Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar 8. nóvember 2024 16:46 Raforka er ein af grunnþörfum okkar samfélags og er afhendingaröryggi raforku ekki aðeins grundvallarþjónusta heldur einnig lykilþáttur í daglegu lífi landsmanna og í efnahagslegum vexti og velferð landsins. Það hefur varla vafist fyrir neinum að það sé skortur á raforku hér á landi, sem hamlar frekari vexti og veldur áhyggjum sérfræðinga. Þeir hafa í langa hríð bent á að næstu ár gætu orðið erfið vegna hugsanlegra raforkuskerðinga og takmarkaðs framboðs á raforku. Leyfum staðreyndum að segja söguna Umræða um orkumál hefur breyst á undanförnum árum. Sú orðræða að hér sé til næg raforka er að snúast upp í andhverfu sína og einstaklingar og fyrirtæki eru að átta sig á því að það þarf aukna raforku ef við viljum sjá samfélagið okkar vaxa og dafna. Raforka er ríflega fjórðungur þeirrar orku sem notuð er á Íslandi ef miðað er við frumorkunotkun, en innflutt olía er um 15% af orkunotkun á Íslandi. Við erum langt frá því að vera sjálfstæð í orkumálum þegar við notum olíu fyrir meira en 100 milljarða árlega til að knýja verðmætaskapandi starfsemi. Já, það er rétt að heimilin nota einungis um 5% raforkunnar, og tryggja þarf að heimilin fái áfram raforku á sanngjörnu og viðráðanlegu verði. Hins vegar má verðið ekki vera svo lágt að mikil sóun verði í kerfinu þar sem við göngum að raforkunni sem vísri. Hins vegar er það yfirlýst markmið okkar að heimili, ásamt smærri fyrirtækjum, hafi ávallt greitt aðgengi að raforku þó svo að það komi til skerðinga, en í slíkum tilfellum eru það stórnotendur sem líða skerðinguna. Undanfarin ár hefur staðan í lónum verið lægri en oft áður, sem hefur kallað á tíðari og lengri skerðingar gagnvart stórnotendum. Sumir myndu segja, „er það ekki allt í lagi? Fyrirtækin mega alveg við því,“ og gera líklega ráð fyrir því þar sem þau eru með samning um skerðanlega raforku, sem er mjög mikilvægur til að fullnýta kerfið okkar. Skerðingar hafa afleiðingar Í mínum huga snýst þetta um hvernig samfélag við viljum búa í. Frekari skerðingar á stórnotendur hafa afleiðingar. Framleiðsla minnkar samhliða því að útflutningur minnkar, sem leiðir til þess að útflutningstekjur lækka. Vegna skerðinga á afhendingu raforku á fyrri hluta ársins töpuðust útflutningstekjur upp á 14-17 milljarða króna. Í þessu ástandi neyðast fyrirtæki eins og fiskimjölsverksmiðjur til að keyra starfsemi sína áfram á olíu. Sviðsmyndin er einföld; græn orka út og mengandi orka inn = öfug orkuskipti og glötuð tækifæri til atvinnuuppbyggingar. Skortur á raforku hefur því víðtæk áhrif, ekki síst á atvinnulífið á landsbyggðinni, þar sem mikilvægar þjónustugreinar treysta á stöðuga raforkuafhendingu. Með því að tryggja fyrirtækjum stöðugan aðgang að endurnýjanlegri raforku tryggjum við tækifæri til frekari vaxtar um land allt, sinnum skyldum okkar gagnvart markmiðum í loftlagsmálum og verðum minna háð sveiflum í alþjóðlegu orkuverði. Aðgerðir fyrir framtíðina Það er ýmislegt sem þarf að gera til að afstýra skorti á raforku og tryggja áframhaldandi vöxt. Við þurfum að huga að eflingu flutningskerfisins. Sterkara og öflugra flutningskerfi tryggir öruggan flutning raforkunnar um land allt og gerir okkur kleift að besta heildarnýtingu raforkukerfisins. Við þurfum að draga úr sóun. Við þurfum að bera virðingu fyrir auðlindunum okkar og nýta þær skynsamlega til að draga úr losun og stuðla að sjálfbærni. Við þurfum að leysa flækjur hvað varðar feril framkvæmda frá umsókn alveg til nýtingar. Það er brýnt að næsta ríkisstjórn taki til og einfaldi leyfisveitingaferli fyrir virkjanir, sem er orðið allt of flókið og tímafrekt. Rafræn þjónusta og samræmd vefgátt leyfisveitinga myndu spara tíma og auka skilvirkni. Slík aðgerð er nauðsynleg Við þurfum að auka orkuframleiðslu á Íslandi. Við búum við aragrúa tækifæra hér á landi og við eigum að nýta möguleika vatnsafls, vindorku, jarðvarma og nýrrar tækni sem gæti opnað dyr að nýjum orkuöflum. Auka þarf framboð nýrra virkjana, halda áfram með fyrstu skrefin í vindorku. Marka þarf stefnu í vindorkumálum en mikilvægt er að huga að staðsetningu vindorkuvera og horfa frekar til færri staða en fleiri. Um leið þurfum við að átta okkur á því að þó vindorkan hjálpi til, þá er hún ekki endanleg lausn við framboðsskorti á raforku, enda þarf að sveiflujafna hana að hluta til með fyrirsjánlegu afli, en þar er vatnsaflið raunhæfasti kosturinn. Framsókn vinnur í þágu framtíðarinnar Í ljósi breytinganna sem við sjáum í heiminu í dag er ljóst að tíminn til aðgerða er núna. Hvert þreif í átt að sjálfbærum orkuskiptum og orkuöryggi skiptir öllu máli fyrir framtíð okkar og láta okkur í té að lifa í samfélagi sem er ekki aðeins sterkt heldur einnig tilbúið að mæta áskorunum tímans. Við þurfum að standa saman og hlusta á sérfræðinga á sviði orkumála, til að tryggja nægt framboð á raforku, orkuöryggi og gæði raforu til framtíðar. Orkumál okkar eru ekki aðeins tal um megavött og gígavattstundir heldur grundvallarþáttur sem hefur áhrif á alla þætti lífsins. Við í Framsókn erum reiðubúin til þess að standa vörð um og efla orkuöflun landsins. Slík verkefni skapa ekki aðeins störf, heldur stuðla að auknu orkuöryggi sem hefur jákvæð áhrif á hagkerfið í heild sinni. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar og oddviti lista flokksins í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Framsóknarflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Orkumál Mest lesið Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Sjá meira
Raforka er ein af grunnþörfum okkar samfélags og er afhendingaröryggi raforku ekki aðeins grundvallarþjónusta heldur einnig lykilþáttur í daglegu lífi landsmanna og í efnahagslegum vexti og velferð landsins. Það hefur varla vafist fyrir neinum að það sé skortur á raforku hér á landi, sem hamlar frekari vexti og veldur áhyggjum sérfræðinga. Þeir hafa í langa hríð bent á að næstu ár gætu orðið erfið vegna hugsanlegra raforkuskerðinga og takmarkaðs framboðs á raforku. Leyfum staðreyndum að segja söguna Umræða um orkumál hefur breyst á undanförnum árum. Sú orðræða að hér sé til næg raforka er að snúast upp í andhverfu sína og einstaklingar og fyrirtæki eru að átta sig á því að það þarf aukna raforku ef við viljum sjá samfélagið okkar vaxa og dafna. Raforka er ríflega fjórðungur þeirrar orku sem notuð er á Íslandi ef miðað er við frumorkunotkun, en innflutt olía er um 15% af orkunotkun á Íslandi. Við erum langt frá því að vera sjálfstæð í orkumálum þegar við notum olíu fyrir meira en 100 milljarða árlega til að knýja verðmætaskapandi starfsemi. Já, það er rétt að heimilin nota einungis um 5% raforkunnar, og tryggja þarf að heimilin fái áfram raforku á sanngjörnu og viðráðanlegu verði. Hins vegar má verðið ekki vera svo lágt að mikil sóun verði í kerfinu þar sem við göngum að raforkunni sem vísri. Hins vegar er það yfirlýst markmið okkar að heimili, ásamt smærri fyrirtækjum, hafi ávallt greitt aðgengi að raforku þó svo að það komi til skerðinga, en í slíkum tilfellum eru það stórnotendur sem líða skerðinguna. Undanfarin ár hefur staðan í lónum verið lægri en oft áður, sem hefur kallað á tíðari og lengri skerðingar gagnvart stórnotendum. Sumir myndu segja, „er það ekki allt í lagi? Fyrirtækin mega alveg við því,“ og gera líklega ráð fyrir því þar sem þau eru með samning um skerðanlega raforku, sem er mjög mikilvægur til að fullnýta kerfið okkar. Skerðingar hafa afleiðingar Í mínum huga snýst þetta um hvernig samfélag við viljum búa í. Frekari skerðingar á stórnotendur hafa afleiðingar. Framleiðsla minnkar samhliða því að útflutningur minnkar, sem leiðir til þess að útflutningstekjur lækka. Vegna skerðinga á afhendingu raforku á fyrri hluta ársins töpuðust útflutningstekjur upp á 14-17 milljarða króna. Í þessu ástandi neyðast fyrirtæki eins og fiskimjölsverksmiðjur til að keyra starfsemi sína áfram á olíu. Sviðsmyndin er einföld; græn orka út og mengandi orka inn = öfug orkuskipti og glötuð tækifæri til atvinnuuppbyggingar. Skortur á raforku hefur því víðtæk áhrif, ekki síst á atvinnulífið á landsbyggðinni, þar sem mikilvægar þjónustugreinar treysta á stöðuga raforkuafhendingu. Með því að tryggja fyrirtækjum stöðugan aðgang að endurnýjanlegri raforku tryggjum við tækifæri til frekari vaxtar um land allt, sinnum skyldum okkar gagnvart markmiðum í loftlagsmálum og verðum minna háð sveiflum í alþjóðlegu orkuverði. Aðgerðir fyrir framtíðina Það er ýmislegt sem þarf að gera til að afstýra skorti á raforku og tryggja áframhaldandi vöxt. Við þurfum að huga að eflingu flutningskerfisins. Sterkara og öflugra flutningskerfi tryggir öruggan flutning raforkunnar um land allt og gerir okkur kleift að besta heildarnýtingu raforkukerfisins. Við þurfum að draga úr sóun. Við þurfum að bera virðingu fyrir auðlindunum okkar og nýta þær skynsamlega til að draga úr losun og stuðla að sjálfbærni. Við þurfum að leysa flækjur hvað varðar feril framkvæmda frá umsókn alveg til nýtingar. Það er brýnt að næsta ríkisstjórn taki til og einfaldi leyfisveitingaferli fyrir virkjanir, sem er orðið allt of flókið og tímafrekt. Rafræn þjónusta og samræmd vefgátt leyfisveitinga myndu spara tíma og auka skilvirkni. Slík aðgerð er nauðsynleg Við þurfum að auka orkuframleiðslu á Íslandi. Við búum við aragrúa tækifæra hér á landi og við eigum að nýta möguleika vatnsafls, vindorku, jarðvarma og nýrrar tækni sem gæti opnað dyr að nýjum orkuöflum. Auka þarf framboð nýrra virkjana, halda áfram með fyrstu skrefin í vindorku. Marka þarf stefnu í vindorkumálum en mikilvægt er að huga að staðsetningu vindorkuvera og horfa frekar til færri staða en fleiri. Um leið þurfum við að átta okkur á því að þó vindorkan hjálpi til, þá er hún ekki endanleg lausn við framboðsskorti á raforku, enda þarf að sveiflujafna hana að hluta til með fyrirsjánlegu afli, en þar er vatnsaflið raunhæfasti kosturinn. Framsókn vinnur í þágu framtíðarinnar Í ljósi breytinganna sem við sjáum í heiminu í dag er ljóst að tíminn til aðgerða er núna. Hvert þreif í átt að sjálfbærum orkuskiptum og orkuöryggi skiptir öllu máli fyrir framtíð okkar og láta okkur í té að lifa í samfélagi sem er ekki aðeins sterkt heldur einnig tilbúið að mæta áskorunum tímans. Við þurfum að standa saman og hlusta á sérfræðinga á sviði orkumála, til að tryggja nægt framboð á raforku, orkuöryggi og gæði raforu til framtíðar. Orkumál okkar eru ekki aðeins tal um megavött og gígavattstundir heldur grundvallarþáttur sem hefur áhrif á alla þætti lífsins. Við í Framsókn erum reiðubúin til þess að standa vörð um og efla orkuöflun landsins. Slík verkefni skapa ekki aðeins störf, heldur stuðla að auknu orkuöryggi sem hefur jákvæð áhrif á hagkerfið í heild sinni. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar og oddviti lista flokksins í Norðausturkjördæmi
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun