Úrslitin í KPMG bikarnum klár fyrir morgundaginn Elías Orri Njarðarson skrifar 24. júní 2017 18:15 Alfreð Brynjar eftir að hafa komist í úrslitin í KPMG bikarnum. mynd/GSÍ Leikið var í 4 manna úrslitum karla og kvenna í KPMG bikarnum í Íslandsmótinu í höggleik í dag en aðstæður í Vestmannaeyjum voru frábærar. Í 4 manna úrslitakeppni kvenna var Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK) fyrst að tryggja sér sæti í úrslitunum á morgun en Guðrún vann Hafdísi Öldu Jóhannsdóttur (GK) 7/6. Guðrún Brá mætir Helgu Kristínu Einarsdóttur (GK) í úrslitunum eftir að Helga hafði sigrað Önnu Sólveigu Snorradóttur (GK) 4/3. Leikið verður til úrslita í fyrramálið og hefja þær leik á slaginu klukkan 9:00. Anna Sólveig og Hafdís Alda leika því um þriðja sætið og mun leikur þeirra hefjast klukkan 8:40. Egill Ragnar Gunnarsson (GKG) sigraði Stefán Þór Bogason (GR) 7/5 og mun því leika til úrslita karlamegin í fyrramálið. Egill mun mæta Alfreð Brynjari Kristinssyni (GKG) í úrslitunum en Alfreð sigraði Jóhannes Guðmundsson (GR) 3/2 og mun leikur Egils og Alfreðs hefjast klukkan 8:50 í fyrramálið. Stefán Þór og Jóhannes Guðmundsson munu því berjast um þriðja sætið og leikur þeirra hefst kl 8:30. Upplýsingar af mótinu fengust af twittersíðu Golfsambands Íslands. Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Leikið var í 4 manna úrslitum karla og kvenna í KPMG bikarnum í Íslandsmótinu í höggleik í dag en aðstæður í Vestmannaeyjum voru frábærar. Í 4 manna úrslitakeppni kvenna var Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK) fyrst að tryggja sér sæti í úrslitunum á morgun en Guðrún vann Hafdísi Öldu Jóhannsdóttur (GK) 7/6. Guðrún Brá mætir Helgu Kristínu Einarsdóttur (GK) í úrslitunum eftir að Helga hafði sigrað Önnu Sólveigu Snorradóttur (GK) 4/3. Leikið verður til úrslita í fyrramálið og hefja þær leik á slaginu klukkan 9:00. Anna Sólveig og Hafdís Alda leika því um þriðja sætið og mun leikur þeirra hefjast klukkan 8:40. Egill Ragnar Gunnarsson (GKG) sigraði Stefán Þór Bogason (GR) 7/5 og mun því leika til úrslita karlamegin í fyrramálið. Egill mun mæta Alfreð Brynjari Kristinssyni (GKG) í úrslitunum en Alfreð sigraði Jóhannes Guðmundsson (GR) 3/2 og mun leikur Egils og Alfreðs hefjast klukkan 8:50 í fyrramálið. Stefán Þór og Jóhannes Guðmundsson munu því berjast um þriðja sætið og leikur þeirra hefst kl 8:30. Upplýsingar af mótinu fengust af twittersíðu Golfsambands Íslands.
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira