Fátt skemmtilegra en jólasokkur Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 12. desember 2017 11:15 Nichole með syni sínum Tómasi Jamie, níu ára, við jólalegt morgunverðarborðið. MYND/STEFÁN Nichole Leigh Mosty, leikskólakennari og fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, kom fyrst til Íslands um jól. Hún heillaðist af jólahaldi Íslendinga og heldur aðfangadagskvöld heilagt að íslenskum sið en heldur í bandarískar jólahefðir á jóladag. „Ég varð snortin af stemningunni í miðbænum á Þorláksmessu og hvernig lokkandi bökunarilm lagði úr hverju húsi á aðventunni,“ segir Nichole. "Mér finnst líka svo sætt að Íslendingar setjist allir að borðum klukkan sex á aðfangadagskvöld. Íslensk jól eru fjölskylduvæn og desember endalaust skemmtilegur með skautaferðum, jólaviðburðum og heitu súkkulaði með börnunum.“ Nichole fæddist í Three Rivers, í Michigan í Bandaríkjunum. Hún er gift Garðari Gunnarssyni bakara og saman eiga þau börnin Tómas Jamie, 9 ára og Leah Karin, 8 ára. „Börnin eru Íslendingar og bandarísk og fyrir þau höldum við í hefðir beggja landa. Á aðfangadagskvöld klæðum við okkur upp á, Garðar eldar hamborgarhrygg og við opnum jólagjafir frá íslensku fjölskyldunni okkar. Íslensku jólasveinarnir gefa börnunum í skóinn og hafa meira að segja elt börnin alla leið til Bandaríkjanna þegar við höfum haldið jól þar,“ segir Nichole hláturmild og hissa. Á jóladagsmorgun tekur hún til óspilltra málanna við amerískt jólahald. „Þá er bandaríski jólasveinninn búinn að koma alla leið frá Ameríku og setja gjafir frá mömmu og fjölskyldu minni vestra undir jólatréð. Við hengjum upp jólasokka að bandarískum sið og þegar börnin vakna hlaupa þau beint að jólasokkunum sem eru úttroðnir af sælgæti og litlum gjöfum. Mamma sendir ógrynni af litlum hlutum sem við dundum okkur lengi við að opna og börnin elska þetta, enda er ekkert skemmtilegra en jólasokkur. Síðan útbúum við amerískan morgunmat, borðum á okkur gat, og förum svo að jólatrénu til að opna pakkana með tilheyrandi fjöri,“ segir Nichole sem sér um eldamennskuna á jóladagskvöld; kalkún og hefðbundinn jólamat frá æskujólum hennar í Michigan. Súrdeigsbrauð velt upp úr eggjablöndu með kanil, vanillu og rjóma, er yndislegur jólamorgunverður. Yfir hann er hellt sírópi og ristuðum pekanhnetum.MYND/STEFÁN Ljúfar æskuminningar Jólaundirbúningur á heimili Nichole og Garðars hefst þó ekki fyrr en að lokinni þakkargjörðarhátíðinni. „Við höldum þakkargjörðina alltaf hátíðlega og í ár buðum við þingflokknum heim til að gleðjast yfir dýrindis kalkún og graskersböku að amerískum sið,“ segir Nichole, en jólabakstrinum skipta þau hjónin með sér. „Garðar bakar brauð, sörur og gyðingakökur og ég baka súkkulaðibitakökur og sætar smákökur.“ Upplestur úr jólasögum á aðventunni er hefð sem Nichole tók með sér úr jólahaldi æskunnar. „Heima lásum við alltaf A night before Christmas eftir Charles Dickens og þegar ég var í London fyrir skemmstu varð ég að skreppa í bókabúð og kaupa enskar jólabækur. Ég hef þær á ensku því þetta er hefð að heiman. Við geymum jólabækurnar undir jólatrénu fram að jólum og kúrum saman yfir upplestrinum í stofunni,“ segir Nichole. Önnur jólahefð frá mömmu og langömmu Nichole er að baka smákökur í box sem gefin eru vinum og ættingjum með heimagerðum jólakortum. „Ég á ljúfar æskuminningar tengdar þessari hefð og með börnunum, en kökugjafir voru kærkomnar jólagjafir á tímum langömmu. Þetta hefur aðeins dottið niður hjá okkur síðustu jól en nú þegar ég er ekki lengur þingmamma getum við tekið upp þráðinn aftur,“ segir Nichole, full tilhlökkunar. Hún segir jólin aðeins minni í sniðum en þakkargjörðarhátíðina vestra þegar stórfjölskyldan á samfundi. „Á aðfangadagskvöld er opið hús hjá mömmu, eins og svo víða í Bandaríkjunum. Þá fer fólk á milli húsa til að gleðjast, sötra eggjapúns og óska hvert öðru gleðilegra jóla, en á jóladag er nánasta fjölskylda samankomin í jólagleði.“ Nichole er með háskólapróf í leikskólakennarafræðum en er nýhætt sem þingmaður Bjartrar framtíðar eftir stjórnarslitin í haust. „Það kitlar mig að koma aftur að stjórnmálum en fyrst ætla ég að starfa sem leikskólakennari enda er mikil vöntun á fagfólki í það mikilvæga starf. Ég ætla líka að vinna að uppbyggingu flokksins og tryggja að hann komi sterkur inn á ný. Eftir strangt lærdómsferli var ég full tilhlökkunar að mæta á þing í haust og skrápurinn hafði harðnað eftir að hafa mætt fordómum í fyrstu. Ég var tilbúin með nokkur frumvörp og fann hvernig rödd mín og starfskraftar nýttust best á þingi. Ég reyni örugglega aftur og kem til baka enn sterkari.“ Það er hátíðlegt og spennandi fyrir munn og maga að setjast að svo fallegum og girnilegum morgunverði á jóladagsmorgun. Súrdeigseggjabrauð 1 stk. gott súrdeigsbrauð, heimabakað eða keypt, skorið niður í þykkar sneiðar 4 egg 1 peli rjómi 1 og ½ tsk. kanill 1 vanillustöng (eða 1 tsk. vanilludropar) Smjör til steikingar Brjótið egg í skál og bætið við kanil, ¾ af rjóma og vanillukornum úr stönginni. Hrærið saman þar til ljóst á lit. Bræðið smjör á pönnu á miðlungshita svo smjörið brenni ekki. Veltið brauðsneiðum, einni í einu, upp úr eggjablöndunni. Steikið í sirka tvær mínútur á hvorri hlið, þar til brauðið er ljósbrúnt og egg augljóslega eldað. Bökuð jólaepli 4 græn epli 100 g smjör 2 tsk. kanill 1 tsk. múskat 1 tsk. negull Afhýðið eplin, skerið þau í sneiðar og raðið í eldfast mót. Skerið smjör í litlar klípur og dreifið á milli eplanna. Stráið kryddinu yfir eplin. Bakið í ofni við 180°C í 40 mínútur, en hrærið í eplunum þegar 20 mínútur eru liðnar af bökunartímanum, svo að smjör og krydd dreifist vel um eplin. Ristaðar pekanhnetur Setjið pekanhnetur á bökunarplötu þegar 10 mínútur eru eftir af bökunartíma eplanna og ristið í ofninum, ekki lengur en í 10 mínútur. Ilmurinn er unaðslegur þegar þau eru tilbúin. Heimagert „Mrs. Butterworths“ síróp 1 dl ljós púðursykur 1 dl hlynsíróp 1 dl vatn 100 g smjör Bræðið saman í potti smjör, púðursykur og hlynsíróp þar til púðursykurinn er ekki alveg bráðinn en farið er að sjóða upp eins og í karamellu. Hellið þá vatni út í og þeytið með písk þar til sírópið er þunnt og slétt. Þá er að þeyta afganginn af rjómanum. Setjið ristaðar pekanhnetur og síróp ofan á eggjabrauðið og bökuð epli með rjóma til hliðar. Njótið vel og gleðileg jól! Jól Jólamatur Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Gáttaþefur kom í nótt Jól Jólalag dagsins: Sverrir Bergmann flytur Á Þorláksmessu Jól Jólamolar: Fræsihefill, ferðalög og frönskunámskeið á óskalistanum Jól Vinsæl jóladagatöl á Íslandi: Bjór, snyrtivörur, kaffi og lakkrís Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Jólalag dagsins: Vandræði að vera vegan í jólaboði Jól Gaf foreldrum sínum hræðilega jólagjöf sem var fljótt látin hverfa Jól Kvenskart frá heitu hjarta: Orri Finn Jól Æðislegur fylltur lambahryggur Jól Fleiri fréttir Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Nichole Leigh Mosty, leikskólakennari og fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, kom fyrst til Íslands um jól. Hún heillaðist af jólahaldi Íslendinga og heldur aðfangadagskvöld heilagt að íslenskum sið en heldur í bandarískar jólahefðir á jóladag. „Ég varð snortin af stemningunni í miðbænum á Þorláksmessu og hvernig lokkandi bökunarilm lagði úr hverju húsi á aðventunni,“ segir Nichole. "Mér finnst líka svo sætt að Íslendingar setjist allir að borðum klukkan sex á aðfangadagskvöld. Íslensk jól eru fjölskylduvæn og desember endalaust skemmtilegur með skautaferðum, jólaviðburðum og heitu súkkulaði með börnunum.“ Nichole fæddist í Three Rivers, í Michigan í Bandaríkjunum. Hún er gift Garðari Gunnarssyni bakara og saman eiga þau börnin Tómas Jamie, 9 ára og Leah Karin, 8 ára. „Börnin eru Íslendingar og bandarísk og fyrir þau höldum við í hefðir beggja landa. Á aðfangadagskvöld klæðum við okkur upp á, Garðar eldar hamborgarhrygg og við opnum jólagjafir frá íslensku fjölskyldunni okkar. Íslensku jólasveinarnir gefa börnunum í skóinn og hafa meira að segja elt börnin alla leið til Bandaríkjanna þegar við höfum haldið jól þar,“ segir Nichole hláturmild og hissa. Á jóladagsmorgun tekur hún til óspilltra málanna við amerískt jólahald. „Þá er bandaríski jólasveinninn búinn að koma alla leið frá Ameríku og setja gjafir frá mömmu og fjölskyldu minni vestra undir jólatréð. Við hengjum upp jólasokka að bandarískum sið og þegar börnin vakna hlaupa þau beint að jólasokkunum sem eru úttroðnir af sælgæti og litlum gjöfum. Mamma sendir ógrynni af litlum hlutum sem við dundum okkur lengi við að opna og börnin elska þetta, enda er ekkert skemmtilegra en jólasokkur. Síðan útbúum við amerískan morgunmat, borðum á okkur gat, og förum svo að jólatrénu til að opna pakkana með tilheyrandi fjöri,“ segir Nichole sem sér um eldamennskuna á jóladagskvöld; kalkún og hefðbundinn jólamat frá æskujólum hennar í Michigan. Súrdeigsbrauð velt upp úr eggjablöndu með kanil, vanillu og rjóma, er yndislegur jólamorgunverður. Yfir hann er hellt sírópi og ristuðum pekanhnetum.MYND/STEFÁN Ljúfar æskuminningar Jólaundirbúningur á heimili Nichole og Garðars hefst þó ekki fyrr en að lokinni þakkargjörðarhátíðinni. „Við höldum þakkargjörðina alltaf hátíðlega og í ár buðum við þingflokknum heim til að gleðjast yfir dýrindis kalkún og graskersböku að amerískum sið,“ segir Nichole, en jólabakstrinum skipta þau hjónin með sér. „Garðar bakar brauð, sörur og gyðingakökur og ég baka súkkulaðibitakökur og sætar smákökur.“ Upplestur úr jólasögum á aðventunni er hefð sem Nichole tók með sér úr jólahaldi æskunnar. „Heima lásum við alltaf A night before Christmas eftir Charles Dickens og þegar ég var í London fyrir skemmstu varð ég að skreppa í bókabúð og kaupa enskar jólabækur. Ég hef þær á ensku því þetta er hefð að heiman. Við geymum jólabækurnar undir jólatrénu fram að jólum og kúrum saman yfir upplestrinum í stofunni,“ segir Nichole. Önnur jólahefð frá mömmu og langömmu Nichole er að baka smákökur í box sem gefin eru vinum og ættingjum með heimagerðum jólakortum. „Ég á ljúfar æskuminningar tengdar þessari hefð og með börnunum, en kökugjafir voru kærkomnar jólagjafir á tímum langömmu. Þetta hefur aðeins dottið niður hjá okkur síðustu jól en nú þegar ég er ekki lengur þingmamma getum við tekið upp þráðinn aftur,“ segir Nichole, full tilhlökkunar. Hún segir jólin aðeins minni í sniðum en þakkargjörðarhátíðina vestra þegar stórfjölskyldan á samfundi. „Á aðfangadagskvöld er opið hús hjá mömmu, eins og svo víða í Bandaríkjunum. Þá fer fólk á milli húsa til að gleðjast, sötra eggjapúns og óska hvert öðru gleðilegra jóla, en á jóladag er nánasta fjölskylda samankomin í jólagleði.“ Nichole er með háskólapróf í leikskólakennarafræðum en er nýhætt sem þingmaður Bjartrar framtíðar eftir stjórnarslitin í haust. „Það kitlar mig að koma aftur að stjórnmálum en fyrst ætla ég að starfa sem leikskólakennari enda er mikil vöntun á fagfólki í það mikilvæga starf. Ég ætla líka að vinna að uppbyggingu flokksins og tryggja að hann komi sterkur inn á ný. Eftir strangt lærdómsferli var ég full tilhlökkunar að mæta á þing í haust og skrápurinn hafði harðnað eftir að hafa mætt fordómum í fyrstu. Ég var tilbúin með nokkur frumvörp og fann hvernig rödd mín og starfskraftar nýttust best á þingi. Ég reyni örugglega aftur og kem til baka enn sterkari.“ Það er hátíðlegt og spennandi fyrir munn og maga að setjast að svo fallegum og girnilegum morgunverði á jóladagsmorgun. Súrdeigseggjabrauð 1 stk. gott súrdeigsbrauð, heimabakað eða keypt, skorið niður í þykkar sneiðar 4 egg 1 peli rjómi 1 og ½ tsk. kanill 1 vanillustöng (eða 1 tsk. vanilludropar) Smjör til steikingar Brjótið egg í skál og bætið við kanil, ¾ af rjóma og vanillukornum úr stönginni. Hrærið saman þar til ljóst á lit. Bræðið smjör á pönnu á miðlungshita svo smjörið brenni ekki. Veltið brauðsneiðum, einni í einu, upp úr eggjablöndunni. Steikið í sirka tvær mínútur á hvorri hlið, þar til brauðið er ljósbrúnt og egg augljóslega eldað. Bökuð jólaepli 4 græn epli 100 g smjör 2 tsk. kanill 1 tsk. múskat 1 tsk. negull Afhýðið eplin, skerið þau í sneiðar og raðið í eldfast mót. Skerið smjör í litlar klípur og dreifið á milli eplanna. Stráið kryddinu yfir eplin. Bakið í ofni við 180°C í 40 mínútur, en hrærið í eplunum þegar 20 mínútur eru liðnar af bökunartímanum, svo að smjör og krydd dreifist vel um eplin. Ristaðar pekanhnetur Setjið pekanhnetur á bökunarplötu þegar 10 mínútur eru eftir af bökunartíma eplanna og ristið í ofninum, ekki lengur en í 10 mínútur. Ilmurinn er unaðslegur þegar þau eru tilbúin. Heimagert „Mrs. Butterworths“ síróp 1 dl ljós púðursykur 1 dl hlynsíróp 1 dl vatn 100 g smjör Bræðið saman í potti smjör, púðursykur og hlynsíróp þar til púðursykurinn er ekki alveg bráðinn en farið er að sjóða upp eins og í karamellu. Hellið þá vatni út í og þeytið með písk þar til sírópið er þunnt og slétt. Þá er að þeyta afganginn af rjómanum. Setjið ristaðar pekanhnetur og síróp ofan á eggjabrauðið og bökuð epli með rjóma til hliðar. Njótið vel og gleðileg jól!
Jól Jólamatur Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Gáttaþefur kom í nótt Jól Jólalag dagsins: Sverrir Bergmann flytur Á Þorláksmessu Jól Jólamolar: Fræsihefill, ferðalög og frönskunámskeið á óskalistanum Jól Vinsæl jóladagatöl á Íslandi: Bjór, snyrtivörur, kaffi og lakkrís Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Jólalag dagsins: Vandræði að vera vegan í jólaboði Jól Gaf foreldrum sínum hræðilega jólagjöf sem var fljótt látin hverfa Jól Kvenskart frá heitu hjarta: Orri Finn Jól Æðislegur fylltur lambahryggur Jól Fleiri fréttir Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira