Samstæð sakamál I Þorvaldur Gylfason skrifar 23. nóvember 2017 09:45 Hann bað ráðherrann um að gera svo vel að ganga með sér út á tröppurnar, benti honum á stórvirk vinnutæki skammt frá og sagði: Þessi tæki voru flutt til landsins undir því yfirskini að þau skyldi nota á Keflavíkurflugvelli til að komast hjá sköttum og skyldum. Þetta var á skrifstofu ráðherra í Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg. Ráðherrann lét sér fátt um finnast. Sá sem reyndi að hreyfa málinu var Kristján Pétursson, löggæzlumaður í Keflavík. Hann birti sjálfsævisögu sína Margir vildu hann feigan 1990. Þar lýsir hann hermanginu og þá um leið olíumálinu, umfangsmesta fjársvikamáli síns tíma. Framkvæmdastjórinn fékk fangelsisdóm en stjórnarmenn fengu fjársektir. Kristján segir að reynt hafi verið að múta honum til að fella rannsókn málsins niður (bls. 95-97). Hann segir síðan (bls. 98): „Það sem vakti mesta athygli mína var að embættismenn fengu ekki einu sinni áminningu fyrir vanrækslu eða brot í starfi enda þótt stór hluti dómskjala væru áritanir og stimplanir hinna opinberu embættismanna.“ Forstjóri Olíufélagsins sagði síðar við Kristján: „Ef ekki hefðu komið til heimildir, áritanir og stimplar ágætra embættismanna fyrir tollfrelsi þessa ólögmæta innflutnings hefði Olíufélagsmálið aldrei orðið til en sá sem öðrum fremur skipulagði þetta af okkar hálfu slapp þó blessunarlega að mestu fyrir horn á fyrningarreglum okkar ágætu laga.“ Sá sem slapp fyrir horn var einn mesti virðingarmaður Framsóknarflokksins um sína daga, fv. forstjóri Sambands íslenzkra samvinnufélaga, utanríkisráðherra og seðlabankastjóri. Kristján bætir við: „Virðing mín fyrir íslenskum dómstólum beið nokkurt skipbrot.“ Honum var bolað úr starfi.Frá helmingaskiptum til hermangs Þegar Alþingi samþykkti aðildina að Atlantshafsbandalaginu 1949 og síðan varnarsamninginn við Bandaríkin 1951 voru landvarnarsjónarmið lögð til grundvallar. Enginn sá ástæðu til að reyna að leggja mat á fjárhagslegan ávinning og kostnað sem fylgja myndi samstarfinu líkt og margir telja nú brýnt til að geta myndað sér skoðun á hugsanlegri inngöngu Íslands í ESB. Bandaríkjastjórn hafði undirbúið jarðveginn með örlátri Marshall-aðstoð við Íslendinga. Hermangið kom síðar. Kristján Pétursson lýsir því vel í bók sinni hvernig helmingaskipti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins voru heimfærð upp á landvist varnarliðsins með aukaaðild Alþýðuflokksins. Lög voru brotin þvers og kruss. Þjóðviljinn hneykslaðist á brotunum, en aldrei kom neitt af þessum málum fyrir dómstóla nema olíumálið. Kannski þurfti Framsóknarflokkurinn að gjalda þess að talsambandið brast aftur milli hans og Sjálfstæðisflokksins 1959 þegar stjórnarskránni var breytt líkt og gerzt hafði 1942 til að jafna atkvæðisréttinn gegn vilja framsóknarmanna. Kristján þakkaði Bjarna Benediktssyni, dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins og síðar forsætisráðherra, að friður fékkst til að ljúka rannsókninni og fara með málið fyrir dóm. Ekkert af þessu þurfti að koma á óvart. Ég lýsti vandanum svo hér í Fréttablaðinu 26. febrúar 2009: „Lögbrot hafa lengi verið látin viðgangast á Íslandi. Sigurður Nordal prófessor vitnar um vandann í Skírni 1925. Bjarni Benediktsson, síðar forsætisráðherra, ber vitni í einkabréfum 1934 og þannig áfram. Margir vissu, en enginn gerði neitt; þess vegna héldu lögbrotin áfram. Brottkast og löndun fram hjá vigt viðgangast í stórum stíl samkvæmt ítrekuðum frásögnum sjómanna, en lögreglan hefst ekki að. Innherjaviðskipti í bönkunum voru algeng, svo sem vottar munu trúlega staðfesta við rannsóknarnefnd Alþingis og sérstakan saksóknara, en lögreglan horfir í aðrar áttir. Fyrrum bankastjóri Landsbankans hefur árum saman í grein eftir grein í blöðunum borið þungar sakir á nafngreinda bankamenn, en löggan hrýtur.“ Nýjar uppljóstranir RÚV vitna um Fiskistofu sem er viðmóta máttlaus og Fjármálaeftirlitið var fram að hruni.Kaup kaups Lögbrotin sem Sigurður Nordal og Bjarni Benediktsson vitnuðu um ýttu líkt og hermangið síðar undir siðaveiklun stjórnmálastéttarinnar. Ýmislegt annað lagðist á sömu sveif. Vitað var að margir heildsalar og aðrir geymdu umboðslaun o.fl. í útlöndum þótt lögin leyfðu það ekki. Panama-skjölin drógu í fyrra a.m.k. einn slíkan reikning fram í dagsljósið, reikning í eigu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Þjóðviljinn hneykslaðist á heildsölunum á sinni tíð, en sjálfstæðismenn kipptu sér ekki upp við það enda sagði Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins 1. júní 2008: „Það hafa komið fram traustar upplýsingar um tengsl sósíalista við Sovétríkin, Austur-Þýzkaland og önnur ríki í Austur-Evrópu. En það mál hefur aldrei verið hreinsað upp, hvorki að því er varðar pólitísk samskipti né fjárhagsleg samskipti. … ... Úr því að Kjartan Ólafsson [fv. ritstjóri Þjóðviljans] vill fá afsökunarbeiðni vegna símahlerana eigum við þá ekki öll, stríðsmenn kalda stríðsins, að taka höndum saman og óska eftir því að öll gögn verði lögð á borðið?“ Sem sagt: Kaup kaups. Þessi nýgamla saga ratar smám saman inn í bækur sagnfræðinganna eins og t.d. Líftaug landsins – saga íslenskrar utanlandsverslunar 900-2010 sem er nýkomin út.Málverkafölsunarmálið var ekki heldur hreinsað upp. Mistök við rannsókn málsins leiddu til þess að um 900 fölsuð málverk eru enn í umferð. Verðhrun á málverkamarkaði leiddi til gríðarlegs eignatjóns í boði lögreglunnar og Alþingis sem leiddi málið hjá sér ef frá er talin tillaga tveggja þingmanna um að þetta megi helzt ekki gerast aftur. Meira næst… Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun
Hann bað ráðherrann um að gera svo vel að ganga með sér út á tröppurnar, benti honum á stórvirk vinnutæki skammt frá og sagði: Þessi tæki voru flutt til landsins undir því yfirskini að þau skyldi nota á Keflavíkurflugvelli til að komast hjá sköttum og skyldum. Þetta var á skrifstofu ráðherra í Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg. Ráðherrann lét sér fátt um finnast. Sá sem reyndi að hreyfa málinu var Kristján Pétursson, löggæzlumaður í Keflavík. Hann birti sjálfsævisögu sína Margir vildu hann feigan 1990. Þar lýsir hann hermanginu og þá um leið olíumálinu, umfangsmesta fjársvikamáli síns tíma. Framkvæmdastjórinn fékk fangelsisdóm en stjórnarmenn fengu fjársektir. Kristján segir að reynt hafi verið að múta honum til að fella rannsókn málsins niður (bls. 95-97). Hann segir síðan (bls. 98): „Það sem vakti mesta athygli mína var að embættismenn fengu ekki einu sinni áminningu fyrir vanrækslu eða brot í starfi enda þótt stór hluti dómskjala væru áritanir og stimplanir hinna opinberu embættismanna.“ Forstjóri Olíufélagsins sagði síðar við Kristján: „Ef ekki hefðu komið til heimildir, áritanir og stimplar ágætra embættismanna fyrir tollfrelsi þessa ólögmæta innflutnings hefði Olíufélagsmálið aldrei orðið til en sá sem öðrum fremur skipulagði þetta af okkar hálfu slapp þó blessunarlega að mestu fyrir horn á fyrningarreglum okkar ágætu laga.“ Sá sem slapp fyrir horn var einn mesti virðingarmaður Framsóknarflokksins um sína daga, fv. forstjóri Sambands íslenzkra samvinnufélaga, utanríkisráðherra og seðlabankastjóri. Kristján bætir við: „Virðing mín fyrir íslenskum dómstólum beið nokkurt skipbrot.“ Honum var bolað úr starfi.Frá helmingaskiptum til hermangs Þegar Alþingi samþykkti aðildina að Atlantshafsbandalaginu 1949 og síðan varnarsamninginn við Bandaríkin 1951 voru landvarnarsjónarmið lögð til grundvallar. Enginn sá ástæðu til að reyna að leggja mat á fjárhagslegan ávinning og kostnað sem fylgja myndi samstarfinu líkt og margir telja nú brýnt til að geta myndað sér skoðun á hugsanlegri inngöngu Íslands í ESB. Bandaríkjastjórn hafði undirbúið jarðveginn með örlátri Marshall-aðstoð við Íslendinga. Hermangið kom síðar. Kristján Pétursson lýsir því vel í bók sinni hvernig helmingaskipti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins voru heimfærð upp á landvist varnarliðsins með aukaaðild Alþýðuflokksins. Lög voru brotin þvers og kruss. Þjóðviljinn hneykslaðist á brotunum, en aldrei kom neitt af þessum málum fyrir dómstóla nema olíumálið. Kannski þurfti Framsóknarflokkurinn að gjalda þess að talsambandið brast aftur milli hans og Sjálfstæðisflokksins 1959 þegar stjórnarskránni var breytt líkt og gerzt hafði 1942 til að jafna atkvæðisréttinn gegn vilja framsóknarmanna. Kristján þakkaði Bjarna Benediktssyni, dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins og síðar forsætisráðherra, að friður fékkst til að ljúka rannsókninni og fara með málið fyrir dóm. Ekkert af þessu þurfti að koma á óvart. Ég lýsti vandanum svo hér í Fréttablaðinu 26. febrúar 2009: „Lögbrot hafa lengi verið látin viðgangast á Íslandi. Sigurður Nordal prófessor vitnar um vandann í Skírni 1925. Bjarni Benediktsson, síðar forsætisráðherra, ber vitni í einkabréfum 1934 og þannig áfram. Margir vissu, en enginn gerði neitt; þess vegna héldu lögbrotin áfram. Brottkast og löndun fram hjá vigt viðgangast í stórum stíl samkvæmt ítrekuðum frásögnum sjómanna, en lögreglan hefst ekki að. Innherjaviðskipti í bönkunum voru algeng, svo sem vottar munu trúlega staðfesta við rannsóknarnefnd Alþingis og sérstakan saksóknara, en lögreglan horfir í aðrar áttir. Fyrrum bankastjóri Landsbankans hefur árum saman í grein eftir grein í blöðunum borið þungar sakir á nafngreinda bankamenn, en löggan hrýtur.“ Nýjar uppljóstranir RÚV vitna um Fiskistofu sem er viðmóta máttlaus og Fjármálaeftirlitið var fram að hruni.Kaup kaups Lögbrotin sem Sigurður Nordal og Bjarni Benediktsson vitnuðu um ýttu líkt og hermangið síðar undir siðaveiklun stjórnmálastéttarinnar. Ýmislegt annað lagðist á sömu sveif. Vitað var að margir heildsalar og aðrir geymdu umboðslaun o.fl. í útlöndum þótt lögin leyfðu það ekki. Panama-skjölin drógu í fyrra a.m.k. einn slíkan reikning fram í dagsljósið, reikning í eigu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Þjóðviljinn hneykslaðist á heildsölunum á sinni tíð, en sjálfstæðismenn kipptu sér ekki upp við það enda sagði Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins 1. júní 2008: „Það hafa komið fram traustar upplýsingar um tengsl sósíalista við Sovétríkin, Austur-Þýzkaland og önnur ríki í Austur-Evrópu. En það mál hefur aldrei verið hreinsað upp, hvorki að því er varðar pólitísk samskipti né fjárhagsleg samskipti. … ... Úr því að Kjartan Ólafsson [fv. ritstjóri Þjóðviljans] vill fá afsökunarbeiðni vegna símahlerana eigum við þá ekki öll, stríðsmenn kalda stríðsins, að taka höndum saman og óska eftir því að öll gögn verði lögð á borðið?“ Sem sagt: Kaup kaups. Þessi nýgamla saga ratar smám saman inn í bækur sagnfræðinganna eins og t.d. Líftaug landsins – saga íslenskrar utanlandsverslunar 900-2010 sem er nýkomin út.Málverkafölsunarmálið var ekki heldur hreinsað upp. Mistök við rannsókn málsins leiddu til þess að um 900 fölsuð málverk eru enn í umferð. Verðhrun á málverkamarkaði leiddi til gríðarlegs eignatjóns í boði lögreglunnar og Alþingis sem leiddi málið hjá sér ef frá er talin tillaga tveggja þingmanna um að þetta megi helzt ekki gerast aftur. Meira næst… Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun