Erfiðar lokaholur hjá Ólafíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2017 19:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í fremur erfiðri stöðu eftir fyrsta keppnisdaginn á Opna breska meistaramótinu í golfi en hún lék í dag á 75 höggum, þremur yfir pari vallarins. Ólafía var í fínum málum framan af degi en tvívegis þurfti að fresta leik vegna mikillar rigningar. Hún lék fyrri níu á parinu eftir að hafa fengið tvo skolla og tvo fugla. Ólafía fékk svo fugla á fyrstu fimm holunum á seinni níu en tapaði svo þremur höggum á fimmtándu og sextándu holum. Á þeirri fyrri fékk hún skolla en svo skramba á sextándu. Hún paraði síðustu tvær holurnar og var í 124.-132. sæti þegar hún kom í hús. Líklegt er að Ólafía þurfi að koma heildarskori sínu undir par á morgun til að eiga möguleika á að komast í gegnum niðurskurðinn að loknum öðrum keppnisdegi. Ólafía á rástíma snemma í fyrramálið og verður fylgst með gangi mála í beinni textalýsingu á Vísi. Hér fyrir neðan má lesa textalýsingu dagsins.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í fremur erfiðri stöðu eftir fyrsta keppnisdaginn á Opna breska meistaramótinu í golfi en hún lék í dag á 75 höggum, þremur yfir pari vallarins. Ólafía var í fínum málum framan af degi en tvívegis þurfti að fresta leik vegna mikillar rigningar. Hún lék fyrri níu á parinu eftir að hafa fengið tvo skolla og tvo fugla. Ólafía fékk svo fugla á fyrstu fimm holunum á seinni níu en tapaði svo þremur höggum á fimmtándu og sextándu holum. Á þeirri fyrri fékk hún skolla en svo skramba á sextándu. Hún paraði síðustu tvær holurnar og var í 124.-132. sæti þegar hún kom í hús. Líklegt er að Ólafía þurfi að koma heildarskori sínu undir par á morgun til að eiga möguleika á að komast í gegnum niðurskurðinn að loknum öðrum keppnisdegi. Ólafía á rástíma snemma í fyrramálið og verður fylgst með gangi mála í beinni textalýsingu á Vísi. Hér fyrir neðan má lesa textalýsingu dagsins.
Golf Tengdar fréttir Ólafía fékk 2,6 milljónir í Skotlandi Komin í 104. sæti peningalistans og hoppar upp um átján sæti á milli vikna. 31. júlí 2017 08:34 Ólafía í öflugum ráshópi á Opna breska Hefur leik í hádeginu á fimmtudag á öðru risamóti hennar í ár. 1. ágúst 2017 22:41 Ólafía: Því verri sem aðstæðurnar eru því betra fyrir mig Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var kampa kát í samtali við fjölmiðla eftir að ljóst var að hún tryggði sér sæti á einu af risamótum ársins í kvennaflokki, opna breska. 30. júlí 2017 18:28 Ólafía Þórunn spilar heima á Íslandi í næstu viku: Hlakka ótrúlega mikið til Ólafía Þórunn Kristinsdóttir mun ásamt KPMG halda góðgerðargolfmót til styrktar Barnaspítala Hringsins en hún nær nú að koma heim til Íslands eftir mikla törn. 2. ágúst 2017 15:25 Ólafía elskar að spila í roki og rigningu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur í dag leik á Opna breska meistaramótinu í golfi. Leikið verður í roki og rigningu í Skotlandi, við aðstæður sem ættu að henta Ólafíu vel miðað við gengi hennar um liðna helgi. 3. ágúst 2017 06:00 Ólafía passaði einu sinni börn Lauru en er nú ráshópi með henni á opna breska Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er að fara að keppa á opna breska risamótinu um Verslunarmannahelgina en fyrsti hringurinn verður spilaður á Kingsbarns golfvellinum í Skotlandi á morgun. 2. ágúst 2017 10:00 Ólafía Þórunn: Ég er mun sterkari spilari en í byrjun árs Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endurskrifaði íslensku golfsöguna enn á ný í gær þegar hún tryggði sér fyrst Íslendinga sæti á opna breska risamótinu sem fer fram í Skotlandi um verslunarmannahelgina. 31. júlí 2017 08:00 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía fékk 2,6 milljónir í Skotlandi Komin í 104. sæti peningalistans og hoppar upp um átján sæti á milli vikna. 31. júlí 2017 08:34
Ólafía í öflugum ráshópi á Opna breska Hefur leik í hádeginu á fimmtudag á öðru risamóti hennar í ár. 1. ágúst 2017 22:41
Ólafía: Því verri sem aðstæðurnar eru því betra fyrir mig Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var kampa kát í samtali við fjölmiðla eftir að ljóst var að hún tryggði sér sæti á einu af risamótum ársins í kvennaflokki, opna breska. 30. júlí 2017 18:28
Ólafía Þórunn spilar heima á Íslandi í næstu viku: Hlakka ótrúlega mikið til Ólafía Þórunn Kristinsdóttir mun ásamt KPMG halda góðgerðargolfmót til styrktar Barnaspítala Hringsins en hún nær nú að koma heim til Íslands eftir mikla törn. 2. ágúst 2017 15:25
Ólafía elskar að spila í roki og rigningu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur í dag leik á Opna breska meistaramótinu í golfi. Leikið verður í roki og rigningu í Skotlandi, við aðstæður sem ættu að henta Ólafíu vel miðað við gengi hennar um liðna helgi. 3. ágúst 2017 06:00
Ólafía passaði einu sinni börn Lauru en er nú ráshópi með henni á opna breska Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er að fara að keppa á opna breska risamótinu um Verslunarmannahelgina en fyrsti hringurinn verður spilaður á Kingsbarns golfvellinum í Skotlandi á morgun. 2. ágúst 2017 10:00
Ólafía Þórunn: Ég er mun sterkari spilari en í byrjun árs Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endurskrifaði íslensku golfsöguna enn á ný í gær þegar hún tryggði sér fyrst Íslendinga sæti á opna breska risamótinu sem fer fram í Skotlandi um verslunarmannahelgina. 31. júlí 2017 08:00