Ólafía í baráttu við þær bestu eftir frábæran hring Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. júlí 2017 22:15 Ólafía á vellinum í gær. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði frábærlega á þriðja keppnisdegi á Thornberry Creek-mótinu á LPGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum. Hún kom í hús á 68 höggum, fjórum undir pari vallarins, og er á samtals tíu höggum undir pari. Hún var í 15.-19. sæti þegar hún lauk leik en þá áttu fjölmargir keppendur enn eftir að klára sinn hring. Ólafía hefur aldrei verið á jafn lágu skori á LPGA-mótaröðinni hingað til og er fimm höggum á eftir efsta kylfingi, Katherine Kirk frá Ástralíu sem var á fimmtán undir eftir fyrri níu hjá sér. Ólafía steig ekki feilspor á fyrri níu og fékk þá sex pör og þrjá fugla. Á seinni níu fékk hún aftur þrjá fugla en tvo skolla þar að auki. Sýnt er frá mótinu á Stöð 2 Sport 4 en bein útsending frá fjórða keppnisdegi hefst klukkan 21.30 annað kvöld. Fylgst var með Ólafíu í beinni textalýsingu sem má lesa hér fyrir neðan.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði frábærlega á þriðja keppnisdegi á Thornberry Creek-mótinu á LPGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum. Hún kom í hús á 68 höggum, fjórum undir pari vallarins, og er á samtals tíu höggum undir pari. Hún var í 15.-19. sæti þegar hún lauk leik en þá áttu fjölmargir keppendur enn eftir að klára sinn hring. Ólafía hefur aldrei verið á jafn lágu skori á LPGA-mótaröðinni hingað til og er fimm höggum á eftir efsta kylfingi, Katherine Kirk frá Ástralíu sem var á fimmtán undir eftir fyrri níu hjá sér. Ólafía steig ekki feilspor á fyrri níu og fékk þá sex pör og þrjá fugla. Á seinni níu fékk hún aftur þrjá fugla en tvo skolla þar að auki. Sýnt er frá mótinu á Stöð 2 Sport 4 en bein útsending frá fjórða keppnisdegi hefst klukkan 21.30 annað kvöld. Fylgst var með Ólafíu í beinni textalýsingu sem má lesa hér fyrir neðan.
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira