Óskar Hrafn: Leiðinlegur Mourinho er að eyðileggja Manchester United Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. febrúar 2018 10:00 Leikur Sevilla og Manchester United í Meistaradeild Evrópu í gær verður ekki minnst fyrir skemmtileg tilþrif og allra síst frá leikmönnum enska liðsins. Gagnrýnin hefur borist að knattspyrnustjóranum Jose Mourinho og var staða hans rædd í Meistaradeildarmörkunum eftir leik á Stöð 2 Sport í gær. Ríkharð Óskar Guðnason fór þá yfir stöðuna með þeim Bjarna Guðjónssyni og Óskari Hrafni Þorvaldssyni en óhætt er að segja að sá síðastnefndi sé ekki ánægður með framferði Mourinho og hvaða áhrif hann hefur haft á lið Manchester United. Mourinho virtist ofan á allt einfaldlega leiðast á hliðarlínunni í gær. „Maður trúir því ekki að maður sér á horfa á knattspyrnustjóra hjá einu stærsta félagsliði í heimi í einni stærstu keppni í heimi. Það lítur út fyrir að hann sé að bíða eftir því að stærðfræðikeppni sé að byrja í MR,“ sagði Óskar Hrafn sem sagðist enn fremur aldrei hafa verið neitt sérstaklega hrifinn af þeim sjálfur. Mourinho hafði verið fremur viðskotaillur á blaðamannafundi eftir leik og tók illa í spurningu blaðamanns um hlutverk Alexis Sanchez í liðinu. Óskar Hrafn sagði að það væri bara eitt af mörgum dæmum um hegðun Mourinho sem hann væri ekki hrifinn af. „Hvernig hann hagaði sér á þessum blaðamannafundi, hvernig hann var í þessum leik, hvernig hann stillti upp þessum leik, hvernig hann er búinn að vera undanfarnar vikur,“ sagði Óskar Hrafn. „Hann er leiðinlegur utan vallar og leiðinlegur í tilsvörum. Hann er leiðinlegur þegar hann leggur leikinn upp. Hann er bara leiðinlegur. Og hann er bara að eyðileggja United.“ „Þetta er leiðinlegasti leikur sem ég hef horft á lengi. Ég leið vítiskvalir yfir samantektinni ef það er hægt að kalla þetta samantekt. Það væri skemmtilegra að horfa á málningu þorna en að horfa á United spila,“ sagði Óskar Hrafn og hélt áfram. „Það var hræðilegt að horfa á þetta. Þetta er lið sem kostar mörg hundruð milljónir punda. Með knattspyrnustjóra sem er á ofurlaunum fyrir að stýra þessu. Hann er lélegur og leiðinlegur, liðið er lélegt og leiðinlegt og góðir leikmenn eru að spila illa. Hættu þessu! Farðu bara og finndu þér eitthvað annað að gera, Jose Mourinho.“ Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir De Gea frábær er United gerði markalaust jafntefli | Sjáðu allt það helsta Sevilla og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í kvöld, en leikurinn var fyrri leikur liðanna í 16-liða úrslitunum. 21. febrúar 2018 21:30 Pogba á bekknum gegn Sevilla Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, verður varamaður í kvöld í leik liðsins gegn Sevilla í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. BBC greinir frá þessu á vef sínum. 21. febrúar 2018 17:47 Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira
Leikur Sevilla og Manchester United í Meistaradeild Evrópu í gær verður ekki minnst fyrir skemmtileg tilþrif og allra síst frá leikmönnum enska liðsins. Gagnrýnin hefur borist að knattspyrnustjóranum Jose Mourinho og var staða hans rædd í Meistaradeildarmörkunum eftir leik á Stöð 2 Sport í gær. Ríkharð Óskar Guðnason fór þá yfir stöðuna með þeim Bjarna Guðjónssyni og Óskari Hrafni Þorvaldssyni en óhætt er að segja að sá síðastnefndi sé ekki ánægður með framferði Mourinho og hvaða áhrif hann hefur haft á lið Manchester United. Mourinho virtist ofan á allt einfaldlega leiðast á hliðarlínunni í gær. „Maður trúir því ekki að maður sér á horfa á knattspyrnustjóra hjá einu stærsta félagsliði í heimi í einni stærstu keppni í heimi. Það lítur út fyrir að hann sé að bíða eftir því að stærðfræðikeppni sé að byrja í MR,“ sagði Óskar Hrafn sem sagðist enn fremur aldrei hafa verið neitt sérstaklega hrifinn af þeim sjálfur. Mourinho hafði verið fremur viðskotaillur á blaðamannafundi eftir leik og tók illa í spurningu blaðamanns um hlutverk Alexis Sanchez í liðinu. Óskar Hrafn sagði að það væri bara eitt af mörgum dæmum um hegðun Mourinho sem hann væri ekki hrifinn af. „Hvernig hann hagaði sér á þessum blaðamannafundi, hvernig hann var í þessum leik, hvernig hann stillti upp þessum leik, hvernig hann er búinn að vera undanfarnar vikur,“ sagði Óskar Hrafn. „Hann er leiðinlegur utan vallar og leiðinlegur í tilsvörum. Hann er leiðinlegur þegar hann leggur leikinn upp. Hann er bara leiðinlegur. Og hann er bara að eyðileggja United.“ „Þetta er leiðinlegasti leikur sem ég hef horft á lengi. Ég leið vítiskvalir yfir samantektinni ef það er hægt að kalla þetta samantekt. Það væri skemmtilegra að horfa á málningu þorna en að horfa á United spila,“ sagði Óskar Hrafn og hélt áfram. „Það var hræðilegt að horfa á þetta. Þetta er lið sem kostar mörg hundruð milljónir punda. Með knattspyrnustjóra sem er á ofurlaunum fyrir að stýra þessu. Hann er lélegur og leiðinlegur, liðið er lélegt og leiðinlegt og góðir leikmenn eru að spila illa. Hættu þessu! Farðu bara og finndu þér eitthvað annað að gera, Jose Mourinho.“
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir De Gea frábær er United gerði markalaust jafntefli | Sjáðu allt það helsta Sevilla og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í kvöld, en leikurinn var fyrri leikur liðanna í 16-liða úrslitunum. 21. febrúar 2018 21:30 Pogba á bekknum gegn Sevilla Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, verður varamaður í kvöld í leik liðsins gegn Sevilla í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. BBC greinir frá þessu á vef sínum. 21. febrúar 2018 17:47 Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira
De Gea frábær er United gerði markalaust jafntefli | Sjáðu allt það helsta Sevilla og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í kvöld, en leikurinn var fyrri leikur liðanna í 16-liða úrslitunum. 21. febrúar 2018 21:30
Pogba á bekknum gegn Sevilla Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, verður varamaður í kvöld í leik liðsins gegn Sevilla í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. BBC greinir frá þessu á vef sínum. 21. febrúar 2018 17:47