Klúður ársins í fótboltanum: Hvernig fóru þær eiginlega að þessu? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2017 22:33 Leikmenn Barcelona fagna marki. Þær skoruðu sex mörk í Meistaradeildinni í kvöld. Vísir/Getty Þegar þú ert sloppinn í gegnum vörnina og enginn er í markinu þá á ekki að vera annað hægt en að skora. Hvað þá þegar þrír leikmenn úr sama liðinu eru komnir í gegn og eiga aðeins eftir að senda boltann í tómt markið. Þremur leikmönnum litháenska liðsins Gintra Universitetas tókst hið ómögulega í kvöld í fyrri leik liðsins á móti Barcelona í sextán liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta sem fram fór í Siauliai í Litháen í kvöld. Barcelona vann leikinn 6-0 og Börsungar eru því komnir með níu tær inn í átta liða úrslitin. Í stöðunni 3-0 fengu heimastúlkur í Gintra hinsvegar ótrúlega gott færi eftir flotta stungusendingu og mistök markvarðar Barcelona liðsins. Hvernig þessir þrír leikmenn Gintra klúðruðu þessu færi er varla hægt að útskýra í orðum og best er að horfa bara myndbandið af klúðri ársins í fótboltanum. Það má bæði sjá þetta á Twitter-síðu Womens Soccer United ...Could this be the Miss of year ? Gintra-University players get all mixed up against Barcelona, UEFA Women's Champions League #womensfootball#UWCL Video: Barcelona TV pic.twitter.com/wPAKtzKMt0 — WomensSoccerUnited (@WSUasa) November 8, 2017 ... sem og á Twitter-síðu Barcelona liðsins.Jaysus - Gintra clear on goal with 3 players & they trip each other up! pic.twitter.com/mUrGyguweX — Barça Women (@BarcaWomen) November 8, 2017 Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira
Þegar þú ert sloppinn í gegnum vörnina og enginn er í markinu þá á ekki að vera annað hægt en að skora. Hvað þá þegar þrír leikmenn úr sama liðinu eru komnir í gegn og eiga aðeins eftir að senda boltann í tómt markið. Þremur leikmönnum litháenska liðsins Gintra Universitetas tókst hið ómögulega í kvöld í fyrri leik liðsins á móti Barcelona í sextán liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta sem fram fór í Siauliai í Litháen í kvöld. Barcelona vann leikinn 6-0 og Börsungar eru því komnir með níu tær inn í átta liða úrslitin. Í stöðunni 3-0 fengu heimastúlkur í Gintra hinsvegar ótrúlega gott færi eftir flotta stungusendingu og mistök markvarðar Barcelona liðsins. Hvernig þessir þrír leikmenn Gintra klúðruðu þessu færi er varla hægt að útskýra í orðum og best er að horfa bara myndbandið af klúðri ársins í fótboltanum. Það má bæði sjá þetta á Twitter-síðu Womens Soccer United ...Could this be the Miss of year ? Gintra-University players get all mixed up against Barcelona, UEFA Women's Champions League #womensfootball#UWCL Video: Barcelona TV pic.twitter.com/wPAKtzKMt0 — WomensSoccerUnited (@WSUasa) November 8, 2017 ... sem og á Twitter-síðu Barcelona liðsins.Jaysus - Gintra clear on goal with 3 players & they trip each other up! pic.twitter.com/mUrGyguweX — Barça Women (@BarcaWomen) November 8, 2017
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira