Sigurður Gunnar: Ég er fúll og brjálaður Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. ágúst 2017 06:00 Sigurður mælir með því að sem flestir prófi að spila körfubolta í Grindavík. Segir að það sé frábært. Vísir/Anton „Það er mjög gott að koma heim. Deildin hér heima er góð og mikil og góð umfjöllun um hana. Það er fínt að koma heim og hlaða batteríin í eitt ár,“ segir Sigurður Gunnar Þorsteinsson en hann skrifaði undir samning við Grindavík fyrr í vikunni. Sigurður hefur leikið erlendis síðustu þrjú ár. Var fyrst eitt ár í Svíþjóð en síðustu tvö tímabil hefur hann spilað í Grikklandi. „Það var ýmislegt sem kom upp á og þetta þróaðist í þessa átt og nú er ég kominn aftur í Grindavík,“ segir þessi 29 ára gamli og 205 sentimetra hái leikmaður. Hann spilaði með Grindavík í þrjú ár áður en hann fór út en var þar áður hjá Keflavík og KFÍ.Sigurður Gunnar Þorsteinsson kynntur til leiks ásamt nýjum liðsfélögum.Fésbókar síða Körfuknattleiksdeildar GrindavíkurMikil lífsreynsla Þessi sterki strákur hefur safnað mikilli reynslu erlendis og er ánægður með dvölina ytra. „Þetta var mjög skemmtilegt og ég var í tveimur góðum deildum. Þetta var ákveðin lífsreynsla sem maður býr nú að. Boltinn þarna úti er talsvert öðruvísi en hér heima. Meira stillt upp og skotklukkan nýtt. Ég tel mig hafa þroskast og lært heilmikið um körfubolta á þessum árum. Það er ýmislegt sem maður lærir og ekki síst hvernig maður horfir á leikinn.“ Miðherjinn hafði mestan áhuga á því að ganga aftur í raðir Grindavíkur og það gekk eftir að hann komst þangað. „Ég gaf öðrum liðum ekki mikið færi á mér. Mér leið alltaf vel í Grindavík og mæli eindregið með því að leikmenn prófi að spila þar. Það er frábært að vera í Grindavík,“ segir Sigurður en Grindjánar eru komnir með mjög sterkt lið og eru líklegir til afreka á komandi vetri í Domino’s-deildinni. „Ég veit ekki betur en að við stefnum að því að vinna titla. KR verður liðið sem öll lið ætla sér að vinna. Svo hefur landslagið mikið breyst. Við verðum góðir sem og Stólarnir. ÍR endaði vel í fyrra og verður spennandi að fylgjast með þeim í vetur.“Sigurður Gunnar Þorsteinsson á æfingu með íslenska landsliðinu.Vísir/Andri MarinóVerð að kyngja þessu Þessi vinalegi risi var í æfingahópi íslenska landsliðsins fyrir EM en lenti í síðasta niðurskurði. Hann kemst því ekki á EM rétt eins og síðast er liðið fór þangað. „Ég er fúll og brjálaður en maður verður að kyngja því. Ég ætlaði mér að komast út með liðinu núna og auðvitað er ég ósáttur við ákvörðun þjálfarans en maður skilur að hann þarf að velja og valið er erfitt,“ segir Sigurður þó kurteislega en hvernig metur hann möguleika íslenska liðsins á EM? „Ef við horfum á pappírana þá er alveg ljóst að þetta verður erfitt en ég held að liðið eigi góða möguleika á því að vinna einn til tvo leiki. Það er talað um að það þurfi að vinna tvo til þess að komast áfram. Ef liðið vinnur leik snemma þá er alltaf möguleiki að taka annan.“ Bárðdælingurinn ungi Tryggvi Hlinason er ein ástæðan fyrir því að Sigurður komst ekki í hópinn og hann ber sveitadrengnum unga vel söguna. „Tryggvi er gríðarlega hæfileikaríkur og hefur bætt sig mikið. Ég hef meira að segja séð hann taka stórt skref. Það verður mjög spennandi að fylgjast með honum á EM gegn hinum stóru strákunum.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Sigurður Gunnar kominn aftur í Grindavík Grindvíkingar hafa fengið mikinn liðstyrk í karlakörfunni en félagið hefur náð samkomulagi við miðherjann Sigurður Gunnar Þorsteinsson. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í kvöld. 15. ágúst 2017 17:17 Sigurður: Mæli eindregið með því að spila í Grindavík Sigurður Gunnar Þorsteinsson er kominn aftur til Íslands eftir dvöl í Grikklandi og Svíþjóð. 18. ágúst 2017 19:00 Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
„Það er mjög gott að koma heim. Deildin hér heima er góð og mikil og góð umfjöllun um hana. Það er fínt að koma heim og hlaða batteríin í eitt ár,“ segir Sigurður Gunnar Þorsteinsson en hann skrifaði undir samning við Grindavík fyrr í vikunni. Sigurður hefur leikið erlendis síðustu þrjú ár. Var fyrst eitt ár í Svíþjóð en síðustu tvö tímabil hefur hann spilað í Grikklandi. „Það var ýmislegt sem kom upp á og þetta þróaðist í þessa átt og nú er ég kominn aftur í Grindavík,“ segir þessi 29 ára gamli og 205 sentimetra hái leikmaður. Hann spilaði með Grindavík í þrjú ár áður en hann fór út en var þar áður hjá Keflavík og KFÍ.Sigurður Gunnar Þorsteinsson kynntur til leiks ásamt nýjum liðsfélögum.Fésbókar síða Körfuknattleiksdeildar GrindavíkurMikil lífsreynsla Þessi sterki strákur hefur safnað mikilli reynslu erlendis og er ánægður með dvölina ytra. „Þetta var mjög skemmtilegt og ég var í tveimur góðum deildum. Þetta var ákveðin lífsreynsla sem maður býr nú að. Boltinn þarna úti er talsvert öðruvísi en hér heima. Meira stillt upp og skotklukkan nýtt. Ég tel mig hafa þroskast og lært heilmikið um körfubolta á þessum árum. Það er ýmislegt sem maður lærir og ekki síst hvernig maður horfir á leikinn.“ Miðherjinn hafði mestan áhuga á því að ganga aftur í raðir Grindavíkur og það gekk eftir að hann komst þangað. „Ég gaf öðrum liðum ekki mikið færi á mér. Mér leið alltaf vel í Grindavík og mæli eindregið með því að leikmenn prófi að spila þar. Það er frábært að vera í Grindavík,“ segir Sigurður en Grindjánar eru komnir með mjög sterkt lið og eru líklegir til afreka á komandi vetri í Domino’s-deildinni. „Ég veit ekki betur en að við stefnum að því að vinna titla. KR verður liðið sem öll lið ætla sér að vinna. Svo hefur landslagið mikið breyst. Við verðum góðir sem og Stólarnir. ÍR endaði vel í fyrra og verður spennandi að fylgjast með þeim í vetur.“Sigurður Gunnar Þorsteinsson á æfingu með íslenska landsliðinu.Vísir/Andri MarinóVerð að kyngja þessu Þessi vinalegi risi var í æfingahópi íslenska landsliðsins fyrir EM en lenti í síðasta niðurskurði. Hann kemst því ekki á EM rétt eins og síðast er liðið fór þangað. „Ég er fúll og brjálaður en maður verður að kyngja því. Ég ætlaði mér að komast út með liðinu núna og auðvitað er ég ósáttur við ákvörðun þjálfarans en maður skilur að hann þarf að velja og valið er erfitt,“ segir Sigurður þó kurteislega en hvernig metur hann möguleika íslenska liðsins á EM? „Ef við horfum á pappírana þá er alveg ljóst að þetta verður erfitt en ég held að liðið eigi góða möguleika á því að vinna einn til tvo leiki. Það er talað um að það þurfi að vinna tvo til þess að komast áfram. Ef liðið vinnur leik snemma þá er alltaf möguleiki að taka annan.“ Bárðdælingurinn ungi Tryggvi Hlinason er ein ástæðan fyrir því að Sigurður komst ekki í hópinn og hann ber sveitadrengnum unga vel söguna. „Tryggvi er gríðarlega hæfileikaríkur og hefur bætt sig mikið. Ég hef meira að segja séð hann taka stórt skref. Það verður mjög spennandi að fylgjast með honum á EM gegn hinum stóru strákunum.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Sigurður Gunnar kominn aftur í Grindavík Grindvíkingar hafa fengið mikinn liðstyrk í karlakörfunni en félagið hefur náð samkomulagi við miðherjann Sigurður Gunnar Þorsteinsson. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í kvöld. 15. ágúst 2017 17:17 Sigurður: Mæli eindregið með því að spila í Grindavík Sigurður Gunnar Þorsteinsson er kominn aftur til Íslands eftir dvöl í Grikklandi og Svíþjóð. 18. ágúst 2017 19:00 Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Sigurður Gunnar kominn aftur í Grindavík Grindvíkingar hafa fengið mikinn liðstyrk í karlakörfunni en félagið hefur náð samkomulagi við miðherjann Sigurður Gunnar Þorsteinsson. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í kvöld. 15. ágúst 2017 17:17
Sigurður: Mæli eindregið með því að spila í Grindavík Sigurður Gunnar Þorsteinsson er kominn aftur til Íslands eftir dvöl í Grikklandi og Svíþjóð. 18. ágúst 2017 19:00