Ólafía Þórunn: Þessari litlu þjóð okkar eru engin takmörk sett Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. desember 2017 12:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði frábærum árangri á árinu. vísir/ernir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, er komin í verðskuldað jólafrí eftir magnað ár þar sem hún var sú fyrsta í íslenskri golfsögu til að taka þátt á LPGA-mótaröðinni, þeirri sterkustu í heiminum. Hún keppti á þremur af fimm risamótum ársins og er búin að vinna sér inn keppnisrétt á hinum tveimur á næsta ári og verður því á sama tíma að ári búin að keppa á öllum risamótum golfíþróttarinnar. Ólafía Þórunn var í viðtali í Ísland í dag sem sýnt var á Stöð 2 í gærkvöldi en þar var hún spurð hvort hún geti eitthvað útskýrt ótrúlegan árangur íslensks íþróttafólks upp á síðkastið og í gegnum tíðina. „Ég held að við hvetjum hvort annað áfram eins og fótboltastrákarnir hafa staðið sig svo vel sem og stelpurnar. Þetta er kraftaverk og alveg ótrúlegt með þessa litlu þjóð,“ segir Ólafía Þórunn. „Það eru engin takmörk. Við trúum að við getum þetta allt. Þessi trú hjálpar þegar að í keppni er komið. Ég hef aldrei sett mér takmörk um hversu langt ég get náð. Það er mjög íslenskt.“ Þar sem Ólafía hefur enginn takmörk sett þá hlýtur stefnan að verða sú besta í heimi: „Já,“ svarar hún um leið. Allt innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan. Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, er komin í verðskuldað jólafrí eftir magnað ár þar sem hún var sú fyrsta í íslenskri golfsögu til að taka þátt á LPGA-mótaröðinni, þeirri sterkustu í heiminum. Hún keppti á þremur af fimm risamótum ársins og er búin að vinna sér inn keppnisrétt á hinum tveimur á næsta ári og verður því á sama tíma að ári búin að keppa á öllum risamótum golfíþróttarinnar. Ólafía Þórunn var í viðtali í Ísland í dag sem sýnt var á Stöð 2 í gærkvöldi en þar var hún spurð hvort hún geti eitthvað útskýrt ótrúlegan árangur íslensks íþróttafólks upp á síðkastið og í gegnum tíðina. „Ég held að við hvetjum hvort annað áfram eins og fótboltastrákarnir hafa staðið sig svo vel sem og stelpurnar. Þetta er kraftaverk og alveg ótrúlegt með þessa litlu þjóð,“ segir Ólafía Þórunn. „Það eru engin takmörk. Við trúum að við getum þetta allt. Þessi trú hjálpar þegar að í keppni er komið. Ég hef aldrei sett mér takmörk um hversu langt ég get náð. Það er mjög íslenskt.“ Þar sem Ólafía hefur enginn takmörk sett þá hlýtur stefnan að verða sú besta í heimi: „Já,“ svarar hún um leið. Allt innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira