Viðar: Leikmenn halda að þeir séu svaka kóngar með flotta hárgreiðslu Gunnar Gunnarsson skrifar 16. nóvember 2017 22:00 Viðar er reiður við sína menn. vísir/eyþór Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var æfur eftir 66-92 ósigur liðsins gegn Keflavík í Domino‘s deild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. Nýliðarnir gerðu sig aldrei líklega til að eiga möguleika í gestina. „Það er gjörsamlega óþolandi þegar við förum út úr því sem við ætlum að gera og í eitthvert einstaklingsrugl. Það er sama hvað við æfum, tölum um að spila skipulegan leik og vinna eftir okkar reglum, menn finna alltaf leiðir til að fara að gera eitthvað sem einstaklingar. Þar skiptir engu hvort þeir byrja eða koma inn af bekknum og það er það sem skaðar okkur duglega.“ Liðið nær sem sagt ekki saman? „Menn reyna ekki einu sinni. Þeir ætla bara að fara að sigra heiminn. Þeir halda að þeir séu flottir með flotta hárgreiðslu og einhverjir svaka kóngar. Þannig virkar þetta ekki. Ég kalla eftir því hjá mínum mönnum að vinna eftir því sem við vinnum með dags daglega en koma ekki í leiki og fara að hugsa um rassgatið á sjálfum sér. Það er gjörsamlega óþolandi.“ Hvað sagðirðu við liðið inni í klefa eftir leik? „Þetta“ Hvernig brást það við? „Ég vona að þetta kveiki aðeins í mönnum, að þeir hugsi sinn gang. Við munum spila leikmönnum sem geta farið eftir því sem við vinnum með. Þetta tengist ekki allt einhverjum hæfileikum í körfubolta. Þetta snýst um aga og skipulag og vilja vinna fyrir Hött Egilsstöðum, ekki bara hugsa um sjálfa sig og hvað þeir eru flottir – eða ekki flottir eins og hér í kvöld!“ Hvernig lögðuð þið leikinn upp? „Við ætluðum að vera agaðir og skipulagðir, hreyfa boltann vel í sókninni, tengja þar saman möguleika og fara djúpt í skotklukkuna ef þess þyrfti. Oft hnoðuðum við loftið úr boltanum með drippli og förum síðan í einhverjar einstaklingsaðgerðir. Þegar Keflavík kemst á flug erum við fljótir að missa einbeitinguna. Ef við gerum ein mistök ætlum við að bæta svo svakalega fyrir þau í stað þess að vera agaðir og vinna eftir því sem við ætlum að gera. Við erum snöggir að fara út úr skipulaginu og reyna að sigra heiminn. Ég er mest ósáttur við þessa „glory hutning“ takta sem ansi margir sýna. Liðið er búið að tapa sjö deildarleikjum í röð, er það farið að leggjast á sálina? „Það lítur þannig út meðan menn hitta ekki af vítalínunni og hika á skotum. Það kemur því hins vegar ekkert við að við spiluðum óagaðan leik og förum ekki eftir því sem lagt er upp með. Ef menn vilja vera einhvers staðar annars staðar og gera eitthvað annað er þeim það guðvelkomið. Við þurfum gæja sem eru tilbúnir að standa saman og vinna okkur upp úr holunni.“ Hvað næst, hvernig komist þið upp úr holunni? „Með því að vinna áfram með þessi grunnatriði sem við höfum gert, lengja góðu kaflana og stytta þá slæmu. Við þurfum að hætta þessu einstaklingsbulli og sýna meira skipulag og aga. Ég veit að ef það kemur þá kemur sigurleikurinn. Við getum ekki leyft okkur að þykjast til helminga vera liðsspilarar og vera svo að hugsa bara um rassgatið á sjálfum okkur. Það er ekki boðlegt!“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Keflavík 66-92 | Höttur enn stigalaus Bið Hattarmanna eftir fyrsta sigrinum í Dominos-deild karla lengist enn þar sem liðið steinlá á heimavelli gegn Keflavík í kvöld. 16. nóvember 2017 21:30 Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var æfur eftir 66-92 ósigur liðsins gegn Keflavík í Domino‘s deild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. Nýliðarnir gerðu sig aldrei líklega til að eiga möguleika í gestina. „Það er gjörsamlega óþolandi þegar við förum út úr því sem við ætlum að gera og í eitthvert einstaklingsrugl. Það er sama hvað við æfum, tölum um að spila skipulegan leik og vinna eftir okkar reglum, menn finna alltaf leiðir til að fara að gera eitthvað sem einstaklingar. Þar skiptir engu hvort þeir byrja eða koma inn af bekknum og það er það sem skaðar okkur duglega.“ Liðið nær sem sagt ekki saman? „Menn reyna ekki einu sinni. Þeir ætla bara að fara að sigra heiminn. Þeir halda að þeir séu flottir með flotta hárgreiðslu og einhverjir svaka kóngar. Þannig virkar þetta ekki. Ég kalla eftir því hjá mínum mönnum að vinna eftir því sem við vinnum með dags daglega en koma ekki í leiki og fara að hugsa um rassgatið á sjálfum sér. Það er gjörsamlega óþolandi.“ Hvað sagðirðu við liðið inni í klefa eftir leik? „Þetta“ Hvernig brást það við? „Ég vona að þetta kveiki aðeins í mönnum, að þeir hugsi sinn gang. Við munum spila leikmönnum sem geta farið eftir því sem við vinnum með. Þetta tengist ekki allt einhverjum hæfileikum í körfubolta. Þetta snýst um aga og skipulag og vilja vinna fyrir Hött Egilsstöðum, ekki bara hugsa um sjálfa sig og hvað þeir eru flottir – eða ekki flottir eins og hér í kvöld!“ Hvernig lögðuð þið leikinn upp? „Við ætluðum að vera agaðir og skipulagðir, hreyfa boltann vel í sókninni, tengja þar saman möguleika og fara djúpt í skotklukkuna ef þess þyrfti. Oft hnoðuðum við loftið úr boltanum með drippli og förum síðan í einhverjar einstaklingsaðgerðir. Þegar Keflavík kemst á flug erum við fljótir að missa einbeitinguna. Ef við gerum ein mistök ætlum við að bæta svo svakalega fyrir þau í stað þess að vera agaðir og vinna eftir því sem við ætlum að gera. Við erum snöggir að fara út úr skipulaginu og reyna að sigra heiminn. Ég er mest ósáttur við þessa „glory hutning“ takta sem ansi margir sýna. Liðið er búið að tapa sjö deildarleikjum í röð, er það farið að leggjast á sálina? „Það lítur þannig út meðan menn hitta ekki af vítalínunni og hika á skotum. Það kemur því hins vegar ekkert við að við spiluðum óagaðan leik og förum ekki eftir því sem lagt er upp með. Ef menn vilja vera einhvers staðar annars staðar og gera eitthvað annað er þeim það guðvelkomið. Við þurfum gæja sem eru tilbúnir að standa saman og vinna okkur upp úr holunni.“ Hvað næst, hvernig komist þið upp úr holunni? „Með því að vinna áfram með þessi grunnatriði sem við höfum gert, lengja góðu kaflana og stytta þá slæmu. Við þurfum að hætta þessu einstaklingsbulli og sýna meira skipulag og aga. Ég veit að ef það kemur þá kemur sigurleikurinn. Við getum ekki leyft okkur að þykjast til helminga vera liðsspilarar og vera svo að hugsa bara um rassgatið á sjálfum okkur. Það er ekki boðlegt!“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Keflavík 66-92 | Höttur enn stigalaus Bið Hattarmanna eftir fyrsta sigrinum í Dominos-deild karla lengist enn þar sem liðið steinlá á heimavelli gegn Keflavík í kvöld. 16. nóvember 2017 21:30 Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Keflavík 66-92 | Höttur enn stigalaus Bið Hattarmanna eftir fyrsta sigrinum í Dominos-deild karla lengist enn þar sem liðið steinlá á heimavelli gegn Keflavík í kvöld. 16. nóvember 2017 21:30