Finnur Freyr: Sjáum fimmta titilinn innan seilingar Magnús Ellert Bjarnason skrifar 9. febrúar 2018 23:17 Finnur Freyr Stefánsson. Vísir/Hanna Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, var að vonum hæstánægður þegar að blaðamaður Vísis náði af honum tali eftir 30 stiga heimasigur á Grindavík, 102-72. Taldi hann að þetta hafi verið besti frammistaða KR í vetur. „Ég held þetta hafi verið besti leikur okkar í vetur. Það gekk nánast allt upp, sérstaklega varnarleikurinn og flæðið sem við náðum að byggja upp á löngum köflum í leiknum. Þá náðum að halda mjög góðu Grindavíkurliði í lágu skori sem ég er gríðarlega ánægður með. “ Þrátt fyrir að Kristófer Acox, Brynjar Þór Björnsson og Jón Arnór Stefánsson hafi að mestu leyti séð um stigaskorun KR liðsins í kvöld telur Finnur að liðsheildin hafi skopið sigurinn í kvöld. Allir leikmenn liðsins hafi lagt voga á vogaskálarnar í kvöld. „Það sem skipti mestu máli var varnarleikurinn, við náðum að neyða þá oft í erfið skot. Pavel sýndi líka enn og aftur að hann getur „dominerað“ leiki án þess að skora mikið. Stundum skora nokkrir en aðrir leikmenn þurfa að sinna öðru óeigingjörnu hlutverki. Það er liðsheildin sem skiptir máli. Það er auðvelt að horfa upp á skortöfluna og sjá að Kristófer, Brynjar og Jón skoruðu mest, en Pavel, Darri, Bjössi og fleiri lögðu vog á vogaskálarnar í kvöld. “ Nýr Kani, Kendall Pollard, er væntanlegur í Vesturbæinn á sunnudaginn og bindur Finnur miklar vonir við hann. „Koman hans tafðist af því að hann var að verða pabbi. Við óskum honum til hamingju með það. Hann verður mættur á mánudagsmorgun og verður í hóp gegn Keflavík næsta föstudagskvöld. Við við væntumst mikið af honum og ég er spenntur að sjá hvað hann hefur fram að færa. Ég held hann gefi okkur meiri ógn í kringum körfuna. Kristófer hefur verið frábær en við þurfum meiri breidd þar. “ Finnur er bjartsýnn fyrir úrslitakeppnina sem styttist í og telur möguleika KR á að vinna fimmta Íslandsmeistaratitilinn í röð góða. „Við sjáum fimmta titilinn innan seilingar. Það væri lélegt ef okkur ef við myndum ekki fara ,,all-in“ og skrá okkur í sögubækurnar með þeim magnaða árangri. “ Dominos-deild karla Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, var að vonum hæstánægður þegar að blaðamaður Vísis náði af honum tali eftir 30 stiga heimasigur á Grindavík, 102-72. Taldi hann að þetta hafi verið besti frammistaða KR í vetur. „Ég held þetta hafi verið besti leikur okkar í vetur. Það gekk nánast allt upp, sérstaklega varnarleikurinn og flæðið sem við náðum að byggja upp á löngum köflum í leiknum. Þá náðum að halda mjög góðu Grindavíkurliði í lágu skori sem ég er gríðarlega ánægður með. “ Þrátt fyrir að Kristófer Acox, Brynjar Þór Björnsson og Jón Arnór Stefánsson hafi að mestu leyti séð um stigaskorun KR liðsins í kvöld telur Finnur að liðsheildin hafi skopið sigurinn í kvöld. Allir leikmenn liðsins hafi lagt voga á vogaskálarnar í kvöld. „Það sem skipti mestu máli var varnarleikurinn, við náðum að neyða þá oft í erfið skot. Pavel sýndi líka enn og aftur að hann getur „dominerað“ leiki án þess að skora mikið. Stundum skora nokkrir en aðrir leikmenn þurfa að sinna öðru óeigingjörnu hlutverki. Það er liðsheildin sem skiptir máli. Það er auðvelt að horfa upp á skortöfluna og sjá að Kristófer, Brynjar og Jón skoruðu mest, en Pavel, Darri, Bjössi og fleiri lögðu vog á vogaskálarnar í kvöld. “ Nýr Kani, Kendall Pollard, er væntanlegur í Vesturbæinn á sunnudaginn og bindur Finnur miklar vonir við hann. „Koman hans tafðist af því að hann var að verða pabbi. Við óskum honum til hamingju með það. Hann verður mættur á mánudagsmorgun og verður í hóp gegn Keflavík næsta föstudagskvöld. Við við væntumst mikið af honum og ég er spenntur að sjá hvað hann hefur fram að færa. Ég held hann gefi okkur meiri ógn í kringum körfuna. Kristófer hefur verið frábær en við þurfum meiri breidd þar. “ Finnur er bjartsýnn fyrir úrslitakeppnina sem styttist í og telur möguleika KR á að vinna fimmta Íslandsmeistaratitilinn í röð góða. „Við sjáum fimmta titilinn innan seilingar. Það væri lélegt ef okkur ef við myndum ekki fara ,,all-in“ og skrá okkur í sögubækurnar með þeim magnaða árangri. “
Dominos-deild karla Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira