Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Boði Logason skrifar 14. nóvember 2024 07:03 Aðventan með Lindu Ben eru nýir þættir á Stöð 2 og Vísi. Vísir Matreiðsluþættirnir Aðventan með Lindu Ben verða á dagskrá í nóvember og desember á Stöð 2 og Vísi en í þeim býður hún áhorfendum heim og gefur góðar hugmyndir og ráð fyrir aðventuna. Í þessum fyrsta þætti sýnir Linda okkur notalegan jólabröns með girnilegum mjúkum kanilsnúðum með valhnetukaramellu, ljúffengum pönnukökum, jólajógúrt og klassísku heitu súkkulaði. Klippa: Aðventan með Lindu Ben: Notalegur jólabrunch Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Kanilsnúðar 7 g þurrger 120 ml volgt vatn 120 ml volg mjólk ½ dl sykur 80 g brætt smjör 1 tsk salt 1 egg 450 g hveiti Kanilfylling 120 g mjúkt smjör 2 dl sykur 2 msk kanill Setjið volgt vatn og volga mjólk ásamt gerinu og sykri í hrærivél og hrærið smá til að þurrgerið blotni. Bætið eggi, smjöri og salti saman við. Bætið svo nánast öllu hveitinu út í, skiljið um það bil 50 g eftir og hellið gerblöndunni líka ofan í stóru skálina. Hnoðið deigið saman þangað til allt hefur blandast vel. Deigið á að vera klístrað en ef það er ennþá mjög blautt setjið þá restina af hveitinu út í. Látið deigið hefast í 1 – 1 ½ klst eða þangað til deigið hefur tvöfaldast í stærð. Útbúið valhnetukaramelluna á meðan degið hefast. Valhnetukaramella 150 g valhnetur 100 g púðursykur 50 g hvítur sykur 150 g hlynsíróp 50 g smjör 50 ml mjólk ⅓ tsk salt Setjið hlynsíróp og smjör saman í pönnu þar til bráðnað, bætið þá öllum öðrum innihaldsefnum á pönnuna og hitið þar til sykurkornin eru bráðnuð. Bætið þá valhnetum út á pönnuna og hrærið þar til karamellan þekur hneturnar. Setjið valhnetukaramelluna í stórt eldfast mót Þegar deigið hefur hefað sig dreifið þið svolítið af hveiti á borðið, takið deigið úr skálinni og fletjið það út í um það bil 20×40 cm flöt. Blandið saman mjúku smjöri, sykri og kanil í skál, hrærið þar til blandað saman. Smyrjið fyllingunni yfir allt deigið. Rúllið svo upp deiginu frá 40 cm endanum í lengju og skerið hana svo í 12 – 15 bita. Raðið snúðunum ofan á karamelluna, það má vera frekar rúmt á milli snúðanna því þeir eiga eftir að stækka. Leggið hreint viskastykki yfir formið og látið snúðana hefast aftur í 30-60 mínútur Stillið ofninn á 175°C og undir- og yfirhita. Setjið snúðana í ofninn og látið bakast í 35-45 mín (tími fer eftir hversu þykkir snúðarnir eru) eða þangað til þeir eru orðnir fallega gullnir á litinn. Heitt súkkulaði 500 ml nýmjólk frá Örnu mjólkurvörum 150 g Síríus suðusúkkulaði 2 msk sykur Rjómi frá Örnu mjólkurvörum Setjið mjólkina í pott ásamt sykrinum og súkkulaðinu, hitið að suðu en látið ekki sjóða. Slökkvið á hitanum undir súkkulaðinu og hrærið saman þar til allt hefur samlagast. Hellið í bolla eða glös, þeytið rjómann og bætið út á heita súkkulaðið. Aðventan með Lindu Ben Uppskriftir Matur Jól Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól „Gestirnir, þeir koma í raun og veru með jólin til mín“ Jól Skrautáskorun úr pappír Jól Sykurlausar sörur hinna lötu Jól Segir engin jól án sörubaksturs Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Vestfirskar hveitikökur og metnaðarfullar skreytingar Jól Leit hafin að best skreytta húsinu á Íslandi Jól Málar listaverk á laufabrauð: Fallegustu kökurnar geymdar í áraraðir Jól Fleiri fréttir Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Í þessum fyrsta þætti sýnir Linda okkur notalegan jólabröns með girnilegum mjúkum kanilsnúðum með valhnetukaramellu, ljúffengum pönnukökum, jólajógúrt og klassísku heitu súkkulaði. Klippa: Aðventan með Lindu Ben: Notalegur jólabrunch Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Kanilsnúðar 7 g þurrger 120 ml volgt vatn 120 ml volg mjólk ½ dl sykur 80 g brætt smjör 1 tsk salt 1 egg 450 g hveiti Kanilfylling 120 g mjúkt smjör 2 dl sykur 2 msk kanill Setjið volgt vatn og volga mjólk ásamt gerinu og sykri í hrærivél og hrærið smá til að þurrgerið blotni. Bætið eggi, smjöri og salti saman við. Bætið svo nánast öllu hveitinu út í, skiljið um það bil 50 g eftir og hellið gerblöndunni líka ofan í stóru skálina. Hnoðið deigið saman þangað til allt hefur blandast vel. Deigið á að vera klístrað en ef það er ennþá mjög blautt setjið þá restina af hveitinu út í. Látið deigið hefast í 1 – 1 ½ klst eða þangað til deigið hefur tvöfaldast í stærð. Útbúið valhnetukaramelluna á meðan degið hefast. Valhnetukaramella 150 g valhnetur 100 g púðursykur 50 g hvítur sykur 150 g hlynsíróp 50 g smjör 50 ml mjólk ⅓ tsk salt Setjið hlynsíróp og smjör saman í pönnu þar til bráðnað, bætið þá öllum öðrum innihaldsefnum á pönnuna og hitið þar til sykurkornin eru bráðnuð. Bætið þá valhnetum út á pönnuna og hrærið þar til karamellan þekur hneturnar. Setjið valhnetukaramelluna í stórt eldfast mót Þegar deigið hefur hefað sig dreifið þið svolítið af hveiti á borðið, takið deigið úr skálinni og fletjið það út í um það bil 20×40 cm flöt. Blandið saman mjúku smjöri, sykri og kanil í skál, hrærið þar til blandað saman. Smyrjið fyllingunni yfir allt deigið. Rúllið svo upp deiginu frá 40 cm endanum í lengju og skerið hana svo í 12 – 15 bita. Raðið snúðunum ofan á karamelluna, það má vera frekar rúmt á milli snúðanna því þeir eiga eftir að stækka. Leggið hreint viskastykki yfir formið og látið snúðana hefast aftur í 30-60 mínútur Stillið ofninn á 175°C og undir- og yfirhita. Setjið snúðana í ofninn og látið bakast í 35-45 mín (tími fer eftir hversu þykkir snúðarnir eru) eða þangað til þeir eru orðnir fallega gullnir á litinn. Heitt súkkulaði 500 ml nýmjólk frá Örnu mjólkurvörum 150 g Síríus suðusúkkulaði 2 msk sykur Rjómi frá Örnu mjólkurvörum Setjið mjólkina í pott ásamt sykrinum og súkkulaðinu, hitið að suðu en látið ekki sjóða. Slökkvið á hitanum undir súkkulaðinu og hrærið saman þar til allt hefur samlagast. Hellið í bolla eða glös, þeytið rjómann og bætið út á heita súkkulaðið.
Aðventan með Lindu Ben Uppskriftir Matur Jól Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól „Gestirnir, þeir koma í raun og veru með jólin til mín“ Jól Skrautáskorun úr pappír Jól Sykurlausar sörur hinna lötu Jól Segir engin jól án sörubaksturs Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Vestfirskar hveitikökur og metnaðarfullar skreytingar Jól Leit hafin að best skreytta húsinu á Íslandi Jól Málar listaverk á laufabrauð: Fallegustu kökurnar geymdar í áraraðir Jól Fleiri fréttir Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira