Tryggvi semur við Þórsara til þriggja ára en spilar líklega ekki með þeim næsta vetur Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. maí 2017 17:00 Tryggvi Snær Hlinason er eftirsóttur. vísir/anton brink Tryggvi Snær Hlinason, miðherjinn ungi í Þór Akureyri, skrifaði í dag undir þriggja ára samning við félagið en þetta kemur fram á heimasíðu Þórs. Þessi 216cm hái miðherji sem er eitt mesta efni sem sést hefur í íslenskum körfubolta átti fínt tímabil í Domino´s-deildinni þar sem hann þreytti frumraun sína í efstu deild. Hann hjálpaði nýliðum Þórs að komast í úrslitakeppnina en það hafnaði í áttunda sæti og tapaði, 3-0, á móti Íslandsmeisturum KR í átta liða úrslitum Íslandsmótsins. Þrátt fyrir að skrifa undir nýjan samning við Þór eru afar litlar líkur á að Tryggvi spili með liðinu í Domino´s-deildinni á næstu leiktíð þar sem hann stefnir á atvinnumennsku. Samningurinn tryggir bara það, að risinn úr Bárðardalnum spilar með Þór ef hann frestar atvinnumennskunni eða gerir hlé á henni. „Að sjálfsögðu munu Þórsarar ekki standa í vegi fyrir slíkum fyrirætlunum [atvinnumennsku, innsk. blm.] en samningurinn tryggir hins vegar að ef Tryggvi kýs að bíða með atvinnumannsferilinn eða gera hlé á honum og spila á Íslandi mun hann spila með Þór á Akureyri,“ segir í frétt á vef Þórs. Tryggvi Snær, sem er aðeins 19 ára gamall, skoraði 11,6 stig að meðaltali í leik í vetur og tók 8,1 frákast. Hann verður vafalítið í lokahóp íslenska landsliðsins sem fer á EM í Helsinki í sumar en næst á dagskrá er ferð með Íslandi á Smáþjóðaleikana í San Marinó. Sjálfur stefnir Tryggvi á að fara í atvinnumennsku en lið frá Evrópu hafa borið víurnar í hann í allan vetur. „Ég stefni á að fara út í haust til að leika körfubolta og er Evrópa líklegasti áfangastaðurinn. Ég fór og skoðaði aðstæður hjá Valencia og líst mjög vel á það félag. Næstu verkefni hjá mér í sumar eru með A-landsliðinu á smáþjóðaleikunum og í framhaldinu taka við leikir með U-20 liðinu,“ segir Tryggvi Snær Hlinason. Dominos-deild karla Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Tryggvi Snær Hlinason, miðherjinn ungi í Þór Akureyri, skrifaði í dag undir þriggja ára samning við félagið en þetta kemur fram á heimasíðu Þórs. Þessi 216cm hái miðherji sem er eitt mesta efni sem sést hefur í íslenskum körfubolta átti fínt tímabil í Domino´s-deildinni þar sem hann þreytti frumraun sína í efstu deild. Hann hjálpaði nýliðum Þórs að komast í úrslitakeppnina en það hafnaði í áttunda sæti og tapaði, 3-0, á móti Íslandsmeisturum KR í átta liða úrslitum Íslandsmótsins. Þrátt fyrir að skrifa undir nýjan samning við Þór eru afar litlar líkur á að Tryggvi spili með liðinu í Domino´s-deildinni á næstu leiktíð þar sem hann stefnir á atvinnumennsku. Samningurinn tryggir bara það, að risinn úr Bárðardalnum spilar með Þór ef hann frestar atvinnumennskunni eða gerir hlé á henni. „Að sjálfsögðu munu Þórsarar ekki standa í vegi fyrir slíkum fyrirætlunum [atvinnumennsku, innsk. blm.] en samningurinn tryggir hins vegar að ef Tryggvi kýs að bíða með atvinnumannsferilinn eða gera hlé á honum og spila á Íslandi mun hann spila með Þór á Akureyri,“ segir í frétt á vef Þórs. Tryggvi Snær, sem er aðeins 19 ára gamall, skoraði 11,6 stig að meðaltali í leik í vetur og tók 8,1 frákast. Hann verður vafalítið í lokahóp íslenska landsliðsins sem fer á EM í Helsinki í sumar en næst á dagskrá er ferð með Íslandi á Smáþjóðaleikana í San Marinó. Sjálfur stefnir Tryggvi á að fara í atvinnumennsku en lið frá Evrópu hafa borið víurnar í hann í allan vetur. „Ég stefni á að fara út í haust til að leika körfubolta og er Evrópa líklegasti áfangastaðurinn. Ég fór og skoðaði aðstæður hjá Valencia og líst mjög vel á það félag. Næstu verkefni hjá mér í sumar eru með A-landsliðinu á smáþjóðaleikunum og í framhaldinu taka við leikir með U-20 liðinu,“ segir Tryggvi Snær Hlinason.
Dominos-deild karla Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira