú skorað 117 mörk í þessari sterkustu deild heims, þar af 102 í 96 leikjum fyrir Real Madrid. Hann er búinn að skora 19 mörkum meira en Lionel Messi í Meistaradeildinni, en það eru mörkin í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar sem gera hann líklega að besta leikmanni hennar frá upphafi. Ronaldo er nefnilega búinn að skora 57 mörk í útsláttarkeppninni en Lionel Messi aðeins 38. Næsti maður er svo Thomas Müller með 21 mark í útsláttarkeppninni.Cristiano Ronaldo's #UCL record at Real Madrid = pic.twitter.com/1NnIOfz1Xk— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 6, 2018
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Jürgen Klopp: Liverpool á heima í Meistaradeildinni Rauði herinn fór auðveldlega í gegnum Porto í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 7. mars 2018 08:00 Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Sjá meira
Jürgen Klopp: Liverpool á heima í Meistaradeildinni Rauði herinn fór auðveldlega í gegnum Porto í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 7. mars 2018 08:00