Eyðilögðu sigurpartí KR-inga Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. apríl 2017 06:00 Grindvíkingar börðust fyrir sigri gegn KR-ingum í DHL-höllinni í gær og þvinguðu fram fjórða leikinn á sínum heimavelli á fimmtudaginn. vísir/eyþór Kampavínið var í kæli, meistarabolir í felum undir rjáfri og fjöldi KR-inga var mættur í Vesturbæinn til þess að fagna. Þeir voru mættir í partí og það var leit að þeim mönnum sem höfðu trú á Grindvíkingum í Vesturbænum í gær. Þeir voru allir í búningsklefa Grindavíkur. Grindvíkingar mættu með kassann út í loftið og tóku strax frumkvæðið í leiknum. Það er skemmst frá því að segja að þeir létu það forskot aldrei af hendi. Mest náðu Grindvíkingar 19 stiga forskoti í leiknum. KR kom til baka í fjórða leikhluta og héldu margir að þeir myndu brotna. Það gerði Grindavíkurliðið ekki. Taugarnar héldu og þeir innbyrtu sætan sigur, 86-91. 2-1 fyrir KR en staðan gæti verið 2-1 fyrir Grindavík ef liðið hefði ekki kastað síðasta heimaleik frá sér. Það er því augljóslega allt of snemmt að afskrifa þetta stórskemmtilega Grindavíkurlið. „Við erum mjög stoltir. Þetta var glæsilegt. Það var baráttuvilji og hvernig við náðum að halda skipulagi sem skóp þennan sigur hjá okkur,“ sagði Þorleifur Ólafsson, ein af hetjum Grindavíkur í gær en sigurinn var tæpur í lokin eftir flotta endurkomu hjá KR. „Við vorum eiginlega að bíða eftir þessari endurkomu. Þetta er hörkulið og það er ekki séns að vinna KR með 20 eða 30 stigum. Við stóðumst áhlaupið sem betur fer en ég óttaðist samt í lokin að við færum í eitthvað bull. Að við myndum halda að þetta væri komið og ég einbeitti mér að því að halda mönnum á tánum. Það hafði enginn trú á okkur en við misstum aldrei trúna. Við erum að hafa gaman af þessu og reyna að fara upp á þeirra plan. Vera betra körfuboltalið. Gleðin dugði okkur gegn Stjörnunni og nú erum við að bæta okkar leik meira.“ Bróðir Þorleifs og þjálfari Grindavíkur, Jóhann Þór Ólafsson, var afar stoltur af sínu liði í leikslok en fagnaði þó ekki of mikið. „Á föstudaginn vorum við hörkugóðir en hentum leiknum frá okkur. Við vorum meðvitaðir um það og á því að ef við spilum eins vel og við erum sáttir við þá getum við keppt við þetta KR-lið. Við trúðum því. Vorum með plan og trúðum á það líka. Það skóp þennan sigur,“ segir þjálfarinn en hann var eðlilega ánægður með að taugar hans manna skildu halda í lokafjórðungnum. „Við vorum flottir í vörninni á lokamínútunum er við þurftum að fá stopp. Það er ég ofboðslega ánægður með. Ég óttaðist ekki að við værum að brotna enda hef ég fulla trú á þessum drengjum. Við erum góðir í því sem við erum að gera og gegn frábæru liði. Þetta var stærsta sviðið hér fyrir framan stútfulla höll í kvöld og við vildum njóta í botn. Við hugsum bara um einn leik í einu og ég sé þig vonandi hérna aftur á sunnudaginn,“ sagði Jóhann Þór sposkur og glotti við tönn. Dominos-deild karla Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Kampavínið var í kæli, meistarabolir í felum undir rjáfri og fjöldi KR-inga var mættur í Vesturbæinn til þess að fagna. Þeir voru mættir í partí og það var leit að þeim mönnum sem höfðu trú á Grindvíkingum í Vesturbænum í gær. Þeir voru allir í búningsklefa Grindavíkur. Grindvíkingar mættu með kassann út í loftið og tóku strax frumkvæðið í leiknum. Það er skemmst frá því að segja að þeir létu það forskot aldrei af hendi. Mest náðu Grindvíkingar 19 stiga forskoti í leiknum. KR kom til baka í fjórða leikhluta og héldu margir að þeir myndu brotna. Það gerði Grindavíkurliðið ekki. Taugarnar héldu og þeir innbyrtu sætan sigur, 86-91. 2-1 fyrir KR en staðan gæti verið 2-1 fyrir Grindavík ef liðið hefði ekki kastað síðasta heimaleik frá sér. Það er því augljóslega allt of snemmt að afskrifa þetta stórskemmtilega Grindavíkurlið. „Við erum mjög stoltir. Þetta var glæsilegt. Það var baráttuvilji og hvernig við náðum að halda skipulagi sem skóp þennan sigur hjá okkur,“ sagði Þorleifur Ólafsson, ein af hetjum Grindavíkur í gær en sigurinn var tæpur í lokin eftir flotta endurkomu hjá KR. „Við vorum eiginlega að bíða eftir þessari endurkomu. Þetta er hörkulið og það er ekki séns að vinna KR með 20 eða 30 stigum. Við stóðumst áhlaupið sem betur fer en ég óttaðist samt í lokin að við færum í eitthvað bull. Að við myndum halda að þetta væri komið og ég einbeitti mér að því að halda mönnum á tánum. Það hafði enginn trú á okkur en við misstum aldrei trúna. Við erum að hafa gaman af þessu og reyna að fara upp á þeirra plan. Vera betra körfuboltalið. Gleðin dugði okkur gegn Stjörnunni og nú erum við að bæta okkar leik meira.“ Bróðir Þorleifs og þjálfari Grindavíkur, Jóhann Þór Ólafsson, var afar stoltur af sínu liði í leikslok en fagnaði þó ekki of mikið. „Á föstudaginn vorum við hörkugóðir en hentum leiknum frá okkur. Við vorum meðvitaðir um það og á því að ef við spilum eins vel og við erum sáttir við þá getum við keppt við þetta KR-lið. Við trúðum því. Vorum með plan og trúðum á það líka. Það skóp þennan sigur,“ segir þjálfarinn en hann var eðlilega ánægður með að taugar hans manna skildu halda í lokafjórðungnum. „Við vorum flottir í vörninni á lokamínútunum er við þurftum að fá stopp. Það er ég ofboðslega ánægður með. Ég óttaðist ekki að við værum að brotna enda hef ég fulla trú á þessum drengjum. Við erum góðir í því sem við erum að gera og gegn frábæru liði. Þetta var stærsta sviðið hér fyrir framan stútfulla höll í kvöld og við vildum njóta í botn. Við hugsum bara um einn leik í einu og ég sé þig vonandi hérna aftur á sunnudaginn,“ sagði Jóhann Þór sposkur og glotti við tönn.
Dominos-deild karla Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira