Meistaradeildin rúllar af stað Benedikt Bóas skrifar 13. febrúar 2018 06:45 Harry Kane hefur verið sjóðheitur í vetur. vísir/getty Tvö ensk lið hefja keppni í 16 liða úrslitum Meistararadeildarinnar þegar hún fer af stað í kvöld á ný. Lærisveinar Pep Guardiola í Manchester City eru í Sviss þar sem þeir mæta Basel. Búist er við frekar auðveldum sigri City í þessari viðureign. Jafnvel þótt City á einhvern undraverðan hátt tapar í kvöld þá getur Guardiola huggað sig við að árangur Basel á útivelli er ævintýralega slakur. Það er því ekki mjög hár stuðullinn á að City liðið rúlli auðveldlega áfram í næstu umferð. Tottenham fer til Ítalíu og mætir þar Juventus í Tórínó. Margir eru spenntir fyrir að sjá Harry Kane reyna sig gegn Juventus-vörninni en Kane hefur verið sjóðandi heitur upp við mark andstæðinganna og skorað nánast að vild. Hann er með sex mörk í fimm leikjum í Meistaradeildinni og skoraði geggjað skallamark gegn Arsenal um helgina. Það verður geggjað að fylgjast með baráttu Kane og Giorgio Chiellini. Tottenham hefur aðeins 26 leiki í útsláttarkeppni innan liðsins en Juventus eru töluvert reyndara á þessu sviði með alls 142 leiki. Toby Alderweireld ferðaðist ekki með Tottenham til Tórínó en Mauricio Pochettino ákvað að skilja hann eftir. Samningaviðræður við Belgann hafa tekið gríðarlega langan tíma en hann er sagður vilja verulega kauphækkun. Það eru einnig meiðsli hjá Juventus en þar mun vanta Juan Cuadrado, Andrea Barzagli og Blaise Matuidi og þá er spurning um argentínska snillinginn Paulo Dybala. Sá hefur komið að 17 mörkum fyrir Juventus á tímabilinu. Leikirnir tveir falla þó í skuggann á viðureign morgundagsins þegar Real Madrid tekur á móti PSG. Það er leikurinn sem heimsbyggðin hefur beðið eftir síðan dregið var í 16 liða úrslit. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira
Tvö ensk lið hefja keppni í 16 liða úrslitum Meistararadeildarinnar þegar hún fer af stað í kvöld á ný. Lærisveinar Pep Guardiola í Manchester City eru í Sviss þar sem þeir mæta Basel. Búist er við frekar auðveldum sigri City í þessari viðureign. Jafnvel þótt City á einhvern undraverðan hátt tapar í kvöld þá getur Guardiola huggað sig við að árangur Basel á útivelli er ævintýralega slakur. Það er því ekki mjög hár stuðullinn á að City liðið rúlli auðveldlega áfram í næstu umferð. Tottenham fer til Ítalíu og mætir þar Juventus í Tórínó. Margir eru spenntir fyrir að sjá Harry Kane reyna sig gegn Juventus-vörninni en Kane hefur verið sjóðandi heitur upp við mark andstæðinganna og skorað nánast að vild. Hann er með sex mörk í fimm leikjum í Meistaradeildinni og skoraði geggjað skallamark gegn Arsenal um helgina. Það verður geggjað að fylgjast með baráttu Kane og Giorgio Chiellini. Tottenham hefur aðeins 26 leiki í útsláttarkeppni innan liðsins en Juventus eru töluvert reyndara á þessu sviði með alls 142 leiki. Toby Alderweireld ferðaðist ekki með Tottenham til Tórínó en Mauricio Pochettino ákvað að skilja hann eftir. Samningaviðræður við Belgann hafa tekið gríðarlega langan tíma en hann er sagður vilja verulega kauphækkun. Það eru einnig meiðsli hjá Juventus en þar mun vanta Juan Cuadrado, Andrea Barzagli og Blaise Matuidi og þá er spurning um argentínska snillinginn Paulo Dybala. Sá hefur komið að 17 mörkum fyrir Juventus á tímabilinu. Leikirnir tveir falla þó í skuggann á viðureign morgundagsins þegar Real Madrid tekur á móti PSG. Það er leikurinn sem heimsbyggðin hefur beðið eftir síðan dregið var í 16 liða úrslit.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira