Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 25-30 | FH tryggði sér oddaleik Smári Jökull Jónsson skrifar 18. maí 2017 22:45 Ýmir Örn Gíslason reynir að stöðva Gísla Þorgeir Kristjánsson. vísir/eyþór FH byrjaði leikinn af miklum krafti og voru komnir í 4-1 eftir einungis nokkrar mínútur. Ágúst Elí Björgvinsson gaf tóninn í marki Hafnfirðinga og hinu megin var hvorki vörn Vals né Hlynur Morthens í markinu í takt við leikinn. FH hélt áfram að auka við sína forystu og þeir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ásbjörn Friðriksson fóru mikinn í sókninni. Töluvert var um brottvísanir í fyrri hálfleiknum og voru liðin samtals 14 mínútur í hvíld. Óskar Bjarni Óskarsson tók leikhlé þegar staðan var 8-4 og svo aftur í stöðunni 16-9 þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum. Staðan í hálfleik var 19-12 FH í vil og Valsvörnin, sem hefur verið þeirra aðalsmerki hingað til í úrslitakeppninni, var hvergi sjáanleg. Í byrjun síðari hálfleiks skiptust liðin á að skora en þegar um tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum vöknuðu Valsmenn. Þeir lokuðu vörninni og FH skoraði ekki í lengri tíma. Munurinn var skyndilega orðin þrjú mörk, staðan 21-24. Valur fékk nokkur tækifæri til að minnka muninn í tvö mörk en voru klaufar í sínum sóknum. Þeir misnotuðu ágæt færi og fengu brottvísun á mikilvægu augnabliki. Jóhann Birgir Ingvarsson kom inn í sókn FH þegar tæpar tíu mínútur lifði leiks og nýtti tækifærið vel. Hann gaf stoðsendingu þegar FH skoraði sitt fyrsta mark í langan tíma og skoraði síðan sjálfur í næstu sókn. Þegar Gísli Þorgeir kom FH sex mörkum yfir á ný var björninn unninn. Liðin skoruðu nokkur mörk til viðbótar og FH hrósaði að lokum góðum sigri 30-25 og tryggðu sér þar með oddaleik á heimavelli á sunnudag.Mörk Vals: Josip Juric Grgic 6, Sveinn Aron Sveinsson 5, Ólafur Ægir Ólafsson 4, Orri Freyr Gíslason 3, Vignir Stefánsson 2, Ýmir Örn Gíslason 2, Heiðar Þór Aðalsteinsson 1/1, Atli Már Báruson 1 og Atli Karl Bachman 1.Varin skot: Hlynur Morthens 2 og Sigurður Ingiberg Ólafsson 11/1.Mörk FH: Gísli Þorgeir Kristjánsson 8, Einar Rafn Eiðsson 7, Ásbjörn Friðriksson 6/2, Arnar Freyr Ársælsson 3, Jóhann Karl Reynisson 2, Halldór Ingi Jónasson 1, Jóhann Birgir Ingvarsson 1, Óðinn Þór Ríkharðsson 1 og Ágúst Birgisson 1. Guðlaugur: Dóri náði að koma pressu á dómaranaGuðlaugur á bekknum í kvöld.Vísir/EyþórGuðlaugur Arnarsson annar af þjálfurum Vals var svekktur eftir að Valsmenn misstu af tækifærinu að fagna Íslandsmeistaratitlinum á heimavelli í kvöld. FH lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik en þeir leiddu 19-12 í hálfleik. „Auðvelda svarið er að við mætum með spennustigið of hátt í lokin og náum ekki frumkvæði varnarlega, náum ekki að brjóta nógu mikið á þeim,“ sagði Guðlaugur við Vísi þegar blaðamaður spurði hvað hefði vantað uppá hjá Val í upphafi leiks. „Við erum að klikka á dauðafærum á sama tíma. Þeir halda frumkvæðinu í seinni hálfleik en við erum með hjarta og baráttu í leiknum allan tímann en munurinn var einfaldlega aðeins of mikill í hálfleik,“ bætti Guðlaugur við. Töluvert var af brottvísunum í kvöld og að lokum voru gestirnir búnir að fá 14 mínútur í hvíld gegn 10 mínútum Valsmanna. Fannst Guðlaugi dómararnir vera of harðir í sinni línu í kvöld? „Mér fannst það. Mér fannst þeir henda okkur útaf fyrir mun minni sakir en FH. Við erum reknir útaf fyrir óíþróttamannslega framkomu þegar Ólafur Ægir fagnar þegar hann er búinn að brjóta í vörninni, FH-ingar eru að gera það nákvæmlega sama.“ „Dóri (Halldór Jóhann, þjálfari FH) náði að koma þessari pressu á dómarana með ummælum sínum í viðtölum eftir síðasta leik að það væri ekki verið að refsa okkur nóg. Það hlýtur að koma jafnvægi í þetta í næsta leik,“ bætti Guðlaugur við. Oddaleikur liðanna um Íslandsmeistaratitilinn fer fram á sunnudag í Kaplakrika. Allir leikirnir í rimmunni til þessa hafa unnist á útivelli. „Pressan verður jafn mikil á bæði lið á sunnudag. Það er bara úrslitaleikur og við hefðum auðvitað viljað klára þetta í dag. Við mættum ekki nógu klárir inn til að ná að klára þetta. Á sunnudaginn er bara stríð, allt eða ekkert og það er bara geðveikt,“ sagði Guðlaugur Arnarsson að lokum. Halldór Jóhann: Finnst þetta algjört kjaftæðiHalldór Jóhann fórnar höndum á hliðarlínunni.vísir/eyþórHalldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH var ánægður með sigurinn á Val að Hlíðarenda í kvöld sem tryggir hans mönnum oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á sunnudag. „Við náðum okkar frumkvæði í leikinn, mér finnst það hafa vantað af okkar hálfu. Við náðum að stýra leiknum varnar- og sóknarlega í dag og vorum í raun bara virkilega ákveðnir og flottir. Það er það sem skóp þennan sigur,“ sagði Halldór Jóhann í samtali við Vísi eftir leik. FH skoraði 19 mörk á Valsvörnina í fyrri hálfleik, fimm mörkum minna en þeir gerðu í öllum síðasta leik. „Ég vissi alveg að við gætum leyst þessa vörn þeirra. Það þurfa margir þættir að spila inn í. Sigurður Ingiberg kemur inn í markið í seinni hálfleik og ég veit ekki hvað við klikkum á mörgum dauðafærum á þeim kafla. Þeir ná áhlaupi á okkur sem við náum svo að standast.“ Guðlaugur Arnarsson þjálfari Valsmanna sagði að Halldór hefði náð að setja pressu á dómara leiksins með ummælum sínum eftir síðasta leik liðanna um að ekki hefði verið nógu hart tekið á brotum Valsara. Halldór var ekki sammála kollega sínum hvað það varðar. „Ég veit ekki hverju ég á að svara, mér finnst þetta algjört kjaftæði. Þeir fóru í sama pakka eftir leik tvö og byrjuðu að tala um einhverja skrefadóma. Ég held það sé best að leyfa dómurunum að flauta þessa leiki og að við séum ekki að blammera þá í fjölmiðlum. Þeir mega auðvitað segja það sem þeir vilja," sagði Halldór og bætti við að bæði lið gætu eflaust tínt til dóma sem þau væru ósátt með. „Ég held að við höfum verið meira útaf en þeir þegar upp er staðið. Þetta var harður leikur og erfitt að dæma. Auðvitað eru einhver atriði okkar megin sem við getum sagt að voru ekki brottvísanir og þeir líka en ef við ætlum að tína allt úr leiknum þá verður þetta erfitt. Við vissum að þetta einvígi yrði hart, bjuggum okkur undir það og Valur örugglega líka.“ Úrslitaleikurinn fer fram í Kaplakrika á sunnudag og verður án nokkurs vafa hart barist eins og verið hefur í rimmunni til þessa. „Það verður gaman að vera hluti af því dæmi. Við viljum fylla Krikann og vonandi fjölmenna stuðningsmenn beggja liða á leikinn og allir handboltaáhugamenn. Það er frábært fyrir íslenskan handbolta að þessi staða sé komin upp,“ sagði Halldór Jóhann að lokum. Ýmir Örn: Eigum við ekki bara að spila á hlutlausum velli?Ýmir Örn horfir á eftir Jóhanni Karli Reynissyni.Vísir/EyþórÝmir Örn Gíslason leikmaður Vals var ósáttur með leik síns liðs í tapinu gegn FH í kvöld og sagði frammistöðuna ekki boðlega. „Við byrjuðum bara ekki leikinn, vorum ekki með neitt hugarfar og í raun þvílíkir aumingjar ef maður segir eins og er. Við komum til baka í 10-15 mínútur í seinni hálfleik en í fyrri hálfleik vorum við bara einstaklingar og ekki að spila saman. Það er bara ekki í boði þegar verið er að spila um titil,“ sagði Ýmir Örn þegar blaðamaður Vísis hitti hann að leik loknum. „Við náum fjórum mörkum í röð í seinni hálfleik og fáum höllina með okkur. Það voru frábærir áhorfendur í kvöld en það vantaði þetta auka hjá okkur. Það fór mikil orka í að ná þeim, við þurftum kannski 1% í viðbót.“ Það var gríðarleg barátta í leiknum í kvöld og menn fengu oft að hvíla sig í tvær mínútur og í nokkur skipti munaði litlu að það syði upp úr. „Auðvitað á að vera mikill hasar og alvöru vörn og sókn í þessum leikjum. Stundum finnst mér vera dæmt of „soft“, þeir fá líka ódýrar tvær mínútur. Þetta var stál í stál og það verður gaman að sjá hvernig þetta fer á sunnudag, þar mætum við dýrvitlausir og bjóðum ekki aftur upp á þetta.“ Aðspurður hvort pressan yrði meiri á FH því þeir yrðu á heimavelli svaraði Ýmir: „Ég veit það ekki. Var meiri pressa á okkur að klára þetta í dag? Við áttum að klára þetta fyrir framan okkar stuðningsmenn sem eiga það skilið. Við erum búnir að vinna tvisvar í Kapla og þeir tvisvar hér. Eigum við ekki bara að spila úrslitaleikinn á hlutlausum velli? bætti Ýmir við brosandi. Hann lofaði þó að liðið myndi ekki mæta til leiks á sunnudag líkt og það gerði í dag. „Það kemur ekki til greina. Þvílíkur aumingjaskapur og það vantaði alla liðsheild. Þetta kemur ekki fyrir aftur, ég skal lofa því,“ sagði Ýmir Örn að lokum. Einar Rafn: Ekki valmöguleiki að fara í sumarfríEinar Rafn lætur vaða á mark Vals.vísir/eyþórEinar Rafn Eiðsson skoraði sjö mörk fyrir FH í sigrinum á Val í kvöld. Hann sagði frábært að spila leiki eins og þennan og hlakkaði til oddaleiksins á sunnudag. „Þetta var hrein unun. Við sóttum sigurinn í dag, það er einfalt. Við mættum mjög árásargjarnir og ætluðum okkur sigur í þessum leik annars værum við komnir í sumarfrí. Það var ekki valmöguleiki í dag,“ sagði Einar Rafn við Vísi eftir leik. Stemmningin í FH-liðinu var mögnuð í dag og þeir fögnuðu ákaft í hvert sinn sem þeir gerðu eitthvað jákvætt. „Stemmningin er búin að vera hrikalega góð í allan vetur. Við höfum ekki náð okkar leik í þessu úrslitaeinvígi gegn Val og í dag fögnuðum við öllu gríðarlega, hvort sem það var fríkast, mark eða unninn bolti. Við vinnum þetta saman og gerðum það svo sannarlega í dag.“ Valsmenn náðu áhlaupi í síðari hálfleik og náðu að minnka muninn í þrjú mörk þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af leiknum. „Það eru sveiflur í svona leikjum og það var nú aðeins farið að fara um mann. Ég var samt einhvern veginn alveg öruggur að við myndum ná að höggva á þennan hnút. Valsliðið er sterkt og það má aldrei hætta á móti þeim, þá getur maður lent í vandræðum,“ sagði Einar Rafn. Guðlaugur Arnarsson þjálfari Vals sagði stríð framundan á sunnudag. Verða FH-ingar klárir í stríð? „Að sjálfsögðu. Þetta er geggjað að hafa þetta svona, troðfullt hús af FH-ingum og Völsurum. Það væri frábært að hafa þetta í hverjum einasta deildarleik, það er hundrað sinnum skemmtilegra svona.“ „Við mætum fullir sjálfstraust til leiks á sunnudag og ætlum að sækja sigur líkt og hér í dag. Ef við mætum ákveðnir og spilum okkar leik þá erum við drulluflottir. Það verður bara að halda því,“ sagði Einar Rafn Eiðsson að lokum.25-30 (Leik lokið) - FH vinnur og tryggir sér oddaleik á sunnudag!23-29 (58.mín) - Óðinn Þór skorar og stuðningsmenn FH eru byrjaðir að fagna á pöllunum.23-28 (58.mín) - Valsmenn skora og Halldór Jóhann tekur leikhlé. 2:30 eftir og fimm marka munur.22-28 (57.mín) - Valsmenn jafna ekki úr þessu og við fáum oddaleik á sunnudag. Birkir Fannar Bragason ver glæsilega frá Heiðari í horni Valsmanna og gulltryggir sigurinn. Það hafa verið mikil læti hér í kvöld og verða án efa á sunnudag líka.21-28 (55.mín) - Gísli Þorgeir skorar og Ágúst Elí ver síðan frá Ými. FH er að sigla þessu í höfn.21-27 (54.mín) - Atli Már með skot úr engu færi, beint í vörnina og Ísak skorar yfir allan völlinn. Nú er þetta orðið afar erfitt fyrir heimamenn.21-26 (53.mín) - Jóhann Birgir skorar og munurinn fimm mörk á ný. 21-25 (52.mín) - Loksins mark hjá FH. Jóhann Birgir gerir vel, keyrir á vörnina og finnur Halldór Inga galopinn á línunni. Hann setur boltann undir Sigurð Ólaf og skorar. Orri Freyr misnotar síðan gott færi á línunni hinu megin.21-24 (51.mín) - Ágúst Elí ver frá Alexander og Valsmenn ná ekki muninum niður fyrir þrjú mörk. Jóhann Birgir kominn í sóknina hjá FH.21-24 (50.mín) - Atli Már með kjánalega sendingu afturfyrir bak og beint útaf. FH fer í sókn en Sigurður Ingiberg er búinn að loka markinu. Nú ver hann frá Ágústi í dauðafæri á línunni.21-24 (49.mín) - Siguður Ingiberg ver frá Halldóri Inga Jónassyni í horninu og Valsmenn geta minnkað muninn í tvö mörk.21-24 (48.mín) - Valsvörnin er hrokkin í gang og er að spila frábærlega. FH gengur illa að finna svör en þá er Ólafur Ægir klaufi og nælir sér í tveggja mínútna brottvísun fyrir kjaft. FH skýtur í slá og Ýmir á misheppnaða sendingu þegar hann reynir að koma boltanum í hraðaupphlaup á Svein Aron.21-24 (47.mín) - Atli Már skorar og munurinn þrjú mörk. Þvílík spenna og allt brjálað á pöllunum!20-24 (46.mín) - Valsmenn vinna boltann í vörninni en Alexander skýtur framhjá úr ágætu færi í næstu sókn. Valsmenn fiska síðan ruðning og Arnar Freyr FH-ingur fær tveggja mínútna brottvisun fyrir að fara í andlitið á Ólafi Ægi í næstu sókn.20-24 (44.mín) - Ágúst Eli ver frá Jóhanni Karli og Sveinn Aron skorar úr afar þröngu færi. Valsmenn að tryllast á pöllunum.19-24 (42.mín) - Vignir skorar baráttumark fyrir Valsara og Sveinn fær tækifæri til að bæta við úr hraðaupphlaupi en Ágúst Elí ver. Ýmir er ósáttur með það og skorar mark upp á eigin spýtur. Munurinn fimm mörk og Halldór Jóhann tekur leikhlé.17-24 (42.mín) - Allt að sjóða upp úr. Jóhann Karl sækir víti eftir mikla baráttu við Orra Frey og fyrirliði Valsara fær tveggja mínútna brottvísun. Þeir lenda svo í einhverjum ryskingum á gólfinu sem fleiri leikmenn blandast inn í. Einar Rafn skorar örugglega úr vítinu og Valsmenn halda í sókn einum færri.17-23 (41.mín) - Atli Már Báruson kemur inn og skorar. Ótrúlega seigur sá. Valsvörnin vinnur síðan boltann og Sveinn Aron skorar úr hraðaupphlaupi. Enn er von fyrir Valsmenn.15-23 (40.mín) - Gríðarleg barátta og stemmning í FH-vörninni og Ágúst Elí ver síðan skot frá Juric. Einar Rafn skýtur framhjá úr næstu sókn FH. Óskar Bjarni og Gulli neyðast til að taka þriðja leikhlé Valsmanna þegar 20 mínútur eru eftir.15-23 (38.mín) - Stillt upp fyrir Gísla í aukakasti FH þegar höndin er komin upp. Allir Valsmenn rjúka út en gleyma Jóhanni Karli á línunni. Gísli er ekkert búinn að gleyma honum, gefur honum boltann og Jóhann skorar.15-22 (37.mín) - Jóhann Karl skorar, aleinn á línunni. Juric minnkar muninn strax í kjölfarið.14-21 (36.mín) - Vignir skorar sitt fyrsta mark. Hann hefur verið frábær í fyrri leikjum liðanna en ekki sést í dag.13-21 (35.mín) - Sigurður Ingiberg ver vel frá Ásbirni, Óðinn tekur frákastið en boltinn er kominn útaf við endalínuna. Hann fær svo tveggja mínútna brottvísun fyrir að kasta boltanum burt þegar Sigurður ætlaði að sækja boltann.13-21 (33.mín) - Juric fær dæmda á sig línu, réttilega og Ásbjörn bætir fyrir klikkið úr vítinu með frábæru marki. Valsmenn eru að gera sér þetta erfitt.13-20 (33.mín) - Gísli sækir víti en Sigurður Ingiberg ver frá Ásbirni. Þetta kveikir kannski í heimamönnum?13-20 (32.mín) - Juric skorar af vítalínunni og Valsmenn reyna að hefja endurkomu. Þeir þurfa áhlaup sem fyrst ætli þeir sér að eiga möguleika á að hampa Íslandsmeistaratitlinum á heimavelli.12-20 (31.mín) - Þetta er komið af stað á ný og Gísli Þorgeir hefur leik með því að skora sitt sjöunda mark. Hinu megin fær Juric skammir frá dómurunum fyrir að reyna að fiska brottvísun á FH-vörnina og stuðningsmenn Hafnfirðinga láta hann heyra það.12-19 (Hálfleikur) - Afar fjörugur fyrri hálfleikur að baki og það eru gestirnir sem hafa verið mikið betri aðilinn. Þeir leiða með sjö mörkum og hafa skorað 19 mörk. Það gefur því auga leið að Valsmenn þurfa að laga vörnina sína í leikhléinu. Gísli Þorgeir hefur skorað 6 mörk fyrir FH og Ásbjörn 5. Hjá Val hafa Orri Freyr og Juric skorað 3 mörk hvor. Ágúst Elí er kominn með 6 skot varin í marki FH. Hlynur hefur varið 1 skot í marki Vals og Sigurður Ingiberg 3.12-19 (Fyrri hálfleik lokið) - Mikill hasar hér í lokin. Valsmenn vinna boltann en tapa honum afar klaufalega í hraðaupphlaupi. FH fer upp í staðinn og Einar Rafn skorar og gestirnir vilja fá tvær mínútur að auki á Orra Frey og Halldór Jóhann er brjálaður. Á meðan FH er að kvarta taka Valsmenn hraða miðju og þegar Juric er að komast á auðan sjó birtist Ísak skyndilega og nær að fiska ruðning um leið og hálfleiksflautan gellur. FH-ingar gera mikið í því að reyna að espa Juric upp sem lét þó ekki gabba sig í neina vitleysu.12-18 (29.mín) - Valsvörnin gleymir Arnari Frey og hann skorar auðveldlega. FH-ingar fara síðan í andlitið á Juric en Hlynur og Anton gefa bara gult spjald. Tvær mínútur hefði verið réttur dómur þar. Ólafur Ægir minnkar síðan muninn fyrir Val.11-17 (28.mín) - FH fær frábært tækifæri til að komast átta mörkum yfir. Óðinn er einn í hraðaupphlaupi en Sigurður Ingiberg ver. Ágúst Birgisson fær svo tveggja mínútna brottvísun fyrir brot og Valsmenn víti. Juric skorar af öryggi og minnkar muninn.10-17 (27.mín) - Þvílíkt mark hjá Gísla. Stekkur himinnhátt upp og þrumar boltanum neðst í hornið framhjá Sigurði Ingiberg. Valsvörnin er í miklum vandræðum.10-16 (25.mín) - Josip Juric skorar með fínu skoti. Ólafur Ægir fær síðan tveggja mínútna brottvísun hjá Val fyrir brot á Gísla Þorgeir. Sýnist hann hafa togað vel í treyju FH-ingsins unga.9-16 (25.mín) - Ásbjörn skorar sitt fimmta mark úr vítakasti og munurinn orðinn sjö mörk. Óskar og Gulli neyðast til að taka annað leikhlé enda Valsmenn ekki sjálfum sér líkir.9-15 (24.mín) - Ágúst skorar fyrir FH þegar höndin er komin upp, ekki í fyrsta sinn sem FH gerir það. Ýmir svarar fyrir Val.8-14 (22.mín) - Sigurður Ingiberg ver og Valur sækir víti hinu megin. Arnar Freyr fær svo tvær mínútur sömuleiðis. Vítið fer hins vegar í stöngina og FH enn sex mörkum yfir.8-14 (21.mín) - Helmingsmunur hér á Hlíðarenda eftir gott undirhandarskot frá Einari Rafni. Orri Freyr svarar strax í kjölfarið.7-13 (20.mín) - Ásbjörn skorar sitt fjórða mark og kemur FH sex mörkum yfir á ný. Orri Freyr skýtur síðan framhjá úr algjöru dauðafæri í næstu sókn Vals. Það gengur lítið upp hjá heimamönnum.7-12 (20.mín) - Sigurður Ingiberg ver frá Einari Rafni úr dauðafæri í þann mund sem Valsmenn fá sína menn inn á ný. FH-ingar halda boltanum eftir að Atli Rafn Bachman rétt stig útaf þegar hann tók frákastið.7-12 (19.mín) - Ýmir fiskar víti og Ágúst af velli í leiðinni. FH-ingar klaufar. Heiðar Aðalsteinsson skorar úr vítinu. Halldór Jóhann tekur leikhlé og vill stilla upp í sókn og fá öruggt mark áður en Valsmenn fá sína menn inn á ný.6-12 (19.mín) - Valsmenn missa boltann og gleyma að hlaupa út og skipta við Sigurð Ingiberg á bekknum. FH skorar í tómt mark og Sigurður er brjálaður. 6-11 (17.mín) - Gísli Þorgeir fær ódýrt vítakast og Sveinn Aron tvær mínútur í kjölfarið. Orri Freyr rífur síðan kjaft og fær einnig tvær mínútur frá þeim Jónasi og Antoni. Ásbjörn skorar ellefta mark FH úr vítinu og Valsmenn halda í sókn tveimur færri og fimm mörkum undir.6-10 (16.mín) - Einar Rafn skorar og vörn FH tekur slakt skot Antons í kjölfarið. Gísli Þorgeir skorar síðan sitt fjórða mark framhjá Sigurði Ingiberg sem kominn er í mark Vals.6-8 (14.mín) - Fín sókn hjá Val og Ólafur Ægir skorar sitt fyrsta mark. Vörn Vals er heldur betur að vakna og sóknin farin að ganga ögn betur.5-8 (12.mín) - FH fékk möguleika á að komast 5 mörkum yfir en Sveinn Aron komst inn í slaka sendingu Gísla. Sveinn skoraði svo örugglega úr hraðaupphlaupinu.4-8 (11.mín) - Einar Rafn skorar þegar höndin er komin upp og kemur FH fjórum mörkum yfir. Hlynur hefði átt að gera betur þarna en hann hefur ekki fundið sig. Óskar og Gulli taka leikhlé og messa yfir sínum mönnum.4-7 (10.mín) - Hlynur ver sitt fyrsta skot en Arnar Freyr nær frákastinu og skorar, svekkjandi fyrir Hlyn. Ýmir kemst svo í fínasta færi hinu megin en þar ver Ágúst Elí. Sá hefur verið öflugur hér í upphafi.4-6 (9.mín) - Orri Freyr skorar af línunni, hans annað mark.3-6 (9.mín) - Heimamenn eru ekki að spila sinn leik varnarlega og FH á allt of auðvelt með að skora sín mörk. Gísli Þorgeir var að skora sitt þriðja eftir að Ágúst Elí varði sitt fjórða skot þar á undan.3-5 (8.mín) - Valsmenn vinna boltann og Sveinn Aron skorar í svo gott sem tómt mark. Gísli Þorgeir fljótur að svara með sínu öðru marki. Ísak er kominn inn í FH-vörnina á ný.2-4 (7.mín) - Ásbjörn skorar þrátt fyrir að gestirnir séu einum færri, gestirnir taka reyndar markmann af velli og bæta við sóknarmanni. Juric er svo fljótur að svara hinu megin. 1-3 (5.mín) - Valsmenn voru fljótir að nýta liðsmuninn. Orri fékk boltann á línunni eftir gott kerfi og skoraði fyrsta mark heimamanna.0-3 (5.mín) - Ágúst Elí ver sitt þriðja skot og Gísli Þorgeir skorar úr hraðaupphlaupi í kjölfarið. Valsmenn keyra hraða miðju og Ýmir fiskar tvær mínútur á Ísak i vörn FH sem var aðeins of aðgangshaður. 0-2 (4.mín) - Ásbjörn kemur FH í 2-0 úr víti sem Gísli Þorgeir sótti. Valsmenn ekki enn komnir á blað eftir fjögurra mínútna leik.0-1 (3.mín) - Valsmenn byrja í 6-0 vörn en Ýmir þó duglegur að koma út. Þeir vinna boltann í næstu sókn FH eftir að Ágúst Elí hafi varið sitt annað skot í sókninni á undan. Orri Freyr kastar boltanum hins vegar beint útaf þegar Valsmenn eru á leið upp völlinn.0-1 (1.mín) - Ágúst Elí ver fyrsta skot Vals og Arnar Freyr skorar í seinni bylgjunni eftir fínt spil FH. Hafnfirðingar mæta grimmir til leiks.0-0 (1.mín) - Þetta er komið af stað og stemmningin frábær. Þetta verður veisla!19:58 - Þá er þetta að byrja. Valsmenn byrja með Svein Aron, Ólaf Ægi, Anton, Josip, Vigni og Orra í sókninni. Hlynur byrjar í marki. Hjá FH standa Óðinn, Jóhann Karl, Einar Rafn, Ísak, Arnar Freyr og Gísli Þorgeir vörnina í fyrstu sókn Vals. Í markinu er svo Ágúst Elí Björgvinsson.19:55 - Liðin eru kynnt til leiks með pompi og prakt. Það verða þeir Jónas Elíasson og Anton Gylfi Pálsson sem dæma leikinn en þeir eru okkar reyndasta dómarapar.19:50 - Fjölmenn stuðningsmannasveit Vals er með skilti með sér í stúkunni. Á skiltinu er merki um að þar sé strætóstoppistöð og áhangandi er tafla með áætlunarferðum. Þetta er skot á stuðningsmenn ÍBV sem sögðu þegar liðin mættust að stuðningssveit kæmist fyrir í strætóskýli. Ég lofa ykkur því að þeir Valsmenn sem eru mættir hingað í kvöld gætu fyllt ansi mörg strætóskýli.19:48 - FH tryggði sér deildarmeistaratitilinn og fóru því inn í úrslitakeppnina vitandi af heimaleikjarétti í öllum umferðum. FH tapaði fyrir Val í undanúrslitum bikarkeppninnar og voru það mikil vonbrigði fyrir Hafnfirðinga sem voru efstir í deildinni á þeim tímapunkti. Halldór Jóhann Sigfússon hefur hins vegar náð að búa til afar öflugt lið sem erfitt er að leika gegn. 19:45 - Það hefur verið gríðarlegt álag á Valsliðinu í vetur. Þegar mest lét voru leikir þriðja hvern dag og ferðalög erlendis þar að auki. Óskar Bjarni talaði um það á tímabili að leikirnir í Evrópukeppninni væru farnir að hafa neikvæð áhrif á liðið í deildinni. Þeir fóru alla leið niður í 7.sæti við lok deildarkeppninnar en síðan þá hefur lítið annað en jákvætt gerst í herbúðum Vals. Þeir slógu út stjörnum prýtt lið ÍBV í 8-liða úrslitum og spútniklið Fram í undanúrslitum. Evrópudraumurinn dó í undanúrslitum eins og frægt er orðið en þeir virðast hafa náð að hrista þau vonbrigði af sér. En álagið hefur verið mikið og Valsmenn vilja vafalaust forðast oddaleik eins og heitan eldinn. 19:42 - FH-ingar þurfa nauðsynlega á framlagi frá fleirum en Gísla Þorgeiri Kristjánssyni í sínum sóknarleik. Gísli hefur verið magnaður en þessi 17 ára strákur hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum í einvíginu. Vörn og markvarsla er aðalsmerki beggja þessara liða og Sigurður Ingiberg Ólafsson var frábær í marki Vals í síðasta leik og Birkir Fannar Bragason í leiknum þar á undan.Vörn og markvarsla vinnur titla og það verður án efa raunin að loknu þessu einvígi.19:40 - Það er heldur betur að fjölga í stúkunni hér í Valshöllinni. Ég verð illa svikinn ef pallarnir verða ekki þéttsetnir í kvöld.19:30 - Óskar Ófeigur Jónasson blaðamaður á Vísi skrifaði mjög svo áhugaverða grein sem birtist á vef Vísis í morgun. Greinin fjallaði um heimavalladrauginn svokallaða í handboltanum en af síðustu 12 leikjum sem farið hafa fram í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn hafa aðeins tveir þeira unnist á heimavelli. Það er hreint mögnuð tölfræði og liðin sem leika til úrslita í ár hafa lítið annað gert en að staðfesta tilveru þessa draugs. Smellið hér til að lesa þessa áhugaverðu grein Óskars Ófeigs.19:25 - Emmsjé Gauti var mættur í hús hér að Hlíðarenda til að hita áhorfendur upp. Hann er frammi í andyri en leikmenn að sjálfsögðu á fullu hér í salnum. Ég á von á miklu fjölmenni enda gæti vel farið svo að Íslandsmeistaratitillinn fari á loft í kvöld. FH vill væntanlega koma í veg fyrir það og tryggja sér oddaleik á heimavelli á sunnudag.19:23 - Leikmannahópur FH er skipaður eftirfarandi leikmönnum:Markverðir: Birkir Fannar Bragason og Ágúst Elí BjörgvinssonÚtileikmenn: - Ágúst Birgisson, Óðinn Þór Ríkharðsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Ásbjörn Friðriksson, Ísak Rafnsson, Jóhann Karl Reynisson, Einar Rafn Eiðsson, Jóhann Birgir Ingvarsson, Halldór Ingi Jónasson, Jón Bjarni Ólafsson, Arnar Freyr Ársælsson og Þorgeir Björnsson.19:20 - Leikmannahópur Vals er skipaður eftirfarandi leikmönnum:Markverðir: Sigurður Ingiberg Ólafsson og Hlynur MorthensÚtileikmenn: Orri Freyr Gíslason, Ólafur Ægir Ólafsson, Atli Már Báruson, Vignir Stefánsson, Alexander Örn Júlíusson, Sveinn Aron Sveinsson, Heiðar Þór Aðalsteinsson, Sveinn Jose Rivera, Josip Juric Grgic, Ýmir Örn Gíslason, Anton Rúnarsson, Atli Karl Bachmann, Þorgils Jón Svölu- Baldursson19:15 - Góða kvöldið og verið velkomin með Vísi í Valshöllina að Hlíðarenda þar sem heimamenn geta orðið Íslandsmeistarar með sigri á FH. Þetta er fjórði leikur liðanna í úrslitarimmu Olís-deildarinnar en allir leikirnir til þessa hafa unnist á útivelli. Olís-deild karla Tengdar fréttir Guðlaugur: Dóri náði að koma pressu á dómarana Guðlaugur Arnarsson annar af þjálfurum Vals var svekktur eftir að Valsmenn misstu af tækifærinu að fagna Íslandsmeistaratitlinum á heimavelli í kvöld. FH lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik en þeir leiddu 19-12 í hálfleik. 18. maí 2017 22:07 Halldór Jóhann: Finnst þetta algjört kjaftæði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH var ánægður með sigurinn á Val að Hlíðarenda í kvöld sem tryggir hans mönnum oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. 18. maí 2017 22:11 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira
FH byrjaði leikinn af miklum krafti og voru komnir í 4-1 eftir einungis nokkrar mínútur. Ágúst Elí Björgvinsson gaf tóninn í marki Hafnfirðinga og hinu megin var hvorki vörn Vals né Hlynur Morthens í markinu í takt við leikinn. FH hélt áfram að auka við sína forystu og þeir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ásbjörn Friðriksson fóru mikinn í sókninni. Töluvert var um brottvísanir í fyrri hálfleiknum og voru liðin samtals 14 mínútur í hvíld. Óskar Bjarni Óskarsson tók leikhlé þegar staðan var 8-4 og svo aftur í stöðunni 16-9 þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum. Staðan í hálfleik var 19-12 FH í vil og Valsvörnin, sem hefur verið þeirra aðalsmerki hingað til í úrslitakeppninni, var hvergi sjáanleg. Í byrjun síðari hálfleiks skiptust liðin á að skora en þegar um tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum vöknuðu Valsmenn. Þeir lokuðu vörninni og FH skoraði ekki í lengri tíma. Munurinn var skyndilega orðin þrjú mörk, staðan 21-24. Valur fékk nokkur tækifæri til að minnka muninn í tvö mörk en voru klaufar í sínum sóknum. Þeir misnotuðu ágæt færi og fengu brottvísun á mikilvægu augnabliki. Jóhann Birgir Ingvarsson kom inn í sókn FH þegar tæpar tíu mínútur lifði leiks og nýtti tækifærið vel. Hann gaf stoðsendingu þegar FH skoraði sitt fyrsta mark í langan tíma og skoraði síðan sjálfur í næstu sókn. Þegar Gísli Þorgeir kom FH sex mörkum yfir á ný var björninn unninn. Liðin skoruðu nokkur mörk til viðbótar og FH hrósaði að lokum góðum sigri 30-25 og tryggðu sér þar með oddaleik á heimavelli á sunnudag.Mörk Vals: Josip Juric Grgic 6, Sveinn Aron Sveinsson 5, Ólafur Ægir Ólafsson 4, Orri Freyr Gíslason 3, Vignir Stefánsson 2, Ýmir Örn Gíslason 2, Heiðar Þór Aðalsteinsson 1/1, Atli Már Báruson 1 og Atli Karl Bachman 1.Varin skot: Hlynur Morthens 2 og Sigurður Ingiberg Ólafsson 11/1.Mörk FH: Gísli Þorgeir Kristjánsson 8, Einar Rafn Eiðsson 7, Ásbjörn Friðriksson 6/2, Arnar Freyr Ársælsson 3, Jóhann Karl Reynisson 2, Halldór Ingi Jónasson 1, Jóhann Birgir Ingvarsson 1, Óðinn Þór Ríkharðsson 1 og Ágúst Birgisson 1. Guðlaugur: Dóri náði að koma pressu á dómaranaGuðlaugur á bekknum í kvöld.Vísir/EyþórGuðlaugur Arnarsson annar af þjálfurum Vals var svekktur eftir að Valsmenn misstu af tækifærinu að fagna Íslandsmeistaratitlinum á heimavelli í kvöld. FH lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik en þeir leiddu 19-12 í hálfleik. „Auðvelda svarið er að við mætum með spennustigið of hátt í lokin og náum ekki frumkvæði varnarlega, náum ekki að brjóta nógu mikið á þeim,“ sagði Guðlaugur við Vísi þegar blaðamaður spurði hvað hefði vantað uppá hjá Val í upphafi leiks. „Við erum að klikka á dauðafærum á sama tíma. Þeir halda frumkvæðinu í seinni hálfleik en við erum með hjarta og baráttu í leiknum allan tímann en munurinn var einfaldlega aðeins of mikill í hálfleik,“ bætti Guðlaugur við. Töluvert var af brottvísunum í kvöld og að lokum voru gestirnir búnir að fá 14 mínútur í hvíld gegn 10 mínútum Valsmanna. Fannst Guðlaugi dómararnir vera of harðir í sinni línu í kvöld? „Mér fannst það. Mér fannst þeir henda okkur útaf fyrir mun minni sakir en FH. Við erum reknir útaf fyrir óíþróttamannslega framkomu þegar Ólafur Ægir fagnar þegar hann er búinn að brjóta í vörninni, FH-ingar eru að gera það nákvæmlega sama.“ „Dóri (Halldór Jóhann, þjálfari FH) náði að koma þessari pressu á dómarana með ummælum sínum í viðtölum eftir síðasta leik að það væri ekki verið að refsa okkur nóg. Það hlýtur að koma jafnvægi í þetta í næsta leik,“ bætti Guðlaugur við. Oddaleikur liðanna um Íslandsmeistaratitilinn fer fram á sunnudag í Kaplakrika. Allir leikirnir í rimmunni til þessa hafa unnist á útivelli. „Pressan verður jafn mikil á bæði lið á sunnudag. Það er bara úrslitaleikur og við hefðum auðvitað viljað klára þetta í dag. Við mættum ekki nógu klárir inn til að ná að klára þetta. Á sunnudaginn er bara stríð, allt eða ekkert og það er bara geðveikt,“ sagði Guðlaugur Arnarsson að lokum. Halldór Jóhann: Finnst þetta algjört kjaftæðiHalldór Jóhann fórnar höndum á hliðarlínunni.vísir/eyþórHalldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH var ánægður með sigurinn á Val að Hlíðarenda í kvöld sem tryggir hans mönnum oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á sunnudag. „Við náðum okkar frumkvæði í leikinn, mér finnst það hafa vantað af okkar hálfu. Við náðum að stýra leiknum varnar- og sóknarlega í dag og vorum í raun bara virkilega ákveðnir og flottir. Það er það sem skóp þennan sigur,“ sagði Halldór Jóhann í samtali við Vísi eftir leik. FH skoraði 19 mörk á Valsvörnina í fyrri hálfleik, fimm mörkum minna en þeir gerðu í öllum síðasta leik. „Ég vissi alveg að við gætum leyst þessa vörn þeirra. Það þurfa margir þættir að spila inn í. Sigurður Ingiberg kemur inn í markið í seinni hálfleik og ég veit ekki hvað við klikkum á mörgum dauðafærum á þeim kafla. Þeir ná áhlaupi á okkur sem við náum svo að standast.“ Guðlaugur Arnarsson þjálfari Valsmanna sagði að Halldór hefði náð að setja pressu á dómara leiksins með ummælum sínum eftir síðasta leik liðanna um að ekki hefði verið nógu hart tekið á brotum Valsara. Halldór var ekki sammála kollega sínum hvað það varðar. „Ég veit ekki hverju ég á að svara, mér finnst þetta algjört kjaftæði. Þeir fóru í sama pakka eftir leik tvö og byrjuðu að tala um einhverja skrefadóma. Ég held það sé best að leyfa dómurunum að flauta þessa leiki og að við séum ekki að blammera þá í fjölmiðlum. Þeir mega auðvitað segja það sem þeir vilja," sagði Halldór og bætti við að bæði lið gætu eflaust tínt til dóma sem þau væru ósátt með. „Ég held að við höfum verið meira útaf en þeir þegar upp er staðið. Þetta var harður leikur og erfitt að dæma. Auðvitað eru einhver atriði okkar megin sem við getum sagt að voru ekki brottvísanir og þeir líka en ef við ætlum að tína allt úr leiknum þá verður þetta erfitt. Við vissum að þetta einvígi yrði hart, bjuggum okkur undir það og Valur örugglega líka.“ Úrslitaleikurinn fer fram í Kaplakrika á sunnudag og verður án nokkurs vafa hart barist eins og verið hefur í rimmunni til þessa. „Það verður gaman að vera hluti af því dæmi. Við viljum fylla Krikann og vonandi fjölmenna stuðningsmenn beggja liða á leikinn og allir handboltaáhugamenn. Það er frábært fyrir íslenskan handbolta að þessi staða sé komin upp,“ sagði Halldór Jóhann að lokum. Ýmir Örn: Eigum við ekki bara að spila á hlutlausum velli?Ýmir Örn horfir á eftir Jóhanni Karli Reynissyni.Vísir/EyþórÝmir Örn Gíslason leikmaður Vals var ósáttur með leik síns liðs í tapinu gegn FH í kvöld og sagði frammistöðuna ekki boðlega. „Við byrjuðum bara ekki leikinn, vorum ekki með neitt hugarfar og í raun þvílíkir aumingjar ef maður segir eins og er. Við komum til baka í 10-15 mínútur í seinni hálfleik en í fyrri hálfleik vorum við bara einstaklingar og ekki að spila saman. Það er bara ekki í boði þegar verið er að spila um titil,“ sagði Ýmir Örn þegar blaðamaður Vísis hitti hann að leik loknum. „Við náum fjórum mörkum í röð í seinni hálfleik og fáum höllina með okkur. Það voru frábærir áhorfendur í kvöld en það vantaði þetta auka hjá okkur. Það fór mikil orka í að ná þeim, við þurftum kannski 1% í viðbót.“ Það var gríðarleg barátta í leiknum í kvöld og menn fengu oft að hvíla sig í tvær mínútur og í nokkur skipti munaði litlu að það syði upp úr. „Auðvitað á að vera mikill hasar og alvöru vörn og sókn í þessum leikjum. Stundum finnst mér vera dæmt of „soft“, þeir fá líka ódýrar tvær mínútur. Þetta var stál í stál og það verður gaman að sjá hvernig þetta fer á sunnudag, þar mætum við dýrvitlausir og bjóðum ekki aftur upp á þetta.“ Aðspurður hvort pressan yrði meiri á FH því þeir yrðu á heimavelli svaraði Ýmir: „Ég veit það ekki. Var meiri pressa á okkur að klára þetta í dag? Við áttum að klára þetta fyrir framan okkar stuðningsmenn sem eiga það skilið. Við erum búnir að vinna tvisvar í Kapla og þeir tvisvar hér. Eigum við ekki bara að spila úrslitaleikinn á hlutlausum velli? bætti Ýmir við brosandi. Hann lofaði þó að liðið myndi ekki mæta til leiks á sunnudag líkt og það gerði í dag. „Það kemur ekki til greina. Þvílíkur aumingjaskapur og það vantaði alla liðsheild. Þetta kemur ekki fyrir aftur, ég skal lofa því,“ sagði Ýmir Örn að lokum. Einar Rafn: Ekki valmöguleiki að fara í sumarfríEinar Rafn lætur vaða á mark Vals.vísir/eyþórEinar Rafn Eiðsson skoraði sjö mörk fyrir FH í sigrinum á Val í kvöld. Hann sagði frábært að spila leiki eins og þennan og hlakkaði til oddaleiksins á sunnudag. „Þetta var hrein unun. Við sóttum sigurinn í dag, það er einfalt. Við mættum mjög árásargjarnir og ætluðum okkur sigur í þessum leik annars værum við komnir í sumarfrí. Það var ekki valmöguleiki í dag,“ sagði Einar Rafn við Vísi eftir leik. Stemmningin í FH-liðinu var mögnuð í dag og þeir fögnuðu ákaft í hvert sinn sem þeir gerðu eitthvað jákvætt. „Stemmningin er búin að vera hrikalega góð í allan vetur. Við höfum ekki náð okkar leik í þessu úrslitaeinvígi gegn Val og í dag fögnuðum við öllu gríðarlega, hvort sem það var fríkast, mark eða unninn bolti. Við vinnum þetta saman og gerðum það svo sannarlega í dag.“ Valsmenn náðu áhlaupi í síðari hálfleik og náðu að minnka muninn í þrjú mörk þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af leiknum. „Það eru sveiflur í svona leikjum og það var nú aðeins farið að fara um mann. Ég var samt einhvern veginn alveg öruggur að við myndum ná að höggva á þennan hnút. Valsliðið er sterkt og það má aldrei hætta á móti þeim, þá getur maður lent í vandræðum,“ sagði Einar Rafn. Guðlaugur Arnarsson þjálfari Vals sagði stríð framundan á sunnudag. Verða FH-ingar klárir í stríð? „Að sjálfsögðu. Þetta er geggjað að hafa þetta svona, troðfullt hús af FH-ingum og Völsurum. Það væri frábært að hafa þetta í hverjum einasta deildarleik, það er hundrað sinnum skemmtilegra svona.“ „Við mætum fullir sjálfstraust til leiks á sunnudag og ætlum að sækja sigur líkt og hér í dag. Ef við mætum ákveðnir og spilum okkar leik þá erum við drulluflottir. Það verður bara að halda því,“ sagði Einar Rafn Eiðsson að lokum.25-30 (Leik lokið) - FH vinnur og tryggir sér oddaleik á sunnudag!23-29 (58.mín) - Óðinn Þór skorar og stuðningsmenn FH eru byrjaðir að fagna á pöllunum.23-28 (58.mín) - Valsmenn skora og Halldór Jóhann tekur leikhlé. 2:30 eftir og fimm marka munur.22-28 (57.mín) - Valsmenn jafna ekki úr þessu og við fáum oddaleik á sunnudag. Birkir Fannar Bragason ver glæsilega frá Heiðari í horni Valsmanna og gulltryggir sigurinn. Það hafa verið mikil læti hér í kvöld og verða án efa á sunnudag líka.21-28 (55.mín) - Gísli Þorgeir skorar og Ágúst Elí ver síðan frá Ými. FH er að sigla þessu í höfn.21-27 (54.mín) - Atli Már með skot úr engu færi, beint í vörnina og Ísak skorar yfir allan völlinn. Nú er þetta orðið afar erfitt fyrir heimamenn.21-26 (53.mín) - Jóhann Birgir skorar og munurinn fimm mörk á ný. 21-25 (52.mín) - Loksins mark hjá FH. Jóhann Birgir gerir vel, keyrir á vörnina og finnur Halldór Inga galopinn á línunni. Hann setur boltann undir Sigurð Ólaf og skorar. Orri Freyr misnotar síðan gott færi á línunni hinu megin.21-24 (51.mín) - Ágúst Elí ver frá Alexander og Valsmenn ná ekki muninum niður fyrir þrjú mörk. Jóhann Birgir kominn í sóknina hjá FH.21-24 (50.mín) - Atli Már með kjánalega sendingu afturfyrir bak og beint útaf. FH fer í sókn en Sigurður Ingiberg er búinn að loka markinu. Nú ver hann frá Ágústi í dauðafæri á línunni.21-24 (49.mín) - Siguður Ingiberg ver frá Halldóri Inga Jónassyni í horninu og Valsmenn geta minnkað muninn í tvö mörk.21-24 (48.mín) - Valsvörnin er hrokkin í gang og er að spila frábærlega. FH gengur illa að finna svör en þá er Ólafur Ægir klaufi og nælir sér í tveggja mínútna brottvísun fyrir kjaft. FH skýtur í slá og Ýmir á misheppnaða sendingu þegar hann reynir að koma boltanum í hraðaupphlaup á Svein Aron.21-24 (47.mín) - Atli Már skorar og munurinn þrjú mörk. Þvílík spenna og allt brjálað á pöllunum!20-24 (46.mín) - Valsmenn vinna boltann í vörninni en Alexander skýtur framhjá úr ágætu færi í næstu sókn. Valsmenn fiska síðan ruðning og Arnar Freyr FH-ingur fær tveggja mínútna brottvisun fyrir að fara í andlitið á Ólafi Ægi í næstu sókn.20-24 (44.mín) - Ágúst Eli ver frá Jóhanni Karli og Sveinn Aron skorar úr afar þröngu færi. Valsmenn að tryllast á pöllunum.19-24 (42.mín) - Vignir skorar baráttumark fyrir Valsara og Sveinn fær tækifæri til að bæta við úr hraðaupphlaupi en Ágúst Elí ver. Ýmir er ósáttur með það og skorar mark upp á eigin spýtur. Munurinn fimm mörk og Halldór Jóhann tekur leikhlé.17-24 (42.mín) - Allt að sjóða upp úr. Jóhann Karl sækir víti eftir mikla baráttu við Orra Frey og fyrirliði Valsara fær tveggja mínútna brottvísun. Þeir lenda svo í einhverjum ryskingum á gólfinu sem fleiri leikmenn blandast inn í. Einar Rafn skorar örugglega úr vítinu og Valsmenn halda í sókn einum færri.17-23 (41.mín) - Atli Már Báruson kemur inn og skorar. Ótrúlega seigur sá. Valsvörnin vinnur síðan boltann og Sveinn Aron skorar úr hraðaupphlaupi. Enn er von fyrir Valsmenn.15-23 (40.mín) - Gríðarleg barátta og stemmning í FH-vörninni og Ágúst Elí ver síðan skot frá Juric. Einar Rafn skýtur framhjá úr næstu sókn FH. Óskar Bjarni og Gulli neyðast til að taka þriðja leikhlé Valsmanna þegar 20 mínútur eru eftir.15-23 (38.mín) - Stillt upp fyrir Gísla í aukakasti FH þegar höndin er komin upp. Allir Valsmenn rjúka út en gleyma Jóhanni Karli á línunni. Gísli er ekkert búinn að gleyma honum, gefur honum boltann og Jóhann skorar.15-22 (37.mín) - Jóhann Karl skorar, aleinn á línunni. Juric minnkar muninn strax í kjölfarið.14-21 (36.mín) - Vignir skorar sitt fyrsta mark. Hann hefur verið frábær í fyrri leikjum liðanna en ekki sést í dag.13-21 (35.mín) - Sigurður Ingiberg ver vel frá Ásbirni, Óðinn tekur frákastið en boltinn er kominn útaf við endalínuna. Hann fær svo tveggja mínútna brottvísun fyrir að kasta boltanum burt þegar Sigurður ætlaði að sækja boltann.13-21 (33.mín) - Juric fær dæmda á sig línu, réttilega og Ásbjörn bætir fyrir klikkið úr vítinu með frábæru marki. Valsmenn eru að gera sér þetta erfitt.13-20 (33.mín) - Gísli sækir víti en Sigurður Ingiberg ver frá Ásbirni. Þetta kveikir kannski í heimamönnum?13-20 (32.mín) - Juric skorar af vítalínunni og Valsmenn reyna að hefja endurkomu. Þeir þurfa áhlaup sem fyrst ætli þeir sér að eiga möguleika á að hampa Íslandsmeistaratitlinum á heimavelli.12-20 (31.mín) - Þetta er komið af stað á ný og Gísli Þorgeir hefur leik með því að skora sitt sjöunda mark. Hinu megin fær Juric skammir frá dómurunum fyrir að reyna að fiska brottvísun á FH-vörnina og stuðningsmenn Hafnfirðinga láta hann heyra það.12-19 (Hálfleikur) - Afar fjörugur fyrri hálfleikur að baki og það eru gestirnir sem hafa verið mikið betri aðilinn. Þeir leiða með sjö mörkum og hafa skorað 19 mörk. Það gefur því auga leið að Valsmenn þurfa að laga vörnina sína í leikhléinu. Gísli Þorgeir hefur skorað 6 mörk fyrir FH og Ásbjörn 5. Hjá Val hafa Orri Freyr og Juric skorað 3 mörk hvor. Ágúst Elí er kominn með 6 skot varin í marki FH. Hlynur hefur varið 1 skot í marki Vals og Sigurður Ingiberg 3.12-19 (Fyrri hálfleik lokið) - Mikill hasar hér í lokin. Valsmenn vinna boltann en tapa honum afar klaufalega í hraðaupphlaupi. FH fer upp í staðinn og Einar Rafn skorar og gestirnir vilja fá tvær mínútur að auki á Orra Frey og Halldór Jóhann er brjálaður. Á meðan FH er að kvarta taka Valsmenn hraða miðju og þegar Juric er að komast á auðan sjó birtist Ísak skyndilega og nær að fiska ruðning um leið og hálfleiksflautan gellur. FH-ingar gera mikið í því að reyna að espa Juric upp sem lét þó ekki gabba sig í neina vitleysu.12-18 (29.mín) - Valsvörnin gleymir Arnari Frey og hann skorar auðveldlega. FH-ingar fara síðan í andlitið á Juric en Hlynur og Anton gefa bara gult spjald. Tvær mínútur hefði verið réttur dómur þar. Ólafur Ægir minnkar síðan muninn fyrir Val.11-17 (28.mín) - FH fær frábært tækifæri til að komast átta mörkum yfir. Óðinn er einn í hraðaupphlaupi en Sigurður Ingiberg ver. Ágúst Birgisson fær svo tveggja mínútna brottvísun fyrir brot og Valsmenn víti. Juric skorar af öryggi og minnkar muninn.10-17 (27.mín) - Þvílíkt mark hjá Gísla. Stekkur himinnhátt upp og þrumar boltanum neðst í hornið framhjá Sigurði Ingiberg. Valsvörnin er í miklum vandræðum.10-16 (25.mín) - Josip Juric skorar með fínu skoti. Ólafur Ægir fær síðan tveggja mínútna brottvísun hjá Val fyrir brot á Gísla Þorgeir. Sýnist hann hafa togað vel í treyju FH-ingsins unga.9-16 (25.mín) - Ásbjörn skorar sitt fimmta mark úr vítakasti og munurinn orðinn sjö mörk. Óskar og Gulli neyðast til að taka annað leikhlé enda Valsmenn ekki sjálfum sér líkir.9-15 (24.mín) - Ágúst skorar fyrir FH þegar höndin er komin upp, ekki í fyrsta sinn sem FH gerir það. Ýmir svarar fyrir Val.8-14 (22.mín) - Sigurður Ingiberg ver og Valur sækir víti hinu megin. Arnar Freyr fær svo tvær mínútur sömuleiðis. Vítið fer hins vegar í stöngina og FH enn sex mörkum yfir.8-14 (21.mín) - Helmingsmunur hér á Hlíðarenda eftir gott undirhandarskot frá Einari Rafni. Orri Freyr svarar strax í kjölfarið.7-13 (20.mín) - Ásbjörn skorar sitt fjórða mark og kemur FH sex mörkum yfir á ný. Orri Freyr skýtur síðan framhjá úr algjöru dauðafæri í næstu sókn Vals. Það gengur lítið upp hjá heimamönnum.7-12 (20.mín) - Sigurður Ingiberg ver frá Einari Rafni úr dauðafæri í þann mund sem Valsmenn fá sína menn inn á ný. FH-ingar halda boltanum eftir að Atli Rafn Bachman rétt stig útaf þegar hann tók frákastið.7-12 (19.mín) - Ýmir fiskar víti og Ágúst af velli í leiðinni. FH-ingar klaufar. Heiðar Aðalsteinsson skorar úr vítinu. Halldór Jóhann tekur leikhlé og vill stilla upp í sókn og fá öruggt mark áður en Valsmenn fá sína menn inn á ný.6-12 (19.mín) - Valsmenn missa boltann og gleyma að hlaupa út og skipta við Sigurð Ingiberg á bekknum. FH skorar í tómt mark og Sigurður er brjálaður. 6-11 (17.mín) - Gísli Þorgeir fær ódýrt vítakast og Sveinn Aron tvær mínútur í kjölfarið. Orri Freyr rífur síðan kjaft og fær einnig tvær mínútur frá þeim Jónasi og Antoni. Ásbjörn skorar ellefta mark FH úr vítinu og Valsmenn halda í sókn tveimur færri og fimm mörkum undir.6-10 (16.mín) - Einar Rafn skorar og vörn FH tekur slakt skot Antons í kjölfarið. Gísli Þorgeir skorar síðan sitt fjórða mark framhjá Sigurði Ingiberg sem kominn er í mark Vals.6-8 (14.mín) - Fín sókn hjá Val og Ólafur Ægir skorar sitt fyrsta mark. Vörn Vals er heldur betur að vakna og sóknin farin að ganga ögn betur.5-8 (12.mín) - FH fékk möguleika á að komast 5 mörkum yfir en Sveinn Aron komst inn í slaka sendingu Gísla. Sveinn skoraði svo örugglega úr hraðaupphlaupinu.4-8 (11.mín) - Einar Rafn skorar þegar höndin er komin upp og kemur FH fjórum mörkum yfir. Hlynur hefði átt að gera betur þarna en hann hefur ekki fundið sig. Óskar og Gulli taka leikhlé og messa yfir sínum mönnum.4-7 (10.mín) - Hlynur ver sitt fyrsta skot en Arnar Freyr nær frákastinu og skorar, svekkjandi fyrir Hlyn. Ýmir kemst svo í fínasta færi hinu megin en þar ver Ágúst Elí. Sá hefur verið öflugur hér í upphafi.4-6 (9.mín) - Orri Freyr skorar af línunni, hans annað mark.3-6 (9.mín) - Heimamenn eru ekki að spila sinn leik varnarlega og FH á allt of auðvelt með að skora sín mörk. Gísli Þorgeir var að skora sitt þriðja eftir að Ágúst Elí varði sitt fjórða skot þar á undan.3-5 (8.mín) - Valsmenn vinna boltann og Sveinn Aron skorar í svo gott sem tómt mark. Gísli Þorgeir fljótur að svara með sínu öðru marki. Ísak er kominn inn í FH-vörnina á ný.2-4 (7.mín) - Ásbjörn skorar þrátt fyrir að gestirnir séu einum færri, gestirnir taka reyndar markmann af velli og bæta við sóknarmanni. Juric er svo fljótur að svara hinu megin. 1-3 (5.mín) - Valsmenn voru fljótir að nýta liðsmuninn. Orri fékk boltann á línunni eftir gott kerfi og skoraði fyrsta mark heimamanna.0-3 (5.mín) - Ágúst Elí ver sitt þriðja skot og Gísli Þorgeir skorar úr hraðaupphlaupi í kjölfarið. Valsmenn keyra hraða miðju og Ýmir fiskar tvær mínútur á Ísak i vörn FH sem var aðeins of aðgangshaður. 0-2 (4.mín) - Ásbjörn kemur FH í 2-0 úr víti sem Gísli Þorgeir sótti. Valsmenn ekki enn komnir á blað eftir fjögurra mínútna leik.0-1 (3.mín) - Valsmenn byrja í 6-0 vörn en Ýmir þó duglegur að koma út. Þeir vinna boltann í næstu sókn FH eftir að Ágúst Elí hafi varið sitt annað skot í sókninni á undan. Orri Freyr kastar boltanum hins vegar beint útaf þegar Valsmenn eru á leið upp völlinn.0-1 (1.mín) - Ágúst Elí ver fyrsta skot Vals og Arnar Freyr skorar í seinni bylgjunni eftir fínt spil FH. Hafnfirðingar mæta grimmir til leiks.0-0 (1.mín) - Þetta er komið af stað og stemmningin frábær. Þetta verður veisla!19:58 - Þá er þetta að byrja. Valsmenn byrja með Svein Aron, Ólaf Ægi, Anton, Josip, Vigni og Orra í sókninni. Hlynur byrjar í marki. Hjá FH standa Óðinn, Jóhann Karl, Einar Rafn, Ísak, Arnar Freyr og Gísli Þorgeir vörnina í fyrstu sókn Vals. Í markinu er svo Ágúst Elí Björgvinsson.19:55 - Liðin eru kynnt til leiks með pompi og prakt. Það verða þeir Jónas Elíasson og Anton Gylfi Pálsson sem dæma leikinn en þeir eru okkar reyndasta dómarapar.19:50 - Fjölmenn stuðningsmannasveit Vals er með skilti með sér í stúkunni. Á skiltinu er merki um að þar sé strætóstoppistöð og áhangandi er tafla með áætlunarferðum. Þetta er skot á stuðningsmenn ÍBV sem sögðu þegar liðin mættust að stuðningssveit kæmist fyrir í strætóskýli. Ég lofa ykkur því að þeir Valsmenn sem eru mættir hingað í kvöld gætu fyllt ansi mörg strætóskýli.19:48 - FH tryggði sér deildarmeistaratitilinn og fóru því inn í úrslitakeppnina vitandi af heimaleikjarétti í öllum umferðum. FH tapaði fyrir Val í undanúrslitum bikarkeppninnar og voru það mikil vonbrigði fyrir Hafnfirðinga sem voru efstir í deildinni á þeim tímapunkti. Halldór Jóhann Sigfússon hefur hins vegar náð að búa til afar öflugt lið sem erfitt er að leika gegn. 19:45 - Það hefur verið gríðarlegt álag á Valsliðinu í vetur. Þegar mest lét voru leikir þriðja hvern dag og ferðalög erlendis þar að auki. Óskar Bjarni talaði um það á tímabili að leikirnir í Evrópukeppninni væru farnir að hafa neikvæð áhrif á liðið í deildinni. Þeir fóru alla leið niður í 7.sæti við lok deildarkeppninnar en síðan þá hefur lítið annað en jákvætt gerst í herbúðum Vals. Þeir slógu út stjörnum prýtt lið ÍBV í 8-liða úrslitum og spútniklið Fram í undanúrslitum. Evrópudraumurinn dó í undanúrslitum eins og frægt er orðið en þeir virðast hafa náð að hrista þau vonbrigði af sér. En álagið hefur verið mikið og Valsmenn vilja vafalaust forðast oddaleik eins og heitan eldinn. 19:42 - FH-ingar þurfa nauðsynlega á framlagi frá fleirum en Gísla Þorgeiri Kristjánssyni í sínum sóknarleik. Gísli hefur verið magnaður en þessi 17 ára strákur hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum í einvíginu. Vörn og markvarsla er aðalsmerki beggja þessara liða og Sigurður Ingiberg Ólafsson var frábær í marki Vals í síðasta leik og Birkir Fannar Bragason í leiknum þar á undan.Vörn og markvarsla vinnur titla og það verður án efa raunin að loknu þessu einvígi.19:40 - Það er heldur betur að fjölga í stúkunni hér í Valshöllinni. Ég verð illa svikinn ef pallarnir verða ekki þéttsetnir í kvöld.19:30 - Óskar Ófeigur Jónasson blaðamaður á Vísi skrifaði mjög svo áhugaverða grein sem birtist á vef Vísis í morgun. Greinin fjallaði um heimavalladrauginn svokallaða í handboltanum en af síðustu 12 leikjum sem farið hafa fram í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn hafa aðeins tveir þeira unnist á heimavelli. Það er hreint mögnuð tölfræði og liðin sem leika til úrslita í ár hafa lítið annað gert en að staðfesta tilveru þessa draugs. Smellið hér til að lesa þessa áhugaverðu grein Óskars Ófeigs.19:25 - Emmsjé Gauti var mættur í hús hér að Hlíðarenda til að hita áhorfendur upp. Hann er frammi í andyri en leikmenn að sjálfsögðu á fullu hér í salnum. Ég á von á miklu fjölmenni enda gæti vel farið svo að Íslandsmeistaratitillinn fari á loft í kvöld. FH vill væntanlega koma í veg fyrir það og tryggja sér oddaleik á heimavelli á sunnudag.19:23 - Leikmannahópur FH er skipaður eftirfarandi leikmönnum:Markverðir: Birkir Fannar Bragason og Ágúst Elí BjörgvinssonÚtileikmenn: - Ágúst Birgisson, Óðinn Þór Ríkharðsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Ásbjörn Friðriksson, Ísak Rafnsson, Jóhann Karl Reynisson, Einar Rafn Eiðsson, Jóhann Birgir Ingvarsson, Halldór Ingi Jónasson, Jón Bjarni Ólafsson, Arnar Freyr Ársælsson og Þorgeir Björnsson.19:20 - Leikmannahópur Vals er skipaður eftirfarandi leikmönnum:Markverðir: Sigurður Ingiberg Ólafsson og Hlynur MorthensÚtileikmenn: Orri Freyr Gíslason, Ólafur Ægir Ólafsson, Atli Már Báruson, Vignir Stefánsson, Alexander Örn Júlíusson, Sveinn Aron Sveinsson, Heiðar Þór Aðalsteinsson, Sveinn Jose Rivera, Josip Juric Grgic, Ýmir Örn Gíslason, Anton Rúnarsson, Atli Karl Bachmann, Þorgils Jón Svölu- Baldursson19:15 - Góða kvöldið og verið velkomin með Vísi í Valshöllina að Hlíðarenda þar sem heimamenn geta orðið Íslandsmeistarar með sigri á FH. Þetta er fjórði leikur liðanna í úrslitarimmu Olís-deildarinnar en allir leikirnir til þessa hafa unnist á útivelli.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Guðlaugur: Dóri náði að koma pressu á dómarana Guðlaugur Arnarsson annar af þjálfurum Vals var svekktur eftir að Valsmenn misstu af tækifærinu að fagna Íslandsmeistaratitlinum á heimavelli í kvöld. FH lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik en þeir leiddu 19-12 í hálfleik. 18. maí 2017 22:07 Halldór Jóhann: Finnst þetta algjört kjaftæði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH var ánægður með sigurinn á Val að Hlíðarenda í kvöld sem tryggir hans mönnum oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. 18. maí 2017 22:11 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira
Guðlaugur: Dóri náði að koma pressu á dómarana Guðlaugur Arnarsson annar af þjálfurum Vals var svekktur eftir að Valsmenn misstu af tækifærinu að fagna Íslandsmeistaratitlinum á heimavelli í kvöld. FH lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik en þeir leiddu 19-12 í hálfleik. 18. maí 2017 22:07
Halldór Jóhann: Finnst þetta algjört kjaftæði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH var ánægður með sigurinn á Val að Hlíðarenda í kvöld sem tryggir hans mönnum oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. 18. maí 2017 22:11