Umfjöllun og viðtöl: KR - Grindavík 86-91 | Grindavík eyðilagði teiti KR-inga Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. apríl 2017 22:00 Grindavík verður að vinna í kvöld til að halda lífi í einvíginu. vísir/eyþór Veisluhöldum var slegið á frest í DHL-höllinni í kvöld er baráttuglaðir Grindvíkingar unnu magnaðan sigur á Íslandsmeisturum KR. Staðan í einvíginu er því 2-1 fyrir KR. Margir héldu að Grindvíkingar yrðu eins og lömb leidd til slátrunar í þessum leik en stoltir Grindvíkingar voru svo sannarlega ekki á því. Þeir mættu með kassann úti og börðu frá sér. Tóku frumkvæðið strax í upphafi og leiddu með sex stiga mun, 18-24, eftir fyrsta leikhlutann. Ólafssynirnir Ólafur og Þorleifur drógu vagninn lengstum fyrir Grindavík og Dagur Kár var gríðarlega beittur líka. Lewis Clinch kom svo með sín lóð á vogarskálarnar. Þessir fjórir sáu til þess að Grindavík leiddi allan hálfleikinn og með fjögurra stiga mun í leikhléi, 47-51. Jón Arnór var frábær í liði KR og skoraði 15 stig í hálfleiknum en varnarleikur KR-inga var alls ekki nógu góður án þess að gera lítið úr sóknarleik Grindvíkinga en þeir voru með 62 prósent skotnýtingu úr tveggja stiga skotum. Þriðji leikhluti var geggjaður hjá Grindvíkingum. Spiluðu frábærlega, skoruðu að vild á meðan KR gat ekki keypt körfu. Munurinn var mest 19 stig í leikhlutanum, 54-73. KR lagaði stöðuna aðeins áður en leikhlutinn var allur en þá var staðan 63-76. Engu að síður 13 stiga munur og það var Grindavíkur að klúðra leiknum. Mikill hiti í húsinu. Eins og við mátti búast ætlaði KR ekkert að gefa leikinn. Þeir komu sterkir í fjórða leikhlutann og áður en langt var um liðið var munurinn aðeins orðinn sex stig. Þrátt fyrir flotta tilburði náði KR aldrei að jafna og Grindavík fagnaði eftir háspennusigur. Rimman er því alls ekki búin.KR-Grindavík 86-91 (18-24, 29-27, 16-25, 23-15)KR: Jón Arnór Stefánsson 26/8 fráköst/5 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 17, Pavel Ermolinskij 11/8 fráköst, Philip Alawoya 9/12 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 8/5 fráköst, Kristófer Acox 8/5 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 5, Darri Hilmarsson 2.Grindavík: Ólafur Ólafsson 25/9 fráköst, Lewis Clinch Jr. 21/8 fráköst/11 stoðsendingar, Dagur Kár Jónsson 14/5 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 13/6 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 10/5 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 8/12 fráköst.Af hverju vann Grindavík? Liðið var með hjartað á réttum stað og hafði trú á sér sem enginn annar hafði. Út með kassann og lömdu frá sér strax frá upphafi. Sýndu mikinn andlegan styrk. Er gaf á bátinn sýndi liðið að það er andlega sterkara en margur telur og styrkurinn er auðvitað mun meiri í ljósi þess hvernig liðið tapaði síðasta leik. Svo spilaði liðið frábæran varnarleik nær allan tímann og trúin var rosalega sterk allan leikinn. Þeir trúðu að hvert einasta skot færi niður.Bestu menn vallarins: Ólafur Ólafsson var geggjaður í liði Grindavíkur. Tók stóru skotin og setti þau oft niður er á þurfti að halda. Dagur Kár sýndi líka mikið hugrekki og tók af skarið er á þurfti að halda. Þorleifur og Lewis einnig mjög drjúgir. Ómar skilaði seiglustigum og Þorsteinn kom með geggjaða þrista er á þurfti að halda. Jón Arnór var yfirburðamaður í liði KR og ætlaði sér að verða Íslandsmeistari í kvöld. Of fáir af hans samherjum voru eins ákveðnir í því. Þórir náði að kveikja neista sem breiddi þó ekki nægilega mikið úr sér.Áhugaverð tölfræði: Grindavík var með 60 prósent tveggja stiga nýtingu gegn 46 prósent hinum megin. Grindavík vann líka stoðsendingakeppnina 25 gegn 16. Lewis var með glæsilega 72 prósent nýtingu inn í teig en klúðraði öllum sjö þriggja stiga skotum sínum. Hinn áreiðanlegi Darri Hilmarsson setti aðeins niður eitt af sjö skotum sínum. Pavel setti niður þrjú af ellefu skotum.Hvað gekk illa? Varnarleikur KR var slakur í allt of langan tíma og of margir leikmenn liðsins virtust vera komnir með hugann við fagnaðarlætin eftir leik. Andlega hliðin brást hjá KR-ingum sem voru einfaldlega ekki tilbúnir í slag gegn særðu ljóni. Þess vegna varð liðið undir.Jóhann: Óttaðist ekki að við myndum brotna Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var yfirvegaður eftir leik og var ekki að sjá á honum að hann hefði verið að vinna magnaðan sigur á KR. „Ég er nú frekar rólegur að eðlisfari og með báða fætur á jörðinni,“ segir Jóhann Þór en leyfði sér nú að glotta að þessari spurningu. „Ég er mjög hreykinn af mínu liði. Ég er ánægður með allt hjá þeim. Þetta var bara einn sigur og það er bara eitt skref í einu í þessu.“ Það hafði nánast enginn trú á Grindavík fyrir þennan leik en hvernig fór Jóhann að því að berja trú í sína menn? „Á föstudaginn vorum við hörkugóðir en hentum leiknum frá okkur. Við vorum meðvitaðir um það og á því að ef við spilum eins vel og við erum sáttir við þá getum við keppt við þetta KR-lið. Við trúðum því. Vorum með plan og trúðum á það líka. Það skóp þennan sigur,“ segir þjálfarinn en hann var eðlilega ánægður með taugar sinna manna skildu halda í lokafjórðungnum. „Við vorum flottir í vörninni á lokamínútunum er við þurftum að fá stopp. Það er ég ofboðslega ánægður með. Ég óttaðist ekki að við værum að brotna enda hef ég fulla trú á þessum drengjum. Við erum góðir í því sem við erum að gera og gegn frábæru liði. Þetta var stærsta sviðið hér fyrir framan stútfulla höll í kvöld og við vildum njóta í botn. „Við hugsum bara um einn leik í einu og ég sé þig vonandi hérna aftur á sunnudaginn,“ sagði Jóhann Þór sposkur og glotti við tönn.Finnur Freyr: Fundum aldrei gírinn Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, virkaði beygður en alls ekki bugaður eftir tapið í kvöld. „Ég er fúll að hafa tapað og þá sérstaklega að við höfum ekki spilað betri leik en þetta,“ segir Finnur Freyr svekktur. „Vörnin var ekki góð og 75 stig í þremur leikhlutum er of mikið. Eitthvað sem við erum ekki vanir. Ég verð samt að hrósa Grindvíkingum fyrir að hlaupa sinn sóknarleik vel og finna möguleikana. Sex leikmenn eru að skipta stigunum nokkuð jafnt og er Grindavík nær því þá eru þeir erfiðir.“ KR varð undir í baráttunni í upphafi og náði aldrei að koma til baka. Voru menn farnir of langt fram úr sér fyrir leik? „Það sást að bara annað liðið var með bakið upp við vegg. Mér fannst þeir miklu ákveðnari og það endurspeglast iðulega í varnarleiknum. Mér fannst við alltaf vera eftir á. Það var ekki fyrr en í lokaleikhlutanum sem við komumst af stað en mér fannst við samt aldrei finna gírinn almennilega,“ segir Finnur en hélt hann að enn ein endurkoman væri að koma hjá hans liði? „Við trúum alltaf og það er alltaf möguleiki. Það kann samt aldrei góðri lukku að stýra að ætla að treysta á einhverjar endurkomur. Við verðum að spila mun betur frá upphafi ef við ætlum að vinna í Grindavík á fimmtudaginn.“Þorleifur: Glæsilegt hjá okkur Þorleifur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, var vígreifur og pínu haltur eftir leik í kvöld. „Ég er bara að þykjast,“ sagði Þorleifur léttur og glotti. „Við erum mjög stoltir. Þetta var glæsilegt hjá okkur. Það var baráttuviljinn og hvernig við héldum skipulaginu sem skóp þennan sigur hjá okkur. Við héldum skipulagi 70 prósent og það dugði til sigurs.“ Grindavík náði mest 19 stiga forskoti í leiknum en KR kom til baka og náði að anda ofan í hálsmálið á Grindvíkingunum undir lokin. „Við vorum eiginlega að bíða eftir þessari endurkomu hjá þeim enda er þetta hörkulið. Það er ekki séns að við séum að fara að vinna KR með 20 eða 30 stigum. Við stóðumst áhlaupið en ég óttaðist að við myndum fara í eitthvað bull. Halda að þetta væri komið. Ég einbeitti mér að því að halda mönnum á tánum og það tókst,“ segir Þorleifur en hann fann vel fyrir því að enginn hafði trú á þeim fyrir leikinn. „Nei, enginn. Við erum samt bara að hafa gaman af þessu. Við ákváðum að hafa ekki bara gaman af þessu í kvöld heldur líka að fara upp á þeirra plan. Verða betra körfuboltalið því þeir eru mjög gott lið. Við höfðum bara gaman af þessu gegn Stjörnunni og rúlluðum yfir þá. Það dugði ekki á móti KR. Því stigum við upp á næsta plan.“Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Veisluhöldum var slegið á frest í DHL-höllinni í kvöld er baráttuglaðir Grindvíkingar unnu magnaðan sigur á Íslandsmeisturum KR. Staðan í einvíginu er því 2-1 fyrir KR. Margir héldu að Grindvíkingar yrðu eins og lömb leidd til slátrunar í þessum leik en stoltir Grindvíkingar voru svo sannarlega ekki á því. Þeir mættu með kassann úti og börðu frá sér. Tóku frumkvæðið strax í upphafi og leiddu með sex stiga mun, 18-24, eftir fyrsta leikhlutann. Ólafssynirnir Ólafur og Þorleifur drógu vagninn lengstum fyrir Grindavík og Dagur Kár var gríðarlega beittur líka. Lewis Clinch kom svo með sín lóð á vogarskálarnar. Þessir fjórir sáu til þess að Grindavík leiddi allan hálfleikinn og með fjögurra stiga mun í leikhléi, 47-51. Jón Arnór var frábær í liði KR og skoraði 15 stig í hálfleiknum en varnarleikur KR-inga var alls ekki nógu góður án þess að gera lítið úr sóknarleik Grindvíkinga en þeir voru með 62 prósent skotnýtingu úr tveggja stiga skotum. Þriðji leikhluti var geggjaður hjá Grindvíkingum. Spiluðu frábærlega, skoruðu að vild á meðan KR gat ekki keypt körfu. Munurinn var mest 19 stig í leikhlutanum, 54-73. KR lagaði stöðuna aðeins áður en leikhlutinn var allur en þá var staðan 63-76. Engu að síður 13 stiga munur og það var Grindavíkur að klúðra leiknum. Mikill hiti í húsinu. Eins og við mátti búast ætlaði KR ekkert að gefa leikinn. Þeir komu sterkir í fjórða leikhlutann og áður en langt var um liðið var munurinn aðeins orðinn sex stig. Þrátt fyrir flotta tilburði náði KR aldrei að jafna og Grindavík fagnaði eftir háspennusigur. Rimman er því alls ekki búin.KR-Grindavík 86-91 (18-24, 29-27, 16-25, 23-15)KR: Jón Arnór Stefánsson 26/8 fráköst/5 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 17, Pavel Ermolinskij 11/8 fráköst, Philip Alawoya 9/12 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 8/5 fráköst, Kristófer Acox 8/5 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 5, Darri Hilmarsson 2.Grindavík: Ólafur Ólafsson 25/9 fráköst, Lewis Clinch Jr. 21/8 fráköst/11 stoðsendingar, Dagur Kár Jónsson 14/5 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 13/6 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 10/5 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 8/12 fráköst.Af hverju vann Grindavík? Liðið var með hjartað á réttum stað og hafði trú á sér sem enginn annar hafði. Út með kassann og lömdu frá sér strax frá upphafi. Sýndu mikinn andlegan styrk. Er gaf á bátinn sýndi liðið að það er andlega sterkara en margur telur og styrkurinn er auðvitað mun meiri í ljósi þess hvernig liðið tapaði síðasta leik. Svo spilaði liðið frábæran varnarleik nær allan tímann og trúin var rosalega sterk allan leikinn. Þeir trúðu að hvert einasta skot færi niður.Bestu menn vallarins: Ólafur Ólafsson var geggjaður í liði Grindavíkur. Tók stóru skotin og setti þau oft niður er á þurfti að halda. Dagur Kár sýndi líka mikið hugrekki og tók af skarið er á þurfti að halda. Þorleifur og Lewis einnig mjög drjúgir. Ómar skilaði seiglustigum og Þorsteinn kom með geggjaða þrista er á þurfti að halda. Jón Arnór var yfirburðamaður í liði KR og ætlaði sér að verða Íslandsmeistari í kvöld. Of fáir af hans samherjum voru eins ákveðnir í því. Þórir náði að kveikja neista sem breiddi þó ekki nægilega mikið úr sér.Áhugaverð tölfræði: Grindavík var með 60 prósent tveggja stiga nýtingu gegn 46 prósent hinum megin. Grindavík vann líka stoðsendingakeppnina 25 gegn 16. Lewis var með glæsilega 72 prósent nýtingu inn í teig en klúðraði öllum sjö þriggja stiga skotum sínum. Hinn áreiðanlegi Darri Hilmarsson setti aðeins niður eitt af sjö skotum sínum. Pavel setti niður þrjú af ellefu skotum.Hvað gekk illa? Varnarleikur KR var slakur í allt of langan tíma og of margir leikmenn liðsins virtust vera komnir með hugann við fagnaðarlætin eftir leik. Andlega hliðin brást hjá KR-ingum sem voru einfaldlega ekki tilbúnir í slag gegn særðu ljóni. Þess vegna varð liðið undir.Jóhann: Óttaðist ekki að við myndum brotna Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var yfirvegaður eftir leik og var ekki að sjá á honum að hann hefði verið að vinna magnaðan sigur á KR. „Ég er nú frekar rólegur að eðlisfari og með báða fætur á jörðinni,“ segir Jóhann Þór en leyfði sér nú að glotta að þessari spurningu. „Ég er mjög hreykinn af mínu liði. Ég er ánægður með allt hjá þeim. Þetta var bara einn sigur og það er bara eitt skref í einu í þessu.“ Það hafði nánast enginn trú á Grindavík fyrir þennan leik en hvernig fór Jóhann að því að berja trú í sína menn? „Á föstudaginn vorum við hörkugóðir en hentum leiknum frá okkur. Við vorum meðvitaðir um það og á því að ef við spilum eins vel og við erum sáttir við þá getum við keppt við þetta KR-lið. Við trúðum því. Vorum með plan og trúðum á það líka. Það skóp þennan sigur,“ segir þjálfarinn en hann var eðlilega ánægður með taugar sinna manna skildu halda í lokafjórðungnum. „Við vorum flottir í vörninni á lokamínútunum er við þurftum að fá stopp. Það er ég ofboðslega ánægður með. Ég óttaðist ekki að við værum að brotna enda hef ég fulla trú á þessum drengjum. Við erum góðir í því sem við erum að gera og gegn frábæru liði. Þetta var stærsta sviðið hér fyrir framan stútfulla höll í kvöld og við vildum njóta í botn. „Við hugsum bara um einn leik í einu og ég sé þig vonandi hérna aftur á sunnudaginn,“ sagði Jóhann Þór sposkur og glotti við tönn.Finnur Freyr: Fundum aldrei gírinn Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, virkaði beygður en alls ekki bugaður eftir tapið í kvöld. „Ég er fúll að hafa tapað og þá sérstaklega að við höfum ekki spilað betri leik en þetta,“ segir Finnur Freyr svekktur. „Vörnin var ekki góð og 75 stig í þremur leikhlutum er of mikið. Eitthvað sem við erum ekki vanir. Ég verð samt að hrósa Grindvíkingum fyrir að hlaupa sinn sóknarleik vel og finna möguleikana. Sex leikmenn eru að skipta stigunum nokkuð jafnt og er Grindavík nær því þá eru þeir erfiðir.“ KR varð undir í baráttunni í upphafi og náði aldrei að koma til baka. Voru menn farnir of langt fram úr sér fyrir leik? „Það sást að bara annað liðið var með bakið upp við vegg. Mér fannst þeir miklu ákveðnari og það endurspeglast iðulega í varnarleiknum. Mér fannst við alltaf vera eftir á. Það var ekki fyrr en í lokaleikhlutanum sem við komumst af stað en mér fannst við samt aldrei finna gírinn almennilega,“ segir Finnur en hélt hann að enn ein endurkoman væri að koma hjá hans liði? „Við trúum alltaf og það er alltaf möguleiki. Það kann samt aldrei góðri lukku að stýra að ætla að treysta á einhverjar endurkomur. Við verðum að spila mun betur frá upphafi ef við ætlum að vinna í Grindavík á fimmtudaginn.“Þorleifur: Glæsilegt hjá okkur Þorleifur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, var vígreifur og pínu haltur eftir leik í kvöld. „Ég er bara að þykjast,“ sagði Þorleifur léttur og glotti. „Við erum mjög stoltir. Þetta var glæsilegt hjá okkur. Það var baráttuviljinn og hvernig við héldum skipulaginu sem skóp þennan sigur hjá okkur. Við héldum skipulagi 70 prósent og það dugði til sigurs.“ Grindavík náði mest 19 stiga forskoti í leiknum en KR kom til baka og náði að anda ofan í hálsmálið á Grindvíkingunum undir lokin. „Við vorum eiginlega að bíða eftir þessari endurkomu hjá þeim enda er þetta hörkulið. Það er ekki séns að við séum að fara að vinna KR með 20 eða 30 stigum. Við stóðumst áhlaupið en ég óttaðist að við myndum fara í eitthvað bull. Halda að þetta væri komið. Ég einbeitti mér að því að halda mönnum á tánum og það tókst,“ segir Þorleifur en hann fann vel fyrir því að enginn hafði trú á þeim fyrir leikinn. „Nei, enginn. Við erum samt bara að hafa gaman af þessu. Við ákváðum að hafa ekki bara gaman af þessu í kvöld heldur líka að fara upp á þeirra plan. Verða betra körfuboltalið því þeir eru mjög gott lið. Við höfðum bara gaman af þessu gegn Stjörnunni og rúlluðum yfir þá. Það dugði ekki á móti KR. Því stigum við upp á næsta plan.“Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira