Ólafía passaði einu sinni börn Lauru en er nú ráshópi með henni á opna breska Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2017 10:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/GSÍmyndir Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er að fara að keppa á opna breska risamótinu um Verslunarmannahelgina en fyrsti hringurinn verður spilaður á Kingsbarns golfvellinum í Skotlandi á morgun. Ólafía Þórunn verður í ráshópi með Laura Diaz og Jennifer Song sem báðar hafa mikla reynslu af LPGA-mótaröðinni. Song er 27 ára gömul og frá Suður-Kóreu en hún fæddist í Bandaríkjunum og er því með tvöfalt ríkisfang. Diaz er 42 ára Bandaríkjamaður sem á tvo sigra á mótaröðinni á ferlinum. Laura Diaz og Ólafía Þórunn þekkjast mjög vel síðan að Ólafía Þórunn var við nám í Wake Forest háskólanum. Laura Diaz er gift Kevin Diaz, aðstoðarþjálfara golfliðs Wake Forest háskólans og hún gerði talsvert af því að aðstoða við æfingar og gefa stelpunum góð ráð. „Þær eru miklar vinkonur og Ólafía passaði stundum börnin hennar en hún á dreng og stúlku. Ólafía er mikil barnagæla og elskar að vera innan um börn,“ segir faðir Ólafíu, Kristinn Jósep Gíslason. Kevin og Laura Diaz eiga saman strákinn Robert Cooper (fæddur 2006) og dótturina Lily (fædd 2010). Ólafía Þórunn stundaði nám við Wake Forest háskólann frá 2010 til 2014. Laura Diaz útskrifaðist frá Wake Forest háskólanum árið 1997 eða þegar Ólafía Þórunn var ekki orðin fimm ára. Ólafía Þórunn hefur leik klukkan 13.49 á morgun að skoskum tíma sem er klukkan 12.49 að íslenskum tíma. Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er að fara að keppa á opna breska risamótinu um Verslunarmannahelgina en fyrsti hringurinn verður spilaður á Kingsbarns golfvellinum í Skotlandi á morgun. Ólafía Þórunn verður í ráshópi með Laura Diaz og Jennifer Song sem báðar hafa mikla reynslu af LPGA-mótaröðinni. Song er 27 ára gömul og frá Suður-Kóreu en hún fæddist í Bandaríkjunum og er því með tvöfalt ríkisfang. Diaz er 42 ára Bandaríkjamaður sem á tvo sigra á mótaröðinni á ferlinum. Laura Diaz og Ólafía Þórunn þekkjast mjög vel síðan að Ólafía Þórunn var við nám í Wake Forest háskólanum. Laura Diaz er gift Kevin Diaz, aðstoðarþjálfara golfliðs Wake Forest háskólans og hún gerði talsvert af því að aðstoða við æfingar og gefa stelpunum góð ráð. „Þær eru miklar vinkonur og Ólafía passaði stundum börnin hennar en hún á dreng og stúlku. Ólafía er mikil barnagæla og elskar að vera innan um börn,“ segir faðir Ólafíu, Kristinn Jósep Gíslason. Kevin og Laura Diaz eiga saman strákinn Robert Cooper (fæddur 2006) og dótturina Lily (fædd 2010). Ólafía Þórunn stundaði nám við Wake Forest háskólann frá 2010 til 2014. Laura Diaz útskrifaðist frá Wake Forest háskólanum árið 1997 eða þegar Ólafía Þórunn var ekki orðin fimm ára. Ólafía Þórunn hefur leik klukkan 13.49 á morgun að skoskum tíma sem er klukkan 12.49 að íslenskum tíma.
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira