Valdís Þóra: Ég fann ekki fyrir stressi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. febrúar 2018 09:30 Valdís Þóra Jónsdóttir. Vísir/Getty Valdís Þóra Jónsdóttir stendur vel að vígi eftir góða spilamennsku á LPGA-móti í Ástralíu sem hófst í gærkvöldi. Valdís spilaði á pari vallarins og er á meðal 50 efstu keppenda. „Hringurinn var nokkuð góður fyrir utan sautjándu holuna þar sem ég fór í tjörn. Ég fékk víti þar,“ sagði Valdís Þóra eftir hringinn í morgun. „Ég missti líka nokkur pútt en heilt yfir var ég að slá vel og kom mér í helling af færum.“ Valdís Þóra er að keppa á sínu öðru LPGA-móti en hún tók einnig þátt á Opna bandaríska meistaramótinu á síðasta ári. Valdís Þóra vann sér þátttökurétt á þessu móti með því að vinna forkeppni. „Þetta er gott tækifæri fyrir mig og gaman að vera hér. Ég ekki ekki fyrir miklu stressi, ekki miðað við hvernig ég var á opna bandaríska í fyrra. Ég bý að þeirri reynslu í dag.“ Valdís er sem stendur í 46. sæti á mótinu og stefnir á að vera á meðal 70 efstu sem komast í gegnum niðurskurðinn. „Ég vil spila mitt golf áfram. Ég er að gera góða hluti og ég vil hafa gaman að þessu,“ sagði hún. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er einnig að keppa á sama móti en þetta er í fyrsta sinn sem þær keppa á sama móti á LPGA-mótaröðinni. Ólafía spilaði á tveimur yfir pari og er í 75. sæti eftir fyrsta hring. „Ég hitti hana í gær og við vorum ánægðar að sjá hverja aðra. Við veitum hvorri annarri stuðning og viljum að hinni gangi vel.“ Golf Tengdar fréttir Skrambans ólukka hjá Valdísi undir lokin Valdís Þóra Jónsdóttir fór fyrsta hringinn á opna ástralska mótinu á pari. 15. febrúar 2018 08:06 Ólafía tveimur yfir pari í Ástralíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fékk fimm skolla´a fyrsta hring. 15. febrúar 2018 07:12 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir stendur vel að vígi eftir góða spilamennsku á LPGA-móti í Ástralíu sem hófst í gærkvöldi. Valdís spilaði á pari vallarins og er á meðal 50 efstu keppenda. „Hringurinn var nokkuð góður fyrir utan sautjándu holuna þar sem ég fór í tjörn. Ég fékk víti þar,“ sagði Valdís Þóra eftir hringinn í morgun. „Ég missti líka nokkur pútt en heilt yfir var ég að slá vel og kom mér í helling af færum.“ Valdís Þóra er að keppa á sínu öðru LPGA-móti en hún tók einnig þátt á Opna bandaríska meistaramótinu á síðasta ári. Valdís Þóra vann sér þátttökurétt á þessu móti með því að vinna forkeppni. „Þetta er gott tækifæri fyrir mig og gaman að vera hér. Ég ekki ekki fyrir miklu stressi, ekki miðað við hvernig ég var á opna bandaríska í fyrra. Ég bý að þeirri reynslu í dag.“ Valdís er sem stendur í 46. sæti á mótinu og stefnir á að vera á meðal 70 efstu sem komast í gegnum niðurskurðinn. „Ég vil spila mitt golf áfram. Ég er að gera góða hluti og ég vil hafa gaman að þessu,“ sagði hún. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er einnig að keppa á sama móti en þetta er í fyrsta sinn sem þær keppa á sama móti á LPGA-mótaröðinni. Ólafía spilaði á tveimur yfir pari og er í 75. sæti eftir fyrsta hring. „Ég hitti hana í gær og við vorum ánægðar að sjá hverja aðra. Við veitum hvorri annarri stuðning og viljum að hinni gangi vel.“
Golf Tengdar fréttir Skrambans ólukka hjá Valdísi undir lokin Valdís Þóra Jónsdóttir fór fyrsta hringinn á opna ástralska mótinu á pari. 15. febrúar 2018 08:06 Ólafía tveimur yfir pari í Ástralíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fékk fimm skolla´a fyrsta hring. 15. febrúar 2018 07:12 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Skrambans ólukka hjá Valdísi undir lokin Valdís Þóra Jónsdóttir fór fyrsta hringinn á opna ástralska mótinu á pari. 15. febrúar 2018 08:06
Ólafía tveimur yfir pari í Ástralíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fékk fimm skolla´a fyrsta hring. 15. febrúar 2018 07:12