Lokasenna að Landsbankamáli Sverrir Hermannsson skrifar 18. desember 2012 06:00 Þótt langt sé um liðið síðan síðara Landsbankafarganið reið yfir, býsnaveturinn 1998, er það fyrst um þessar mundir að öll kurl þess eru komin til grafar, svo öruggt megi telja. Rætur sínar á málið að rekja til þeirra stjórnarhátta, sem þá voru við lýði á Íslandi undir forystu ríkisstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins, í höndum mestu óhappamanna í íslenzkri pólitík fyrr og síðar, Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar – og er þá langt til jafnað. Ekki er enn bitið úr nálinni með þau afglöp, sem þá voru unnin og hæst bar í hinu ofboðslega hruni sem varð á Íslandi 2008. Orsakir þess hversu hrunið varð örlagaríkt var hin gagngera ný-frjálshyggja stjórnvalda og birtist fyrst og fremst í einkavæðingu stofnana; einkum og sér í lagi bankanna. Bankarnir komust í eigu hlutafélaga og hluthafarnir tóku til við að stjórna þeim fyrir sig og sín fyrirtæki með svo hrapallegum hætti, og hlaut á skömmum tíma að leiða til gjaldþrots þeirra. Hundruð milljarða króna voru lánuð sýndarfélögum án frambærilegra veða, sem síðan urðu fjármálastofnunum að fótakefli, þegar kreppan skall á. Þessi upprifjun er aðeins gerð til að vekja athygli á að Landsbankamálið 1998 var ekkert annað en lítill angi af þeirri ráðabreytni stjórnvalda, sem kollsigldi fjármálakerfi þjóðarinnar. Víti til varnaðar Fjármálakreppa hefir löngum riðið íslenzkum stjórnmálaflokkum á slig. Það var því ekki að undra þótt þáverandi ríkisstjórnarflokkar teldu sig koma hnífi sínum í feitt með því að ráðstafa vinum og vandamönnum ríkisbönkunum, með vinnubrögðum sem ekki mega fyrnast, og verða til eftirbreytni. Fyrir því m.a. eru þessar línur settar á blað ef þær kynnu að verða ráðamönnum víti til varnaðar. Vegna hlutafjárvæðingar ríkisbankanna, Búnaðarbanka og Landsbanka, var undirstöðuatriði af hálfu ríkisstjórnarflokkanna að til forystu í bönkunum veldust ráðþægir menn. Menn, sem gerðu sér fulla grein fyrir hvað til þeirra friðar heyrði. Menn, sem kynnu að þjóna ný-frjálshyggjunni til hins ítrasta í fullvissu þess að geta makað eigin krók í leiðinni. Þeim í Valhöll var af biturri reynslu ljóst að Sverrir Hermannsson var ekki einn þeirra manna, sem þeir gætu treyst á til slíkra athafna. Hann hafði áður sýnt berlega hversu óráðþægur hann var, og það í máli, sem forsætisráðherrann bar sjálfur svo mjög fyrir brjósti. Sú saga var upplýst fyrir margt löngu, enda þótt ekki væri af völdum þess, sem hér heldur á penna, þótt viðkomandi trúi uppspuna kollega í því sambandi. Nauðsyn ber samt til að hún verði rifjuð upp í sem stytztu máli, þótt hún í hina röndina sýni bezt hversu leiðitamur framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins var og auvirðileg senditík formanns flokksins. Bankavöldin Davíð Oddsson sendi nefnilega Kjartan Gunnarsson á fund bankastjóra Landsbankans, Sverris Hermannssonar, í þeim erindum að biðja bankastjórann um að gera Styrmi ritstjóra Gunnarsson gjaldþrota og ræna hann með því mannorðinu. Allt var það af þeim rótum runnið að Davíð þótti ritstjórinn taka óþarflega mikið undir málstað Jóns Baldvins Hannibalssonar á síðum Morgunblaðsins. Frekar um þann málatilbúnað geta menn fræðst við lestur nafnlauss bréfs, sem Kjartan Gunnarsson reit Matthíasi Johannessen ritstjóra og birzt hefir á prenti. Frá upphafi ráðagerða um einkavæðingu Landsbankans var það eindregið áhugamál framsóknarmanna að ná undirtökum í Landsbankanum, sem enn betur kom á daginn í átökum síðar um bankana tvo, Landsbanka og Búnaðarbanka. Mun einkum hafa ráðið för að Landsbankinn var miklu öflugri banki um gjörvalla landsbyggðina, þar sem Framsókn hafði frá upphafi hreiðrað um sig í skjóli ranglátrar kjördæmaskipunar og kosningalaga. Er sú ósvinna að vísu enn við lýði, þar sem þéttbýlisbúar í höfuðborginni og nágrenni hafa aðeins hálfan kosningarétt á borð við aðra íbúa landsins. Að ekki sé í þessu sambandi minnzt á bankavöldin í þáverandi kjördæmi formanns Framsóknarflokksins. Í Landsbankanum voru aðstæður þannig vaxnar að heilsu Björgvins Vilmundarsonar fór mjög hrakandi og óttuðust menn mjög að brátt liði að tveimur og einum fyrir honum. Enda fór Kjartan Gunnarsson að skæla þegar hann heimsótti Björgvin á sjúkrabeð í þeim klíðum. Er sagt að valnum verði þetta á fyrir kærleika sakir, þegar hann hefir étið sig að hjarta rjúpunnar. Um Sverri Hermannsson gilti að Davíð formaður þurfti að hefna harma sinna á honum vegna Styrmismála. Formaður bankaráðs var þá Helgi Guðmundsson og varaformaður Kjartan Gunnarsson, sem vann öll þau óþrifaverk, sem Davíð formaður fól honum, og gekk þó nauðugur til verka á stundum. Bar það enda greinilega með sér, þegar hann kom með Styrmis-aftökuna á sínum tíma. Aðrir nýir í bankaráðinu voru þeir Guðbjartur Hannesson og Jónas Hallgrímsson, sem hjálpuðu til við sölu VÍS-bréfanna til Framsóknar. Undir þessum kringumstæðum þótti klíkumönnum Framsóknar kostgæft að búast um rammlega í Landsbankamálum vegna fyrirhugaðrar einkavæðingar bankans. Og hefir í ýmsu fleiru sýnt sig að Framsókn var ekki alltaf mjög vönd að meðulum undir stjórn Halldórs Ásgrímssonar, né hann sjálfur án þess að erfð hans á Höfn í Hornafirði sé nefnd til hlutanna að sinni. Greinin er fyrri grein af tveimur um Landsbankamálið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Þótt langt sé um liðið síðan síðara Landsbankafarganið reið yfir, býsnaveturinn 1998, er það fyrst um þessar mundir að öll kurl þess eru komin til grafar, svo öruggt megi telja. Rætur sínar á málið að rekja til þeirra stjórnarhátta, sem þá voru við lýði á Íslandi undir forystu ríkisstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins, í höndum mestu óhappamanna í íslenzkri pólitík fyrr og síðar, Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar – og er þá langt til jafnað. Ekki er enn bitið úr nálinni með þau afglöp, sem þá voru unnin og hæst bar í hinu ofboðslega hruni sem varð á Íslandi 2008. Orsakir þess hversu hrunið varð örlagaríkt var hin gagngera ný-frjálshyggja stjórnvalda og birtist fyrst og fremst í einkavæðingu stofnana; einkum og sér í lagi bankanna. Bankarnir komust í eigu hlutafélaga og hluthafarnir tóku til við að stjórna þeim fyrir sig og sín fyrirtæki með svo hrapallegum hætti, og hlaut á skömmum tíma að leiða til gjaldþrots þeirra. Hundruð milljarða króna voru lánuð sýndarfélögum án frambærilegra veða, sem síðan urðu fjármálastofnunum að fótakefli, þegar kreppan skall á. Þessi upprifjun er aðeins gerð til að vekja athygli á að Landsbankamálið 1998 var ekkert annað en lítill angi af þeirri ráðabreytni stjórnvalda, sem kollsigldi fjármálakerfi þjóðarinnar. Víti til varnaðar Fjármálakreppa hefir löngum riðið íslenzkum stjórnmálaflokkum á slig. Það var því ekki að undra þótt þáverandi ríkisstjórnarflokkar teldu sig koma hnífi sínum í feitt með því að ráðstafa vinum og vandamönnum ríkisbönkunum, með vinnubrögðum sem ekki mega fyrnast, og verða til eftirbreytni. Fyrir því m.a. eru þessar línur settar á blað ef þær kynnu að verða ráðamönnum víti til varnaðar. Vegna hlutafjárvæðingar ríkisbankanna, Búnaðarbanka og Landsbanka, var undirstöðuatriði af hálfu ríkisstjórnarflokkanna að til forystu í bönkunum veldust ráðþægir menn. Menn, sem gerðu sér fulla grein fyrir hvað til þeirra friðar heyrði. Menn, sem kynnu að þjóna ný-frjálshyggjunni til hins ítrasta í fullvissu þess að geta makað eigin krók í leiðinni. Þeim í Valhöll var af biturri reynslu ljóst að Sverrir Hermannsson var ekki einn þeirra manna, sem þeir gætu treyst á til slíkra athafna. Hann hafði áður sýnt berlega hversu óráðþægur hann var, og það í máli, sem forsætisráðherrann bar sjálfur svo mjög fyrir brjósti. Sú saga var upplýst fyrir margt löngu, enda þótt ekki væri af völdum þess, sem hér heldur á penna, þótt viðkomandi trúi uppspuna kollega í því sambandi. Nauðsyn ber samt til að hún verði rifjuð upp í sem stytztu máli, þótt hún í hina röndina sýni bezt hversu leiðitamur framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins var og auvirðileg senditík formanns flokksins. Bankavöldin Davíð Oddsson sendi nefnilega Kjartan Gunnarsson á fund bankastjóra Landsbankans, Sverris Hermannssonar, í þeim erindum að biðja bankastjórann um að gera Styrmi ritstjóra Gunnarsson gjaldþrota og ræna hann með því mannorðinu. Allt var það af þeim rótum runnið að Davíð þótti ritstjórinn taka óþarflega mikið undir málstað Jóns Baldvins Hannibalssonar á síðum Morgunblaðsins. Frekar um þann málatilbúnað geta menn fræðst við lestur nafnlauss bréfs, sem Kjartan Gunnarsson reit Matthíasi Johannessen ritstjóra og birzt hefir á prenti. Frá upphafi ráðagerða um einkavæðingu Landsbankans var það eindregið áhugamál framsóknarmanna að ná undirtökum í Landsbankanum, sem enn betur kom á daginn í átökum síðar um bankana tvo, Landsbanka og Búnaðarbanka. Mun einkum hafa ráðið för að Landsbankinn var miklu öflugri banki um gjörvalla landsbyggðina, þar sem Framsókn hafði frá upphafi hreiðrað um sig í skjóli ranglátrar kjördæmaskipunar og kosningalaga. Er sú ósvinna að vísu enn við lýði, þar sem þéttbýlisbúar í höfuðborginni og nágrenni hafa aðeins hálfan kosningarétt á borð við aðra íbúa landsins. Að ekki sé í þessu sambandi minnzt á bankavöldin í þáverandi kjördæmi formanns Framsóknarflokksins. Í Landsbankanum voru aðstæður þannig vaxnar að heilsu Björgvins Vilmundarsonar fór mjög hrakandi og óttuðust menn mjög að brátt liði að tveimur og einum fyrir honum. Enda fór Kjartan Gunnarsson að skæla þegar hann heimsótti Björgvin á sjúkrabeð í þeim klíðum. Er sagt að valnum verði þetta á fyrir kærleika sakir, þegar hann hefir étið sig að hjarta rjúpunnar. Um Sverri Hermannsson gilti að Davíð formaður þurfti að hefna harma sinna á honum vegna Styrmismála. Formaður bankaráðs var þá Helgi Guðmundsson og varaformaður Kjartan Gunnarsson, sem vann öll þau óþrifaverk, sem Davíð formaður fól honum, og gekk þó nauðugur til verka á stundum. Bar það enda greinilega með sér, þegar hann kom með Styrmis-aftökuna á sínum tíma. Aðrir nýir í bankaráðinu voru þeir Guðbjartur Hannesson og Jónas Hallgrímsson, sem hjálpuðu til við sölu VÍS-bréfanna til Framsóknar. Undir þessum kringumstæðum þótti klíkumönnum Framsóknar kostgæft að búast um rammlega í Landsbankamálum vegna fyrirhugaðrar einkavæðingar bankans. Og hefir í ýmsu fleiru sýnt sig að Framsókn var ekki alltaf mjög vönd að meðulum undir stjórn Halldórs Ásgrímssonar, né hann sjálfur án þess að erfð hans á Höfn í Hornafirði sé nefnd til hlutanna að sinni. Greinin er fyrri grein af tveimur um Landsbankamálið.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun