Einar Árni tekur upp hanskann fyrir Keflavík: Engin skömm að tapa fyrir Þór og Hetti Anton Ingi Leifsson skrifar 15. febrúar 2018 22:24 Einar Árni Jóhannsson. Vísir/Ernir Þór Þorlákshöfn tapaði fyrir Valsmönnum á útivelli í Domino's deild karla í kvöld með níu stigum. Tapið gerði baráttu Þórsara um sæti í úrslitakeppninni erfiðari en sigur Vals sendi Hött endanlega niður í fyrstu deild. „Það sem pirrar mig mest í dag að hvað við höfum verið góðir í síðustu fjórum til fimm leikjum, sýnt mikið hjarta, verið mikið lið og svo komum við í leik sem eflaust hefur læðst að fólki sem við ættum að vinna þá bryddum við upp á nýjungum sem hefur ekki sést í langan tíma.” Þetta sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, í samtali við Vísi í leikslok og virtist hundfúll með framlag sinna manna í leiknum í kvöld sem hefur oft verið betra. Lokatölur í leiknum urðu 95-86. „Við vorum ekki góðir. Daprasta varnarframmistaða í allan vetur, teigurinn galopinn, réðum ekkert við King og buðum þeim bara upp í veislu. Fullt hrós á Val sem sýndi mikið hjarta og gaf allt sitt.” „Við töluðum um að mæta þeirra hjarta, en við vorum víðsfjarri í dag því miður,” en hæðarmunurinn hefur ekki aftrað Þór í síðustu leikjum þar sem samvinnan í varnarleiknum hefur verið til fyrirmyndar. Það breyttist algjörlega í dag. „Stundum lendir maður í vandræðum með einhver play, en í dag voru þetta bara einstaklings mistök hver á fætur öðrum þar sem menn gleyma sér bara, í einn og einn vörn eru menn bara slakir. Það er alveg fáránlega mikið af lay-upum sem eru skoruð í þessum leik. Það er okkar versta meðal í dag.” Þórsarar hafa verið að daðra við það að ógna Keflavík og liðunum þar fyrir ofan af alvöru krafti með frábærri frammistöðu í janúar. Þetta var eitt skref aftur á bak, en er Einar hættur að horfa upp fyrir sig núna? „Nei, en möguleikinn er fjarlægur. Við erum þokkalegir í stærðfræði og gerum okkur grein fyrir því að þetta var aldrei í okkar höndum. Við gerðum okkur mikið erfiðara fyrir núna en áður,” sagði Einar sem sagði umræðuna um Keflavík vera á mis. „Öll þessi umræða um Keflavík. Þeir unnu okkur um daginn og voru betri en við. Menn geta sagt allt um þá og auðvitað hafa þeir átt erfiðan vetur. Þeir hafa tapað fyrir Þór og Hetti, en það er talað um það eins og það sé versta skömm í heimi.” „Það gleymist stundum að hrósa þessum liðum fyrir flotta frammistöðu. Fyrir það fyrsta þurfum við að hugsa um okkur, vinna næsta leik og sjá hvort við getum búið til einhverja pressu.” „Við þurfum að treysta að Keflavík tapi næsti tveimur leikjum og við að vinna næstu tvo og sjá hvort þeir höndli þá pressu. Ef við ætlum að vinna næsta leik þurfum við að reisa leik okkar töluvert frá þessum leik í dag,” sem hrósaði Val að lokum: „Mig langar samt sem áður að ítreka það að Valsmenn voru geggjaðir í dag. Risa hjarta, vilji og liðsheild.” Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór Þ. 95-86 | Valur heldur sér á lífi í baráttunni um úrslitakeppni Valur heldur sér á lífi í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni í Dominos-deild karla eftir sigur á Þór frá Þorlákshöfn, 95-86, í Valshöllinni í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Vals í síðustu fimm leikjum. 15. febrúar 2018 22:00 Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Þór Þorlákshöfn tapaði fyrir Valsmönnum á útivelli í Domino's deild karla í kvöld með níu stigum. Tapið gerði baráttu Þórsara um sæti í úrslitakeppninni erfiðari en sigur Vals sendi Hött endanlega niður í fyrstu deild. „Það sem pirrar mig mest í dag að hvað við höfum verið góðir í síðustu fjórum til fimm leikjum, sýnt mikið hjarta, verið mikið lið og svo komum við í leik sem eflaust hefur læðst að fólki sem við ættum að vinna þá bryddum við upp á nýjungum sem hefur ekki sést í langan tíma.” Þetta sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, í samtali við Vísi í leikslok og virtist hundfúll með framlag sinna manna í leiknum í kvöld sem hefur oft verið betra. Lokatölur í leiknum urðu 95-86. „Við vorum ekki góðir. Daprasta varnarframmistaða í allan vetur, teigurinn galopinn, réðum ekkert við King og buðum þeim bara upp í veislu. Fullt hrós á Val sem sýndi mikið hjarta og gaf allt sitt.” „Við töluðum um að mæta þeirra hjarta, en við vorum víðsfjarri í dag því miður,” en hæðarmunurinn hefur ekki aftrað Þór í síðustu leikjum þar sem samvinnan í varnarleiknum hefur verið til fyrirmyndar. Það breyttist algjörlega í dag. „Stundum lendir maður í vandræðum með einhver play, en í dag voru þetta bara einstaklings mistök hver á fætur öðrum þar sem menn gleyma sér bara, í einn og einn vörn eru menn bara slakir. Það er alveg fáránlega mikið af lay-upum sem eru skoruð í þessum leik. Það er okkar versta meðal í dag.” Þórsarar hafa verið að daðra við það að ógna Keflavík og liðunum þar fyrir ofan af alvöru krafti með frábærri frammistöðu í janúar. Þetta var eitt skref aftur á bak, en er Einar hættur að horfa upp fyrir sig núna? „Nei, en möguleikinn er fjarlægur. Við erum þokkalegir í stærðfræði og gerum okkur grein fyrir því að þetta var aldrei í okkar höndum. Við gerðum okkur mikið erfiðara fyrir núna en áður,” sagði Einar sem sagði umræðuna um Keflavík vera á mis. „Öll þessi umræða um Keflavík. Þeir unnu okkur um daginn og voru betri en við. Menn geta sagt allt um þá og auðvitað hafa þeir átt erfiðan vetur. Þeir hafa tapað fyrir Þór og Hetti, en það er talað um það eins og það sé versta skömm í heimi.” „Það gleymist stundum að hrósa þessum liðum fyrir flotta frammistöðu. Fyrir það fyrsta þurfum við að hugsa um okkur, vinna næsta leik og sjá hvort við getum búið til einhverja pressu.” „Við þurfum að treysta að Keflavík tapi næsti tveimur leikjum og við að vinna næstu tvo og sjá hvort þeir höndli þá pressu. Ef við ætlum að vinna næsta leik þurfum við að reisa leik okkar töluvert frá þessum leik í dag,” sem hrósaði Val að lokum: „Mig langar samt sem áður að ítreka það að Valsmenn voru geggjaðir í dag. Risa hjarta, vilji og liðsheild.”
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór Þ. 95-86 | Valur heldur sér á lífi í baráttunni um úrslitakeppni Valur heldur sér á lífi í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni í Dominos-deild karla eftir sigur á Þór frá Þorlákshöfn, 95-86, í Valshöllinni í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Vals í síðustu fimm leikjum. 15. febrúar 2018 22:00 Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór Þ. 95-86 | Valur heldur sér á lífi í baráttunni um úrslitakeppni Valur heldur sér á lífi í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni í Dominos-deild karla eftir sigur á Þór frá Þorlákshöfn, 95-86, í Valshöllinni í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Vals í síðustu fimm leikjum. 15. febrúar 2018 22:00